Er biðinni eftir réttlæti lokið? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 10. nóvember 2020 14:01 Nú um nokkurt skeið hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, talað mikið um þann árangur sem ríkisstjórn hennar hefur náð til að bæta kjör þeirra sem minnst hafa milli handanna. Katrín hefur komið sér upp gagnmerku ríkissvari, spurð um þennan árangur, og ekki síst, út í ummæli hennar frá því fyrir síðustu kosningar, að við eigum ekki að biðja fátækt fólk að bíða eftir réttlæti. En hefur ríkisstjórn hennar deilt út réttlæti eða kökumylsnu? Fyrir nokkrum dögum greip hún til þessa ríkissvars þegar Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði forsætisráðherra hvort hún væri sammála þeim orðum fjármálaráðherra að talsmenn öryrkja grafi undan getu okkar til að styðja við þá sem eru í mestri þörf, og hvort hún komi ekki með í þá vinnu að bretta upp ermar og draga úr skerðingum og tryggja að lífeyrir almannatrygginga fylgi þróun lægstu launa samkvæmt lífskjara samningi. Katrín þakkaði Loga fyrir að vekja athygli á kjörum þeirra sem höllustum fæti standa í samfélaginu, og sagðist enn standa við orð sín frá 2017, um að við eigum ekki að biðja fátækt fólk að bíða eftir réttlætinu, „enda hafa fjölmargar aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili endurspeglað nákvæmlega þessa áherslu“. Og svo hófst upptalningin. Katrínu talar gjarnan fyrst um lækkun tekjuskatts. Og þá að sú lækkun komi sér nú best fyrir þá lægst launuðu. Það er rétt, svo langt sem það nær. Því miður er lækkunin þannig að þegar tekjur fara niður fyrir 300 þúsund krónur, eru áhrif hennar nánast horfin. Fyrir öryrkja, sem fær fyrir skatt, 265 þúsund og einhverjar krónur, færir skattalækkunin honum 2.951 krónu í auknar ráðstöfunartekjur á mánuði. Þessar upphæðir eiga við nú eftir áramót, þegar skattalækkunin hefur komið að fullu til framkvæmda, og örorkulífeyrir hækkað um 3.6%. Til að setja þessa tölu í samhengi er rétt að benda á að nú um stundir auglýsir veitingastaður nokkur sérstakt tilboð, stór pizza og 2 lítrar af gosi á 2.900. Barnabætur hafa hækkað segir forsætisráðherra. Er það rétt? Stutta svarið er nei. Í fjárlögum ársins 2021 er sama upphæð ætluð til barnabóta og í ár. Í umsögn BSRB við fjárlagafrumvarpið segir að þrátt fyrir að í texta með frumvarpinu sé talað um að hækka barnabætur sjást engin töluleg merki þess, og ekki er lögð til breyting á lögum um tekjuskatt. Skerðingarmörk barnabóta eru áfram 325 þúsund krónur á mánuði, það er aðeins þeir sem hafa lægri laun en 325 þúsund krónur, fá óskertar barnabætur. Nú um áramótin hækka lægstu laun upp í 351 þúsund krónur. Það þýðir að ekki einu sinni þeir sem eru á lægstu launum í þjóðfélaginu fá óskertar barnabætur. Það er nú aldeilis hækkunin. Ráðherra nefnir að skerðing krónu á móti krónu hafi verið minnkuð í 65 aura gegn hverri krónu. Það er, öryrki sem nýtur einhverra atvinnutekna, fær þá heila 35 aura af hverri krónu sem hann vinnur sér inn. En forsætisráðherra er ánægð með árangurinn. Rétt er hér að minna á að öll viðmiðunarmörk í almannatryggingakerfinu, frítekjumörk og eignamörk, hafa verið óbreytt í 10 ár. Frítekjumörk sem eiga að tryggja að eitthvað af tekjum sem öryrkjar vinna sér inn sitji eftir, ættu að hafa tvöfaldast ef þau hefðu fylgt launaþróun. Afleiðingin er því í raun enn harðari skerðingar en voru þegar króna á móti krónu var komið á árið 2010. Forsætisráðherra er vart ánægð með þann árangur. Katrín minnist svo á félagslegan viðbótarstuðning við aldraða. Það segir sig svolítið sjálft að öryrkjar fá ekkert út úr því. En er þó í anda þess sem við höfum barist fyrir. En það fá ekki allir að njóta. Forsætisráðherra fjallar svo um heilbrigðiskerfið, lækkun kostnaðar, bæði í heilsugæslu og tannlækningum. Það ber vissulega að hrósa ríkisstjórninni fyrir aukna niðurgreiðslu tannlækninga og þak á kostnað í heilbrigðisþjónustu. Ljóst er að margir öryrkjar hafa dregið það verulega við sig að fara til tannlæknis. Það er líka ljóst að flestir öryrkjar, heilsu sinnar vegna, þurfa frekar og oftar á þjónusu heilbrigðiskerfisins að halda. Þess vegna kemur lækkun gjalda á sjúklinga þessum hópi vel. Á sama tíma hefur þó verið opnað á það að aukagjöld séu tekin af sjúklingum, líka öryrkjum, aukagjöld sem falla utan greiðsluþátttöku ríkisins. Hér er hægri höndin að gefa en sú vinstri að taka. Þó svo að sjúkraþjálfun sé undir greiðsluþátttökukerfinu eru engir samningar við sjúkraþjálfara í gildi og þá er ónefnt að niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu, sem var samþykkt með lögum í sumar, er ófjármögnuð og engar áætlanir í sjónmáli. Allt er þetta samt mylsna af kökunni. Ekkert hefur verið gert til að leiðrétta þann mikla mun sem orðinn er á örorkulífeyri og lægstu launum. Hann heldur áfram að aukast. Því lengur sem við bíðum með að leiðrétta þessa mismunun, því erfiðara verður verkefnið. Það sem verst er þó, að svo virðist sem forsætisráðherra trúi því statt og stöðugt að réttlæti hafi verið útdeilt. Að fátækt fólk sé ekki lengur að bíða. Höfundur er formaður Örykjabandalagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú um nokkurt skeið hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, talað mikið um þann árangur sem ríkisstjórn hennar hefur náð til að bæta kjör þeirra sem minnst hafa milli handanna. Katrín hefur komið sér upp gagnmerku ríkissvari, spurð um þennan árangur, og ekki síst, út í ummæli hennar frá því fyrir síðustu kosningar, að við eigum ekki að biðja fátækt fólk að bíða eftir réttlæti. En hefur ríkisstjórn hennar deilt út réttlæti eða kökumylsnu? Fyrir nokkrum dögum greip hún til þessa ríkissvars þegar Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði forsætisráðherra hvort hún væri sammála þeim orðum fjármálaráðherra að talsmenn öryrkja grafi undan getu okkar til að styðja við þá sem eru í mestri þörf, og hvort hún komi ekki með í þá vinnu að bretta upp ermar og draga úr skerðingum og tryggja að lífeyrir almannatrygginga fylgi þróun lægstu launa samkvæmt lífskjara samningi. Katrín þakkaði Loga fyrir að vekja athygli á kjörum þeirra sem höllustum fæti standa í samfélaginu, og sagðist enn standa við orð sín frá 2017, um að við eigum ekki að biðja fátækt fólk að bíða eftir réttlætinu, „enda hafa fjölmargar aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili endurspeglað nákvæmlega þessa áherslu“. Og svo hófst upptalningin. Katrínu talar gjarnan fyrst um lækkun tekjuskatts. Og þá að sú lækkun komi sér nú best fyrir þá lægst launuðu. Það er rétt, svo langt sem það nær. Því miður er lækkunin þannig að þegar tekjur fara niður fyrir 300 þúsund krónur, eru áhrif hennar nánast horfin. Fyrir öryrkja, sem fær fyrir skatt, 265 þúsund og einhverjar krónur, færir skattalækkunin honum 2.951 krónu í auknar ráðstöfunartekjur á mánuði. Þessar upphæðir eiga við nú eftir áramót, þegar skattalækkunin hefur komið að fullu til framkvæmda, og örorkulífeyrir hækkað um 3.6%. Til að setja þessa tölu í samhengi er rétt að benda á að nú um stundir auglýsir veitingastaður nokkur sérstakt tilboð, stór pizza og 2 lítrar af gosi á 2.900. Barnabætur hafa hækkað segir forsætisráðherra. Er það rétt? Stutta svarið er nei. Í fjárlögum ársins 2021 er sama upphæð ætluð til barnabóta og í ár. Í umsögn BSRB við fjárlagafrumvarpið segir að þrátt fyrir að í texta með frumvarpinu sé talað um að hækka barnabætur sjást engin töluleg merki þess, og ekki er lögð til breyting á lögum um tekjuskatt. Skerðingarmörk barnabóta eru áfram 325 þúsund krónur á mánuði, það er aðeins þeir sem hafa lægri laun en 325 þúsund krónur, fá óskertar barnabætur. Nú um áramótin hækka lægstu laun upp í 351 þúsund krónur. Það þýðir að ekki einu sinni þeir sem eru á lægstu launum í þjóðfélaginu fá óskertar barnabætur. Það er nú aldeilis hækkunin. Ráðherra nefnir að skerðing krónu á móti krónu hafi verið minnkuð í 65 aura gegn hverri krónu. Það er, öryrki sem nýtur einhverra atvinnutekna, fær þá heila 35 aura af hverri krónu sem hann vinnur sér inn. En forsætisráðherra er ánægð með árangurinn. Rétt er hér að minna á að öll viðmiðunarmörk í almannatryggingakerfinu, frítekjumörk og eignamörk, hafa verið óbreytt í 10 ár. Frítekjumörk sem eiga að tryggja að eitthvað af tekjum sem öryrkjar vinna sér inn sitji eftir, ættu að hafa tvöfaldast ef þau hefðu fylgt launaþróun. Afleiðingin er því í raun enn harðari skerðingar en voru þegar króna á móti krónu var komið á árið 2010. Forsætisráðherra er vart ánægð með þann árangur. Katrín minnist svo á félagslegan viðbótarstuðning við aldraða. Það segir sig svolítið sjálft að öryrkjar fá ekkert út úr því. En er þó í anda þess sem við höfum barist fyrir. En það fá ekki allir að njóta. Forsætisráðherra fjallar svo um heilbrigðiskerfið, lækkun kostnaðar, bæði í heilsugæslu og tannlækningum. Það ber vissulega að hrósa ríkisstjórninni fyrir aukna niðurgreiðslu tannlækninga og þak á kostnað í heilbrigðisþjónustu. Ljóst er að margir öryrkjar hafa dregið það verulega við sig að fara til tannlæknis. Það er líka ljóst að flestir öryrkjar, heilsu sinnar vegna, þurfa frekar og oftar á þjónusu heilbrigðiskerfisins að halda. Þess vegna kemur lækkun gjalda á sjúklinga þessum hópi vel. Á sama tíma hefur þó verið opnað á það að aukagjöld séu tekin af sjúklingum, líka öryrkjum, aukagjöld sem falla utan greiðsluþátttöku ríkisins. Hér er hægri höndin að gefa en sú vinstri að taka. Þó svo að sjúkraþjálfun sé undir greiðsluþátttökukerfinu eru engir samningar við sjúkraþjálfara í gildi og þá er ónefnt að niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu, sem var samþykkt með lögum í sumar, er ófjármögnuð og engar áætlanir í sjónmáli. Allt er þetta samt mylsna af kökunni. Ekkert hefur verið gert til að leiðrétta þann mikla mun sem orðinn er á örorkulífeyri og lægstu launum. Hann heldur áfram að aukast. Því lengur sem við bíðum með að leiðrétta þessa mismunun, því erfiðara verður verkefnið. Það sem verst er þó, að svo virðist sem forsætisráðherra trúi því statt og stöðugt að réttlæti hafi verið útdeilt. Að fátækt fólk sé ekki lengur að bíða. Höfundur er formaður Örykjabandalagsins.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun