Bjarki Már, Ómar Ingi og Viggó allir markahæstir en enginn vann leik | Löwen á toppnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2020 21:15 Viggó í baráttunni gegn Rhein-Neckar Löwen í vetur. Marco Wolf/Getty Images Alls voru þrír Íslendingar markahæstir hjá liðum sínum í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Enginn þeirra landaði þó sigri í kvöld. Bjarki Már Elísson og félagar í Lemgo töpuðu á heimavelli fyrir Balingen-Weilstetten, lokatölur 26-32. Viggó Kristjánsson, Elvar Ásgeirsson og liðsfélagar þeirra í Stuttgart heimsóttu Erlangen. Þar máttu þeir þola níu marka tap, lokatölur 34-25. Að lokum töpuðu þeir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson er Magdeburg lá gegn Ými Erni Gíslasyni og félögum í Rhein-Neckar Löwen, lokatölur 31-33. Bjarki Már var allt í öllu í liði Lemgo í kvöld er Balingen-Weilstetten kom í heimsókn. Bjarki virtist hins vegar einn á móti rest en hann fékk litla hjálp frá samherjum sínum. Lemgo var sex mörkum undir í hálfleik, staðan þá 10-16. Tókst þeim ekki að brúa bilið í síðari hálfleik og munurinn enn sex mörk er flautað var til leiksloka, lokatölur 26-32. Skoraði Oddur Gretarsson tvö mörk í liði Balingen í kvöld en þetta var þeirra fyrsti sigur á tímabilinu. Alls skoraði Bjarki tíu af 26 mörkum Lemgo í kvöld. Er liðið sem stendur í 7. sæti að loknum sjö leikjum. Leikur Magdeburg og Rhein-Neckar Löwen var nokkuð spennandi en gestirnir voru þó alltaf sterkari aðilinn. Voru þeir þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-18. Heimamenn náðu aðeins að klóra í bakkann en er leiknum lauk var munurinn þó enn tvö mörk, lokatölur 31-33 Löwen í vil. Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk í leiknum fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir eitt. Ýmir Örn komst ekki á blað hjá Löwen en hann nældi sér þó í gult spjald. Alexander Petersson var ekki í leikmannahóp Löwen í kvöld. Ýmir og Alexander eru sem fyrr á toppi deildarinnar. Á sama tíma er Magdeburg í 6. sæti og Stuttgart þar fyrir ofan. Viggó var allt í öllu að venju í sóknarleik Stuttgart en líkt og hjá Bjarka þá gekk samherjum hans ekkert að þenja netmöskvana er liðið mætti Erlangen á útivelli. Það er í síðari hálfleik en staðan í hálfleik var 16-16. Í þeim síðari gekk allt upp hjá Erlangen sem skoraði hvert markið á fætur öðru og fór það svo að Erlangen vann níu marka sigur, lokatölur 34-25. Viggó skoraði sex mörk í leiknum á meðan Elvar komst ekki á blað. Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Sjá meira
Alls voru þrír Íslendingar markahæstir hjá liðum sínum í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Enginn þeirra landaði þó sigri í kvöld. Bjarki Már Elísson og félagar í Lemgo töpuðu á heimavelli fyrir Balingen-Weilstetten, lokatölur 26-32. Viggó Kristjánsson, Elvar Ásgeirsson og liðsfélagar þeirra í Stuttgart heimsóttu Erlangen. Þar máttu þeir þola níu marka tap, lokatölur 34-25. Að lokum töpuðu þeir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson er Magdeburg lá gegn Ými Erni Gíslasyni og félögum í Rhein-Neckar Löwen, lokatölur 31-33. Bjarki Már var allt í öllu í liði Lemgo í kvöld er Balingen-Weilstetten kom í heimsókn. Bjarki virtist hins vegar einn á móti rest en hann fékk litla hjálp frá samherjum sínum. Lemgo var sex mörkum undir í hálfleik, staðan þá 10-16. Tókst þeim ekki að brúa bilið í síðari hálfleik og munurinn enn sex mörk er flautað var til leiksloka, lokatölur 26-32. Skoraði Oddur Gretarsson tvö mörk í liði Balingen í kvöld en þetta var þeirra fyrsti sigur á tímabilinu. Alls skoraði Bjarki tíu af 26 mörkum Lemgo í kvöld. Er liðið sem stendur í 7. sæti að loknum sjö leikjum. Leikur Magdeburg og Rhein-Neckar Löwen var nokkuð spennandi en gestirnir voru þó alltaf sterkari aðilinn. Voru þeir þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-18. Heimamenn náðu aðeins að klóra í bakkann en er leiknum lauk var munurinn þó enn tvö mörk, lokatölur 31-33 Löwen í vil. Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk í leiknum fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir eitt. Ýmir Örn komst ekki á blað hjá Löwen en hann nældi sér þó í gult spjald. Alexander Petersson var ekki í leikmannahóp Löwen í kvöld. Ýmir og Alexander eru sem fyrr á toppi deildarinnar. Á sama tíma er Magdeburg í 6. sæti og Stuttgart þar fyrir ofan. Viggó var allt í öllu að venju í sóknarleik Stuttgart en líkt og hjá Bjarka þá gekk samherjum hans ekkert að þenja netmöskvana er liðið mætti Erlangen á útivelli. Það er í síðari hálfleik en staðan í hálfleik var 16-16. Í þeim síðari gekk allt upp hjá Erlangen sem skoraði hvert markið á fætur öðru og fór það svo að Erlangen vann níu marka sigur, lokatölur 34-25. Viggó skoraði sex mörk í leiknum á meðan Elvar komst ekki á blað.
Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Sjá meira