Sagður hafa reynt að fá Trump til að íhuga að viðurkenna ósigur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2020 08:43 Jared Kushner (t.v.) er sagður hafa reynt að fá Trump forseta til að íhuga að viðurkenna ósigur í kosningunum. Í gær var staðfest að Joe Biden hefði borið sigurorð af forsetanum. Win McNamee/Getty Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og háttsettur ráðgjafi innan herbúða hans, hefur rætt við forsetann um möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. Frá þessu greinir CNN og vísar til tveggja heimildarmanna. Hingað til hefur ekkert bent til þess að Trump sé tilbúinn að viðurkenna ósigur, sem varð ljós í gær eftir að Joe Biden vann sigur í lykilríkinu Pennsylvaníu og tryggði sér þannig þann fjölda kjörmanna sem þarf til þess að standa uppi sem sigurvegar í kosningunum. Í yfirlýsingu sem forsetinn gaf út skömmu eftir að sigurinn varð ljós sagði forsetinn að Biden hefði „drifið sig að segjast ranglega vera sigurvegari kosninganna.“ Sagði hann einnig að kosningarnar væru „langt frá því að vera búnar.“ „Ég mun ekki hvílast fyrr en bandaríska þjóðin hefur fengið þá talningu atkvæða sem hún á skilið og lýðræðið krefst,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur einnig fram að barátta framboðs forsetans í dómssölum, sem háð verður með það fyrir augum að halda honum í embætti, hefjist á morgun, mánudag. Hvorki Trump né nokkur á hans bandi hefur fært sönnur fyrir háværum og ítrekuðum ásökunum um kosningasvindl, svik, eða nokkru öðru vafasömu í tengslum við framkvæmd kosninganna. Hefð sem hefur ekki lagaleg áhrif Hefð hefur verið fyrir því að sá forsetaframbjóðandi hefur þurft að lúta í gras setji sig í samband við sigurvegarann þegar úrslitin eru ljós, viðurkenni ósigur og óski mótframbjóðandanum til hamingju með sigurinn. Þetta hefur Trump ekki gert. Það að hann viðurkenni ekki ósigur hefur þó ekki áhrif á úrslit kosninganna á nokkurn hátt, né þau stjórnarskipti sem fara fram 20. janúar næstkomandi. Ryan Nobles, fréttamaður CNN, greinir frá því að lítið hafi heyrst frá Hvíta húsinu í tengslum við málið, fyrir utan það að Kushner, sem er einn þeirra ráðgjafa sem Trump hefur reitt sig hvað mest á, hafi rætt málið við forsetann og muni mögulega halda áfram að reyna að fá forsetann til að íhuga þann möguleika að viðurkenna ósigur. Þá segir Kate Bedingfield, settur kosningastjóri Biden-framboðsins, að engin samskipti hefðu átt sér stað milli herbúða Trumps forseta og Bidens, nýkjörins forseta, eftir að úrslitin voru ljós. Fyrir kosningar neitaði Trump raunar að gefa upp hvort hann myndi viðurkenna úrslit kosninganna, færi svo að honum mislíkaði þau. Í júlí á þessu ári var forsetinn spurður hvort hann myndi viðurkenna ósigur, en sagðist ekki vilja staðfesta neitt slíkt. „Ég verð að sjá til. Ég ætla ekki bara að svara játandi. Ég ætla heldur ekki að svara neitandi, ég gerði það ekki heldur síðast,“ sagði Trump þá, og vísaði til þess að hann hefði ekki gefið út neinar yfirlýsingar af þessum meiði fyrir kosningarnar 2016, sem hann vann. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir „Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22 Telur að kærur Trump muni ekki breyta niðurstöðu kosninganna „Hvað sem Trump segir núna um að hann vilji kæra útkomur og þess háttar þá er ólíklegt að það muni gera neitt til að breyta niðurstöðu kosninganna. Þær liggja fyrir.“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 7. nóvember 2020 19:30 Trump viðurkennir ekki ósigur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst ekki viðurkenna ósigur í forsetakosningum ytra þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi lýst Biden sem sigurvegara eftir að sá síðarnefndi rauf 270 kjörmanna múrinn síðdegis í dag. 7. nóvember 2020 18:09 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Halli Reynis látinn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og háttsettur ráðgjafi innan herbúða hans, hefur rætt við forsetann um möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. Frá þessu greinir CNN og vísar til tveggja heimildarmanna. Hingað til hefur ekkert bent til þess að Trump sé tilbúinn að viðurkenna ósigur, sem varð ljós í gær eftir að Joe Biden vann sigur í lykilríkinu Pennsylvaníu og tryggði sér þannig þann fjölda kjörmanna sem þarf til þess að standa uppi sem sigurvegar í kosningunum. Í yfirlýsingu sem forsetinn gaf út skömmu eftir að sigurinn varð ljós sagði forsetinn að Biden hefði „drifið sig að segjast ranglega vera sigurvegari kosninganna.“ Sagði hann einnig að kosningarnar væru „langt frá því að vera búnar.“ „Ég mun ekki hvílast fyrr en bandaríska þjóðin hefur fengið þá talningu atkvæða sem hún á skilið og lýðræðið krefst,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur einnig fram að barátta framboðs forsetans í dómssölum, sem háð verður með það fyrir augum að halda honum í embætti, hefjist á morgun, mánudag. Hvorki Trump né nokkur á hans bandi hefur fært sönnur fyrir háværum og ítrekuðum ásökunum um kosningasvindl, svik, eða nokkru öðru vafasömu í tengslum við framkvæmd kosninganna. Hefð sem hefur ekki lagaleg áhrif Hefð hefur verið fyrir því að sá forsetaframbjóðandi hefur þurft að lúta í gras setji sig í samband við sigurvegarann þegar úrslitin eru ljós, viðurkenni ósigur og óski mótframbjóðandanum til hamingju með sigurinn. Þetta hefur Trump ekki gert. Það að hann viðurkenni ekki ósigur hefur þó ekki áhrif á úrslit kosninganna á nokkurn hátt, né þau stjórnarskipti sem fara fram 20. janúar næstkomandi. Ryan Nobles, fréttamaður CNN, greinir frá því að lítið hafi heyrst frá Hvíta húsinu í tengslum við málið, fyrir utan það að Kushner, sem er einn þeirra ráðgjafa sem Trump hefur reitt sig hvað mest á, hafi rætt málið við forsetann og muni mögulega halda áfram að reyna að fá forsetann til að íhuga þann möguleika að viðurkenna ósigur. Þá segir Kate Bedingfield, settur kosningastjóri Biden-framboðsins, að engin samskipti hefðu átt sér stað milli herbúða Trumps forseta og Bidens, nýkjörins forseta, eftir að úrslitin voru ljós. Fyrir kosningar neitaði Trump raunar að gefa upp hvort hann myndi viðurkenna úrslit kosninganna, færi svo að honum mislíkaði þau. Í júlí á þessu ári var forsetinn spurður hvort hann myndi viðurkenna ósigur, en sagðist ekki vilja staðfesta neitt slíkt. „Ég verð að sjá til. Ég ætla ekki bara að svara játandi. Ég ætla heldur ekki að svara neitandi, ég gerði það ekki heldur síðast,“ sagði Trump þá, og vísaði til þess að hann hefði ekki gefið út neinar yfirlýsingar af þessum meiði fyrir kosningarnar 2016, sem hann vann.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir „Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22 Telur að kærur Trump muni ekki breyta niðurstöðu kosninganna „Hvað sem Trump segir núna um að hann vilji kæra útkomur og þess háttar þá er ólíklegt að það muni gera neitt til að breyta niðurstöðu kosninganna. Þær liggja fyrir.“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 7. nóvember 2020 19:30 Trump viðurkennir ekki ósigur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst ekki viðurkenna ósigur í forsetakosningum ytra þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi lýst Biden sem sigurvegara eftir að sá síðarnefndi rauf 270 kjörmanna múrinn síðdegis í dag. 7. nóvember 2020 18:09 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Halli Reynis látinn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
„Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22
Telur að kærur Trump muni ekki breyta niðurstöðu kosninganna „Hvað sem Trump segir núna um að hann vilji kæra útkomur og þess háttar þá er ólíklegt að það muni gera neitt til að breyta niðurstöðu kosninganna. Þær liggja fyrir.“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 7. nóvember 2020 19:30
Trump viðurkennir ekki ósigur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst ekki viðurkenna ósigur í forsetakosningum ytra þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi lýst Biden sem sigurvegara eftir að sá síðarnefndi rauf 270 kjörmanna múrinn síðdegis í dag. 7. nóvember 2020 18:09