Golden State Warriors ætlar prófa alla áhorfendur og fylla 50 prósent sætanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2020 16:47 Stephen Curry verður vonandi heill á næsta tímabili en hann lék aðeins 5 af 65 leikjum Golden State Warriors á því siðasta. Getty/Jane Tyska Það verða áhorfendur á heimaleikjum Golden State Warriors þegar NBA tímabilið hefst á nýjan leik. Eigandinn er tilbúinn að eyða milljörðum í smitpróf. Sérfræðingar og aðrir eiga eftir að deila um það hvort það sé raunhæft að ná metnarfullum markmiðum eiganda Golden State Warriors á 2020-21 NBA-tímabilinu. Það eru samt margir spenntir fyrir því að sjá Golden State Warriors liðið í NBA-deildinni í körfubolta þegar tímabilið fer aftur af stað rétt fyrir jól. Golden State Warriors átti mjög erfitt síðasta tímabil þar sem liðið lék án stjörnuleikmanna sinna Klay Thompson og Stephen Curry. Klay missti af öllu tímabilinu og Steph lék aðeins fimm leiki. Warriors liðið vann aðeins 15 af 65 leikjum sínum eða 23 prósent og endðai í fimmta og síðasta sæti í Vesturdeildinni. Þetta var fyrsta tímablið hjá liðinu í glænýju Chase Center í miðbæ San Francisco en liðið flutti þangað frá Oakland fyrir síðasta tímabil. For eight months Warriors owner Joe Lacob has worked on a secret project, Operation Dub Nation: safely return fans amidst the pandemic. The team is prepared to spend $30 million to test 10,000 on game days with a rapid test that s 99 percent accurate. https://t.co/pHgZAkxfDn— Ramona Shelburne (@ramonashelburne) November 13, 2020 Forráðmenn Golden State Warriors hafa nú sett fram metnaðarfull plön um að vera með áhorfendur á heimaleikjum sínum þrátt fyrir kórónuveiruna. Stefnan er að fylla fimmtíu prósent af mögulegum sætum í höllinni. Joe Lacob sagði í viðtali við ESPN að Golden State Warriors ætli að eyða allt að 30 milljónum dollara, meira en fjórum milljörðum íslenskra króna, í að prófa hvern einasta áhorfanda á heimaleikjum liðsins. Eigandinn Joe Lacob trúir því að félagið gæti sýnt öðrum hvernig er hægt að gera hlutina í núverandi ástandi. „Ég vil ekki bara ná að gera þetta heldur vil ég líka sýna heiminum hvernig þetta er hægt. Ég er líka tilbúinn að eyða peningum í það,“ sagði Joe Lacob við ESPN. Joe Lacob ætti að þekkja vel til möguleikanna í boði því hann er með Masterspróf í lýðheilsu. „Það er ekki hægt að viðhalda þessari deild án áhorfenda. Það er hægt í eitt ár en við verðum áfram í þessari stöðu á næsta ári þá erum við að tala um verulegt fjárhagstjón fyrir fullt af fólki,“ sagði Lacob. NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Það verða áhorfendur á heimaleikjum Golden State Warriors þegar NBA tímabilið hefst á nýjan leik. Eigandinn er tilbúinn að eyða milljörðum í smitpróf. Sérfræðingar og aðrir eiga eftir að deila um það hvort það sé raunhæft að ná metnarfullum markmiðum eiganda Golden State Warriors á 2020-21 NBA-tímabilinu. Það eru samt margir spenntir fyrir því að sjá Golden State Warriors liðið í NBA-deildinni í körfubolta þegar tímabilið fer aftur af stað rétt fyrir jól. Golden State Warriors átti mjög erfitt síðasta tímabil þar sem liðið lék án stjörnuleikmanna sinna Klay Thompson og Stephen Curry. Klay missti af öllu tímabilinu og Steph lék aðeins fimm leiki. Warriors liðið vann aðeins 15 af 65 leikjum sínum eða 23 prósent og endðai í fimmta og síðasta sæti í Vesturdeildinni. Þetta var fyrsta tímablið hjá liðinu í glænýju Chase Center í miðbæ San Francisco en liðið flutti þangað frá Oakland fyrir síðasta tímabil. For eight months Warriors owner Joe Lacob has worked on a secret project, Operation Dub Nation: safely return fans amidst the pandemic. The team is prepared to spend $30 million to test 10,000 on game days with a rapid test that s 99 percent accurate. https://t.co/pHgZAkxfDn— Ramona Shelburne (@ramonashelburne) November 13, 2020 Forráðmenn Golden State Warriors hafa nú sett fram metnaðarfull plön um að vera með áhorfendur á heimaleikjum sínum þrátt fyrir kórónuveiruna. Stefnan er að fylla fimmtíu prósent af mögulegum sætum í höllinni. Joe Lacob sagði í viðtali við ESPN að Golden State Warriors ætli að eyða allt að 30 milljónum dollara, meira en fjórum milljörðum íslenskra króna, í að prófa hvern einasta áhorfanda á heimaleikjum liðsins. Eigandinn Joe Lacob trúir því að félagið gæti sýnt öðrum hvernig er hægt að gera hlutina í núverandi ástandi. „Ég vil ekki bara ná að gera þetta heldur vil ég líka sýna heiminum hvernig þetta er hægt. Ég er líka tilbúinn að eyða peningum í það,“ sagði Joe Lacob við ESPN. Joe Lacob ætti að þekkja vel til möguleikanna í boði því hann er með Masterspróf í lýðheilsu. „Það er ekki hægt að viðhalda þessari deild án áhorfenda. Það er hægt í eitt ár en við verðum áfram í þessari stöðu á næsta ári þá erum við að tala um verulegt fjárhagstjón fyrir fullt af fólki,“ sagði Lacob.
NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira