Hugleiðingar formanns á Alþjóðadegi sykursýki Leifur Gunnarsson skrifar 14. nóvember 2020 07:00 14. nóvember er alþjóðadagur sykursýki. Sykursýki er í dag gjarnan skipt upp í týpu 1 og 2. Til eru nokkrar aðrar tegundir af sykursýki en týpa 2 er algengust um allan heim. Einkenni allra tegunda sykursýki eru hækkun á blóðsykursgildum ef meðferð er ekki hafin, orsakir eru ólíkar eftir týpum og jafnvel óþekktar enn þann dag í dag. Á hverju ári greinast u.þ.b. 20 börn og ungmenni á Íslandi með sykursýki af týpu 1 (hér eftir t1). Það að greinast með sykursýki t1 þýðir undantekningarlaust að viðkomandi verður á insúlínmeðferð það sem eftir er ævinnar. Þrátt fyrir þessa stóru áskorun eru þessir aðilar í flestum tilvikum alls ekkert veikir, síður en svo. T1 einstaklingar hugsa upp til hópa betur um heilsuna en margir aðrir og í sjálfu sér er ekkert sem fólk með sykursýki getur ekki gert og sinnt. Nú sinnir undirritaður formennsku í Dropanum - styrktarfélagi barna með sykursýki og hefur gert í sjálfboðavinnu í nokkur ár. Félagið er hvorki stórt né fjársterkt félag en sinnir engu að síður tveimur gríðarlega mikilvægum hlutverkum; að skapa tengslanet foreldra t1 barna um allt land og fjármagna sumarbúðir fyrir börn og unglinga með sykursýki. Foreldrar senda börnin sín í sumarbúðir af mörgum ástæðum, en sumarbúðir Dropans hafa eitt megin markmið sem engar aðrar sumarbúðir á Íslandi hafa; að efla sjálfstæði og öryggi í meðhöndlun á sjúkdómi. Það er nefnilega hörku vinna að meðhöndla sykursýki og meðhöndlunin fer að lang stærstum hluta fram heima og í skóla án afskipta heilbrigðisstarfsfólks. Taka þarf ákvarðanir um skammtastærðir af insúlíni í samræmi við kolvetni á matardisknum og enginn matardiskur er staðlaður. Þó svo að afleiðingar þess að sinna þessu verkefni illa geti haft alvarlegar fylgikvilla og að þau séu alfarið háð sjúkratryggingakerfinu og niðurgreiðslu lyfja, er mikilvægt fyrir sjálfsmynd barna og unglinga með t1 að líta ekki á sig sem sjúklinga. Á mismunandi miðlum birtast upplýsingar um slæmar afleiðingar sykursýki, hvort heldur sem er týpu 1 eða 2 og neikvæðar hliðar sjúkdómsins dregnar fram. Sykursýki er alvarleg en eins og nefnt var hér á undan getur góð blóðsykurstjórnun komið í veg fyrir fylgikvilla. Í tilefni dagsins er fólk hvatt til að láta athuga blóðsykurinn og skima þá helst fyrir t2. Mér þykir mikilvægt að nýta tækifærið á þessum degi til að gefa öllum þeim sem sinna meðhöndlun hvort sem það er sykursýki týpa 1 eða 2 hrós fyrir vel unnin störf. Nú hefur ekki viðrað vel til fjáröflunar síðastliðna mánuði og því setti Dropinn af stað símasöfnun til að safna fjármagni fyrir sumarbúðunum okkar. Bið ég alla sem fá símtal frá okkur að taka vel á móti og tryggja þar með að við getum áfram boðið börnum í sumarbúðir og veitt foreldrum stuðning, óháð fjárhag og búsetu. Höfundur er formaður Dropans - styrktarfélags barna með sykursýki tónlistarmaður og foreldri drengs með t1. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Sjá meira
14. nóvember er alþjóðadagur sykursýki. Sykursýki er í dag gjarnan skipt upp í týpu 1 og 2. Til eru nokkrar aðrar tegundir af sykursýki en týpa 2 er algengust um allan heim. Einkenni allra tegunda sykursýki eru hækkun á blóðsykursgildum ef meðferð er ekki hafin, orsakir eru ólíkar eftir týpum og jafnvel óþekktar enn þann dag í dag. Á hverju ári greinast u.þ.b. 20 börn og ungmenni á Íslandi með sykursýki af týpu 1 (hér eftir t1). Það að greinast með sykursýki t1 þýðir undantekningarlaust að viðkomandi verður á insúlínmeðferð það sem eftir er ævinnar. Þrátt fyrir þessa stóru áskorun eru þessir aðilar í flestum tilvikum alls ekkert veikir, síður en svo. T1 einstaklingar hugsa upp til hópa betur um heilsuna en margir aðrir og í sjálfu sér er ekkert sem fólk með sykursýki getur ekki gert og sinnt. Nú sinnir undirritaður formennsku í Dropanum - styrktarfélagi barna með sykursýki og hefur gert í sjálfboðavinnu í nokkur ár. Félagið er hvorki stórt né fjársterkt félag en sinnir engu að síður tveimur gríðarlega mikilvægum hlutverkum; að skapa tengslanet foreldra t1 barna um allt land og fjármagna sumarbúðir fyrir börn og unglinga með sykursýki. Foreldrar senda börnin sín í sumarbúðir af mörgum ástæðum, en sumarbúðir Dropans hafa eitt megin markmið sem engar aðrar sumarbúðir á Íslandi hafa; að efla sjálfstæði og öryggi í meðhöndlun á sjúkdómi. Það er nefnilega hörku vinna að meðhöndla sykursýki og meðhöndlunin fer að lang stærstum hluta fram heima og í skóla án afskipta heilbrigðisstarfsfólks. Taka þarf ákvarðanir um skammtastærðir af insúlíni í samræmi við kolvetni á matardisknum og enginn matardiskur er staðlaður. Þó svo að afleiðingar þess að sinna þessu verkefni illa geti haft alvarlegar fylgikvilla og að þau séu alfarið háð sjúkratryggingakerfinu og niðurgreiðslu lyfja, er mikilvægt fyrir sjálfsmynd barna og unglinga með t1 að líta ekki á sig sem sjúklinga. Á mismunandi miðlum birtast upplýsingar um slæmar afleiðingar sykursýki, hvort heldur sem er týpu 1 eða 2 og neikvæðar hliðar sjúkdómsins dregnar fram. Sykursýki er alvarleg en eins og nefnt var hér á undan getur góð blóðsykurstjórnun komið í veg fyrir fylgikvilla. Í tilefni dagsins er fólk hvatt til að láta athuga blóðsykurinn og skima þá helst fyrir t2. Mér þykir mikilvægt að nýta tækifærið á þessum degi til að gefa öllum þeim sem sinna meðhöndlun hvort sem það er sykursýki týpa 1 eða 2 hrós fyrir vel unnin störf. Nú hefur ekki viðrað vel til fjáröflunar síðastliðna mánuði og því setti Dropinn af stað símasöfnun til að safna fjármagni fyrir sumarbúðunum okkar. Bið ég alla sem fá símtal frá okkur að taka vel á móti og tryggja þar með að við getum áfram boðið börnum í sumarbúðir og veitt foreldrum stuðning, óháð fjárhag og búsetu. Höfundur er formaður Dropans - styrktarfélags barna með sykursýki tónlistarmaður og foreldri drengs með t1.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun