Google Photos hættir að bjóða upp á ótakmarkað magn mynda ókeypis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 10:23 Google Photos er gríðarlega vinsælt myndaforrit um allan heim. Myndaforritið Google Photos mun hætta að bjóða viðskiptavinum sínum að hlaða upp ótakmörkuðu magni mynda ókeypis. Eins og nafnið gefur til kynna er forritið rekið af netrisanum Google en þegar fyrirtækið kynnti þessa þjónustu sína árið 2015 lofaði það ótakmörkuðu magni mynda og myndskeiða sem hægt yrði að hlaða upp ókeypis. Að því er fram kemur í frétt BBC mun Google nú takmarka gagnamagnið sem hægt er að fá frítt við fimmtán gígabæt fyrir hvern reikning á Google Photos, sem deilt er með vinsælum forritum fyrirtækisins á borð við Gmail og Google Drive. Hver sem vill geyma fleiri myndir en það mun þurfa að borga Google fyrir geymsluna. Breytingin tekur gildi 1. júní 2021. Myndir sem er hlaðið upp fyrir þann tíma munu ekki telja með í takmörkuðu gagnamagni á Google Photos heldur aðeins myndir sem hlaðið er upp eftir þann tíma. „Þegar við segjum minningar til æviloka þá meinum við það svo sannarlega,“ sagði í yfirlýsingu Google þegar Google Photos var hleypt af stokkunum árið 2015. Með fylgdi loforðið um ótakmarkað magn sem hægt yrði að hlaða upp ókeypis. Nú segir fyrirtækið hins vegar að sá gríðarlegi vöxtur sem verið hefur hjá Google Photos sé ekki sjálfbær. Nauðsynlegt sé að gera þessar breytingar til þess að mæta þörfum notenda Google Photos til lengri tíma. Google Ljósmyndun Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Myndaforritið Google Photos mun hætta að bjóða viðskiptavinum sínum að hlaða upp ótakmörkuðu magni mynda ókeypis. Eins og nafnið gefur til kynna er forritið rekið af netrisanum Google en þegar fyrirtækið kynnti þessa þjónustu sína árið 2015 lofaði það ótakmörkuðu magni mynda og myndskeiða sem hægt yrði að hlaða upp ókeypis. Að því er fram kemur í frétt BBC mun Google nú takmarka gagnamagnið sem hægt er að fá frítt við fimmtán gígabæt fyrir hvern reikning á Google Photos, sem deilt er með vinsælum forritum fyrirtækisins á borð við Gmail og Google Drive. Hver sem vill geyma fleiri myndir en það mun þurfa að borga Google fyrir geymsluna. Breytingin tekur gildi 1. júní 2021. Myndir sem er hlaðið upp fyrir þann tíma munu ekki telja með í takmörkuðu gagnamagni á Google Photos heldur aðeins myndir sem hlaðið er upp eftir þann tíma. „Þegar við segjum minningar til æviloka þá meinum við það svo sannarlega,“ sagði í yfirlýsingu Google þegar Google Photos var hleypt af stokkunum árið 2015. Með fylgdi loforðið um ótakmarkað magn sem hægt yrði að hlaða upp ókeypis. Nú segir fyrirtækið hins vegar að sá gríðarlegi vöxtur sem verið hefur hjá Google Photos sé ekki sjálfbær. Nauðsynlegt sé að gera þessar breytingar til þess að mæta þörfum notenda Google Photos til lengri tíma.
Google Ljósmyndun Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira