Bjarki Már, Ómar Ingi og Viggó allir markahæstir en enginn vann leik | Löwen á toppnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2020 21:15 Viggó í baráttunni gegn Rhein-Neckar Löwen í vetur. Marco Wolf/Getty Images Alls voru þrír Íslendingar markahæstir hjá liðum sínum í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Enginn þeirra landaði þó sigri í kvöld. Bjarki Már Elísson og félagar í Lemgo töpuðu á heimavelli fyrir Balingen-Weilstetten, lokatölur 26-32. Viggó Kristjánsson, Elvar Ásgeirsson og liðsfélagar þeirra í Stuttgart heimsóttu Erlangen. Þar máttu þeir þola níu marka tap, lokatölur 34-25. Að lokum töpuðu þeir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson er Magdeburg lá gegn Ými Erni Gíslasyni og félögum í Rhein-Neckar Löwen, lokatölur 31-33. Bjarki Már var allt í öllu í liði Lemgo í kvöld er Balingen-Weilstetten kom í heimsókn. Bjarki virtist hins vegar einn á móti rest en hann fékk litla hjálp frá samherjum sínum. Lemgo var sex mörkum undir í hálfleik, staðan þá 10-16. Tókst þeim ekki að brúa bilið í síðari hálfleik og munurinn enn sex mörk er flautað var til leiksloka, lokatölur 26-32. Skoraði Oddur Gretarsson tvö mörk í liði Balingen í kvöld en þetta var þeirra fyrsti sigur á tímabilinu. Alls skoraði Bjarki tíu af 26 mörkum Lemgo í kvöld. Er liðið sem stendur í 7. sæti að loknum sjö leikjum. Leikur Magdeburg og Rhein-Neckar Löwen var nokkuð spennandi en gestirnir voru þó alltaf sterkari aðilinn. Voru þeir þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-18. Heimamenn náðu aðeins að klóra í bakkann en er leiknum lauk var munurinn þó enn tvö mörk, lokatölur 31-33 Löwen í vil. Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk í leiknum fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir eitt. Ýmir Örn komst ekki á blað hjá Löwen en hann nældi sér þó í gult spjald. Alexander Petersson var ekki í leikmannahóp Löwen í kvöld. Ýmir og Alexander eru sem fyrr á toppi deildarinnar. Á sama tíma er Magdeburg í 6. sæti og Stuttgart þar fyrir ofan. Viggó var allt í öllu að venju í sóknarleik Stuttgart en líkt og hjá Bjarka þá gekk samherjum hans ekkert að þenja netmöskvana er liðið mætti Erlangen á útivelli. Það er í síðari hálfleik en staðan í hálfleik var 16-16. Í þeim síðari gekk allt upp hjá Erlangen sem skoraði hvert markið á fætur öðru og fór það svo að Erlangen vann níu marka sigur, lokatölur 34-25. Viggó skoraði sex mörk í leiknum á meðan Elvar komst ekki á blað. Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira
Alls voru þrír Íslendingar markahæstir hjá liðum sínum í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Enginn þeirra landaði þó sigri í kvöld. Bjarki Már Elísson og félagar í Lemgo töpuðu á heimavelli fyrir Balingen-Weilstetten, lokatölur 26-32. Viggó Kristjánsson, Elvar Ásgeirsson og liðsfélagar þeirra í Stuttgart heimsóttu Erlangen. Þar máttu þeir þola níu marka tap, lokatölur 34-25. Að lokum töpuðu þeir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson er Magdeburg lá gegn Ými Erni Gíslasyni og félögum í Rhein-Neckar Löwen, lokatölur 31-33. Bjarki Már var allt í öllu í liði Lemgo í kvöld er Balingen-Weilstetten kom í heimsókn. Bjarki virtist hins vegar einn á móti rest en hann fékk litla hjálp frá samherjum sínum. Lemgo var sex mörkum undir í hálfleik, staðan þá 10-16. Tókst þeim ekki að brúa bilið í síðari hálfleik og munurinn enn sex mörk er flautað var til leiksloka, lokatölur 26-32. Skoraði Oddur Gretarsson tvö mörk í liði Balingen í kvöld en þetta var þeirra fyrsti sigur á tímabilinu. Alls skoraði Bjarki tíu af 26 mörkum Lemgo í kvöld. Er liðið sem stendur í 7. sæti að loknum sjö leikjum. Leikur Magdeburg og Rhein-Neckar Löwen var nokkuð spennandi en gestirnir voru þó alltaf sterkari aðilinn. Voru þeir þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-18. Heimamenn náðu aðeins að klóra í bakkann en er leiknum lauk var munurinn þó enn tvö mörk, lokatölur 31-33 Löwen í vil. Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk í leiknum fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir eitt. Ýmir Örn komst ekki á blað hjá Löwen en hann nældi sér þó í gult spjald. Alexander Petersson var ekki í leikmannahóp Löwen í kvöld. Ýmir og Alexander eru sem fyrr á toppi deildarinnar. Á sama tíma er Magdeburg í 6. sæti og Stuttgart þar fyrir ofan. Viggó var allt í öllu að venju í sóknarleik Stuttgart en líkt og hjá Bjarka þá gekk samherjum hans ekkert að þenja netmöskvana er liðið mætti Erlangen á útivelli. Það er í síðari hálfleik en staðan í hálfleik var 16-16. Í þeim síðari gekk allt upp hjá Erlangen sem skoraði hvert markið á fætur öðru og fór það svo að Erlangen vann níu marka sigur, lokatölur 34-25. Viggó skoraði sex mörk í leiknum á meðan Elvar komst ekki á blað.
Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira