Ákveðins misskilnings gæti í umræðunni um jólaprófin í HÍ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. nóvember 2020 15:34 Afar fá próf verða þreytt á staðnum í ár, samanborið við fyrri ár. Vísir/Vilhelm „Það gætir ákveðins misskilnings í þessu,“ segir Dr. Inga Þórsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, um fréttir af óánægju nemenda með þá ákvörðun skólayfirvalda að halda staðpróf í desember. Nemendur hafa bent á að nánast öll kennsla í haust hafi verið fjarkennsla og því skjóti skökku við að boða nemendur í fjölmenn próf fyrir jól. Í bréfi sem sent var á rektor, menntamálaráðherra og fjölmiðla í gær sagði m.a. að á heilbrigðisvísindasviði yrðu 64% prófa skrifleg, samanborið við 1% á hugvísindasviði og 5% á félagsvísindasviði. Inga segir hins vegar að eðli málsins samkvæmt hafi litlir fimm til sjö manna hópar nemenda sannarlega þurft að mæta í klínískan hluta síns náms. Þessir nemendur muni taka próf saman. Þá gæti ákveðins misskilnings hvað varðar umfang staðprófanna. „Veruleikinn er sá að á heilbrigðisvísindasviði eru þetta vissulega 25% prófa sem verða staðpróf í desember en það þýðir að 75% eru annað námsmat.“ Hún segir gríðarmikla vinnu liggja að baki undirbúningi námsmatsins; hjá kennurum, kennslustjórum og öðrum. Þannig liggi 60% matsins í öðrum þáttum, t.d. smærri verkefnum, og 15% í heimaprófum í desember. Dr. Inga Þórsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs.Háskóli Íslands Viðhafa allar varúðarráðstafanir Inga segir Covid-19 faraldurinn hafa leitt til nýjunga í kennsluaðferðum og námsmati en segir óhjákvæmilegt að halda ákveðin próf á staðnum. „Þetta er allt skoðað í samvinnu umsjónarkennara, deildarforseta, kennslusviðs HÍ og jafnvel fagaðila utan skólans. Og það er vegna þess að heilbrigðisvísindasvið verður að uppfylla gæði námsins. Nemendur verða í námsmatinu að standast þær kröfur sem við verðum að gera útfrá svokölluðum hæfismiðmiðum,“ útskýrir Inga. „Við höfum ákveðin viðmið og ábyrgð þegar kemur að nemendunum og getum ekki ábyrgst og tryggt öryggi skjólstæðinga okkar núverandi nemenda öðruvísi, þ.e. löggildingu heilbrigðisstarfsfólks; starfsréttindi þeirra og þjónustu.“ Inga segist ekki eiga von á öðru en að prófin muni ganga vel. Hún hafi aðeins fengið tvö kvörtuna- eða fyrirspurnabréf og hún muni svara þeim í dag. Þá segir hún ákveðin kost hversu fá próf annarra sviða verða staðpróf. „Við erum þakklát fyrir það því þá er meira pláss fyrir þá sem verða að taka próf í skólanum. Við munum reyna að tryggja að það verði ekki hópamyndun við inngöngu og útgöngu, að það séu tveir metrar á milli og svo verður hreinsað vel á milli nemendahópa. Það verða maskar til staðar en ef það eru tveir metrar á milli þarf ekki að nota þá allan tímann. Og það verður ákveðinn hámarksfjöldi í stofu og allt skipulagt útfrá fjölda nemenda.“ Skóla - og menntamál Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
„Það gætir ákveðins misskilnings í þessu,“ segir Dr. Inga Þórsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, um fréttir af óánægju nemenda með þá ákvörðun skólayfirvalda að halda staðpróf í desember. Nemendur hafa bent á að nánast öll kennsla í haust hafi verið fjarkennsla og því skjóti skökku við að boða nemendur í fjölmenn próf fyrir jól. Í bréfi sem sent var á rektor, menntamálaráðherra og fjölmiðla í gær sagði m.a. að á heilbrigðisvísindasviði yrðu 64% prófa skrifleg, samanborið við 1% á hugvísindasviði og 5% á félagsvísindasviði. Inga segir hins vegar að eðli málsins samkvæmt hafi litlir fimm til sjö manna hópar nemenda sannarlega þurft að mæta í klínískan hluta síns náms. Þessir nemendur muni taka próf saman. Þá gæti ákveðins misskilnings hvað varðar umfang staðprófanna. „Veruleikinn er sá að á heilbrigðisvísindasviði eru þetta vissulega 25% prófa sem verða staðpróf í desember en það þýðir að 75% eru annað námsmat.“ Hún segir gríðarmikla vinnu liggja að baki undirbúningi námsmatsins; hjá kennurum, kennslustjórum og öðrum. Þannig liggi 60% matsins í öðrum þáttum, t.d. smærri verkefnum, og 15% í heimaprófum í desember. Dr. Inga Þórsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs.Háskóli Íslands Viðhafa allar varúðarráðstafanir Inga segir Covid-19 faraldurinn hafa leitt til nýjunga í kennsluaðferðum og námsmati en segir óhjákvæmilegt að halda ákveðin próf á staðnum. „Þetta er allt skoðað í samvinnu umsjónarkennara, deildarforseta, kennslusviðs HÍ og jafnvel fagaðila utan skólans. Og það er vegna þess að heilbrigðisvísindasvið verður að uppfylla gæði námsins. Nemendur verða í námsmatinu að standast þær kröfur sem við verðum að gera útfrá svokölluðum hæfismiðmiðum,“ útskýrir Inga. „Við höfum ákveðin viðmið og ábyrgð þegar kemur að nemendunum og getum ekki ábyrgst og tryggt öryggi skjólstæðinga okkar núverandi nemenda öðruvísi, þ.e. löggildingu heilbrigðisstarfsfólks; starfsréttindi þeirra og þjónustu.“ Inga segist ekki eiga von á öðru en að prófin muni ganga vel. Hún hafi aðeins fengið tvö kvörtuna- eða fyrirspurnabréf og hún muni svara þeim í dag. Þá segir hún ákveðin kost hversu fá próf annarra sviða verða staðpróf. „Við erum þakklát fyrir það því þá er meira pláss fyrir þá sem verða að taka próf í skólanum. Við munum reyna að tryggja að það verði ekki hópamyndun við inngöngu og útgöngu, að það séu tveir metrar á milli og svo verður hreinsað vel á milli nemendahópa. Það verða maskar til staðar en ef það eru tveir metrar á milli þarf ekki að nota þá allan tímann. Og það verður ákveðinn hámarksfjöldi í stofu og allt skipulagt útfrá fjölda nemenda.“
Skóla - og menntamál Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira