OECD gerir hátt í 700 athugasemdir við „flóknar“ íslenskar reglur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 13:50 Í skýrslunni segir að Isavia sé sá óhagkvæmasti í Evrópu, þegar litið er til annarra flugrekstraraðila. visir/Jóhann Greining OECD á 632 lögum og stjórnvaldsfyrirmælum sem gilda um ferðaþjónustu og byggingariðnað hér á landi leiddi í ljós 676 mögulegar samkeppnishindranir. Þetta er niðurstaða samkeppnismats sem OECD gerði á regluverkinu fyrir íslensk stjórnvöld að beiðni Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Gerðar eru 438 tillögur til breytinga sem eru sagðar til þess fallnar að skapa sveigjanlegra umhverfi fyrir atvinnustarfsemi, skapa fleiri störf og auka framleiðni og vöxt í hagkerfinu. Í mati OECD segir að breytingar í samræmi við tillögurnar geti leitt til aukinnar landsframleiðslu sem nemur um 200 milljónum evra á ári. Það svarar til um 1% af landsframleiðslu Íslands. Flestar tillögur til úrbóta lúta að byggingarreglugerðum, eða alls 149. Þá eru 70 tillögur til breytinga á reglum um skipulagsmál. Auk þess eru gerðar 122 úrbótatillögur á reglum sem gilda um ferðaþjónustu. Draga úr kröfum um fjölda bílastæða Í greiningu OECD á byggingariðnaði segir að ferlið við að sækja um breytingar á skipulagsáætlun sé óskýrt, tímafrekt og þungt í framkvæmd. Ýmsar opinberar kröfur sem gerðar séu til nýbygginga, svo sem gatnagerðargjald og kröfur um fjölda bílastæða auki byggingarkostnað verulega. Lagt er til að skoðað verði að lækka gatnagerðargjöld og draga úr um fjölda bílastæða í Reykjavík. Einnig að ferli skipulagsákvarðana sveitarfélaga verði endurskoðað í heild með það að markmiði að einfalda og skýra verklagið. Þá er lagt til að ferli við veitingu byggingarleyfa verði einfaldað og gert að fullu rafrænt auk þess að smærri og einfaldari verkefni geti fengið flýtimeðferð. Þá megi afnema tilkyninngarskyldu um minniháttar framkvæmdir. Í skýrslunni segir að of yfirgripsmikið kerfi um lögverndun starfi leiði af sér hærri kostnað fyrir neytendur. Lagt er til að lögverndun verði afnumin í einhverjum tilvikum. Gerðar eru athugasemdir við kerfið sem gildir um löggiltar starfsgreinar. Í skýrslunni segir að of yfirgripsmikil lögverndun geti haft í för með sér hærra verð til neytenda og færri störf. Niðurstaða rannsóknar sem var gerð samhliða samkeppnismatinu sýnir að fjöldi lögverndaðra starfsgreina og starfa er umtalsvert hærri hér á landi miðað við önnur Evrópulönd og önnur lönd innan OECD. Lagt er til að skoðað verði að afnema eða þrengja einkarétt til tiltekinna starfa. Einnig að kerfi meistararéttinda verði endurskoðað þannig að iðnaðarmenn eigi auðveldara með að afla sér réttindanna, eða að iðnaðarmenn með sveinspróf megi vinna verkefni sem meistarar hafi einkarétt á samkvæmt núgildandi reglum. Flóknar leyfisveitingar í ferðaþjónustu Í skýrslunni kemur fram að óþarfa reglubyrði einkenni nokkuð regluverk ferðatengdrar þjónustu. Fyrirkomulag leyfismála sé flókið og að sumum tilvikum nauðsynlegt að vera með mörg leyfi fyrir tiltekna starfsemi. Sem dæmi má nefna að lagt er til að leyfi vegna sérútbúinna bifreiða fyrir farþegaflutninga í atvinnuskyni verði afnumin og að hömlur sveitarfélaga á breytingu á nýtingu íbúðarhúsnæðis í gistihúsnæði verði afnumdar. Í skýrslunni segir að útboð á rekstri Keflavíkurflugvallar gæti verið ein leið til að draga úr kostnaði. Isavia með óhagkvæmasta reksturinn Ýmsar athugasemdir eru gerðar við Keflavíkurflugvöll. Rekstur allra flugvalla á Íslandi er í höndum Isavia og í skýrslunni segir að rekstur félagsins sé sá óhagkvæmasti í samanburði við rekstur allra annarra flugrekstraraðila í Evrópu. Líkur séu á að núgildandi regluverk og eignarhald á íslenskum flugvöllum stuðli að þessari niðurstöðu. Lagt er til að kannaðar verði leiðir til að auka hvata Isavia á Keflavíkurflugvelli til að draga úr kostnaði. Mögulegar leiðir gætu t.d. verið breytt skipan eignarhalds eða útboð á rekstri Keflavíkurflugvallar. Þá ætti Isavia að endurskoða veitingu sérleyfissamninga fyrir sölu veitinga og varnings í flugstöðinni, í því skyni að draga úr háum kostnaði fyrir neytendur og þjónustuaðilar. Í skýrslunni segir að horfa ætti til víðtækari markmiða en hámörkun hagnaðar Isavia. Skoða eigi að setja eigendastefnu fyrir félagið þar sem fram komi efnahagsleg og samfélagsleg markmið með rekstri félagsins. Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Húsnæðismál Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Greining OECD á 632 lögum og stjórnvaldsfyrirmælum sem gilda um ferðaþjónustu og byggingariðnað hér á landi leiddi í ljós 676 mögulegar samkeppnishindranir. Þetta er niðurstaða samkeppnismats sem OECD gerði á regluverkinu fyrir íslensk stjórnvöld að beiðni Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Gerðar eru 438 tillögur til breytinga sem eru sagðar til þess fallnar að skapa sveigjanlegra umhverfi fyrir atvinnustarfsemi, skapa fleiri störf og auka framleiðni og vöxt í hagkerfinu. Í mati OECD segir að breytingar í samræmi við tillögurnar geti leitt til aukinnar landsframleiðslu sem nemur um 200 milljónum evra á ári. Það svarar til um 1% af landsframleiðslu Íslands. Flestar tillögur til úrbóta lúta að byggingarreglugerðum, eða alls 149. Þá eru 70 tillögur til breytinga á reglum um skipulagsmál. Auk þess eru gerðar 122 úrbótatillögur á reglum sem gilda um ferðaþjónustu. Draga úr kröfum um fjölda bílastæða Í greiningu OECD á byggingariðnaði segir að ferlið við að sækja um breytingar á skipulagsáætlun sé óskýrt, tímafrekt og þungt í framkvæmd. Ýmsar opinberar kröfur sem gerðar séu til nýbygginga, svo sem gatnagerðargjald og kröfur um fjölda bílastæða auki byggingarkostnað verulega. Lagt er til að skoðað verði að lækka gatnagerðargjöld og draga úr um fjölda bílastæða í Reykjavík. Einnig að ferli skipulagsákvarðana sveitarfélaga verði endurskoðað í heild með það að markmiði að einfalda og skýra verklagið. Þá er lagt til að ferli við veitingu byggingarleyfa verði einfaldað og gert að fullu rafrænt auk þess að smærri og einfaldari verkefni geti fengið flýtimeðferð. Þá megi afnema tilkyninngarskyldu um minniháttar framkvæmdir. Í skýrslunni segir að of yfirgripsmikið kerfi um lögverndun starfi leiði af sér hærri kostnað fyrir neytendur. Lagt er til að lögverndun verði afnumin í einhverjum tilvikum. Gerðar eru athugasemdir við kerfið sem gildir um löggiltar starfsgreinar. Í skýrslunni segir að of yfirgripsmikil lögverndun geti haft í för með sér hærra verð til neytenda og færri störf. Niðurstaða rannsóknar sem var gerð samhliða samkeppnismatinu sýnir að fjöldi lögverndaðra starfsgreina og starfa er umtalsvert hærri hér á landi miðað við önnur Evrópulönd og önnur lönd innan OECD. Lagt er til að skoðað verði að afnema eða þrengja einkarétt til tiltekinna starfa. Einnig að kerfi meistararéttinda verði endurskoðað þannig að iðnaðarmenn eigi auðveldara með að afla sér réttindanna, eða að iðnaðarmenn með sveinspróf megi vinna verkefni sem meistarar hafi einkarétt á samkvæmt núgildandi reglum. Flóknar leyfisveitingar í ferðaþjónustu Í skýrslunni kemur fram að óþarfa reglubyrði einkenni nokkuð regluverk ferðatengdrar þjónustu. Fyrirkomulag leyfismála sé flókið og að sumum tilvikum nauðsynlegt að vera með mörg leyfi fyrir tiltekna starfsemi. Sem dæmi má nefna að lagt er til að leyfi vegna sérútbúinna bifreiða fyrir farþegaflutninga í atvinnuskyni verði afnumin og að hömlur sveitarfélaga á breytingu á nýtingu íbúðarhúsnæðis í gistihúsnæði verði afnumdar. Í skýrslunni segir að útboð á rekstri Keflavíkurflugvallar gæti verið ein leið til að draga úr kostnaði. Isavia með óhagkvæmasta reksturinn Ýmsar athugasemdir eru gerðar við Keflavíkurflugvöll. Rekstur allra flugvalla á Íslandi er í höndum Isavia og í skýrslunni segir að rekstur félagsins sé sá óhagkvæmasti í samanburði við rekstur allra annarra flugrekstraraðila í Evrópu. Líkur séu á að núgildandi regluverk og eignarhald á íslenskum flugvöllum stuðli að þessari niðurstöðu. Lagt er til að kannaðar verði leiðir til að auka hvata Isavia á Keflavíkurflugvelli til að draga úr kostnaði. Mögulegar leiðir gætu t.d. verið breytt skipan eignarhalds eða útboð á rekstri Keflavíkurflugvallar. Þá ætti Isavia að endurskoða veitingu sérleyfissamninga fyrir sölu veitinga og varnings í flugstöðinni, í því skyni að draga úr háum kostnaði fyrir neytendur og þjónustuaðilar. Í skýrslunni segir að horfa ætti til víðtækari markmiða en hámörkun hagnaðar Isavia. Skoða eigi að setja eigendastefnu fyrir félagið þar sem fram komi efnahagsleg og samfélagsleg markmið með rekstri félagsins.
Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Húsnæðismál Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira