Ferðaþjónustan og fólkið til framtíðar María Guðmundsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 17:29 Í kjölfar gríðarlegra áfalla í ferðaþjónustu undanfarið, einkum og sérílagi vegna Covid-19 faraldursins er ljóst að þorri starfsfólks í ferðaþjónustu stendur frammi fyrir atvinnumissi. Mikilvægt er að þessi hópur nýti tímann til að styrkja sig á vinnumarkaði enda hefur sí- og endurmenntun sjaldan verið mikilvægari. Þegar fram líða stundir og viðspyrna hefst í greininni þarf hún á öflugu og vel þjálfuðu starfsfólki að halda, ekki síst til að koma til móts við auknar kröfur og væntingar viðskiptavina. Það er meginforsenda þess að þessi mikilvæga atvinnugrein nái að þroskast og blómstra á ný. Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) láta sig mennta- og fræðslumál miklu varða og hafa á undanförnum árum lagt áherslu á hvatningu, samstarf og nýsköpun á þessu sviði. Þegar litið er yfir farinn veg má sjá að ýmislegt hefur áunnist. Ferðaþjónustan er orðin heilsárs atvinnugrein þar sem góð þjálfun og menntun starfsfólks hefur hlotið aukið vægi. Enda hefur það sýnt sig að markviss fræðsla eykur samkeppnishæfni fyrirtækis. Fjöldi fyrirtækja hefur af þeim sökum fjárfest í aukinni fræðslu og menntun starfsfólks síns sem gerir það að verkum að margt framlínustarfsfólk í greininni býr yfir góðri þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum sem sífellt meiri krafa er gerð um í nútímasamfélagi. Auk þess er starfsfólkið með ýmiss konar sérhæfingu og víðtækt tengslanet. Slæmt væri að missa þá miklu reynslu og þekkingu sem býr í mannauðnum, en þekkingarleki í greininni gæti reynst þessari öflugu atvinnugrein dýrkeyptur. Í endurreisninni er mikilvægt að ungt fólk sjái möguleika á starfsframa innan þessarar víðfeðmu og fjölbreyttu atvinnugreinar þar sem fjöldi starfa í raun býðst. Innviðirnir skipta miklu máli, ekki einungis fjárfesting í fastafjármunum heldur verði fjárfest áfram í starfsfólki til að veita framúrskarandi þjónustu í þeirri hörðu samkeppni um ferðamanninn sem mun skapast þegar fram líða stundir. Ferðaþjónusta er fyrst og fremst þjónustugrein og því skiptir meginmáli að starfsfólk sé vel í stakk búið til að takast á við framtíðina. Stuðningur stjórnenda og markviss fræðsluáætlun gegnir lykilhlutverki í því að tryggja árangurinn af fræðslunni. Ýmis úrræði standa ferðaþjónustufyrirtækjum til að boða í fræðslumálum í dag en þörfin fyrir sveigjanleika í námi hefur aukist verulega með tilkomu Covid-19. Á heimasíðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, hæfni.is, má finna fjölbreytt verkfæri fyrir stjórnendur sem vilja koma á fræðslu og fræðsluefni sem hefur verið þýtt á ensku og pólsku. Þá bjóða flestir fræðsluaðilar upp á stafræna fræðslu og er starfsfólki þannig gert kleift að læra hvar og hvenær sem er. Hægt er að sækja um styrki til fræðslu starfsfólks á sameiginlegri vefgátt starfsmenntasjóðanna, attin.is. Nýtum tímann til að vanda til verka og hugleiða hvernig við viljum sjá greinina þróast til næstu 10 ára með sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. Þá ætti framtíð íslenskrar ferðaþjónustu að vera björt og Ísland áfram eftirsóttur áfangastaður, jafnvel eftirsóttari en nokkru sinni fyrr vegna víðáttu landsins og náttúrufegurðar. Höfundur er fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og formaður Hæfniseturs ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar gríðarlegra áfalla í ferðaþjónustu undanfarið, einkum og sérílagi vegna Covid-19 faraldursins er ljóst að þorri starfsfólks í ferðaþjónustu stendur frammi fyrir atvinnumissi. Mikilvægt er að þessi hópur nýti tímann til að styrkja sig á vinnumarkaði enda hefur sí- og endurmenntun sjaldan verið mikilvægari. Þegar fram líða stundir og viðspyrna hefst í greininni þarf hún á öflugu og vel þjálfuðu starfsfólki að halda, ekki síst til að koma til móts við auknar kröfur og væntingar viðskiptavina. Það er meginforsenda þess að þessi mikilvæga atvinnugrein nái að þroskast og blómstra á ný. Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) láta sig mennta- og fræðslumál miklu varða og hafa á undanförnum árum lagt áherslu á hvatningu, samstarf og nýsköpun á þessu sviði. Þegar litið er yfir farinn veg má sjá að ýmislegt hefur áunnist. Ferðaþjónustan er orðin heilsárs atvinnugrein þar sem góð þjálfun og menntun starfsfólks hefur hlotið aukið vægi. Enda hefur það sýnt sig að markviss fræðsla eykur samkeppnishæfni fyrirtækis. Fjöldi fyrirtækja hefur af þeim sökum fjárfest í aukinni fræðslu og menntun starfsfólks síns sem gerir það að verkum að margt framlínustarfsfólk í greininni býr yfir góðri þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum sem sífellt meiri krafa er gerð um í nútímasamfélagi. Auk þess er starfsfólkið með ýmiss konar sérhæfingu og víðtækt tengslanet. Slæmt væri að missa þá miklu reynslu og þekkingu sem býr í mannauðnum, en þekkingarleki í greininni gæti reynst þessari öflugu atvinnugrein dýrkeyptur. Í endurreisninni er mikilvægt að ungt fólk sjái möguleika á starfsframa innan þessarar víðfeðmu og fjölbreyttu atvinnugreinar þar sem fjöldi starfa í raun býðst. Innviðirnir skipta miklu máli, ekki einungis fjárfesting í fastafjármunum heldur verði fjárfest áfram í starfsfólki til að veita framúrskarandi þjónustu í þeirri hörðu samkeppni um ferðamanninn sem mun skapast þegar fram líða stundir. Ferðaþjónusta er fyrst og fremst þjónustugrein og því skiptir meginmáli að starfsfólk sé vel í stakk búið til að takast á við framtíðina. Stuðningur stjórnenda og markviss fræðsluáætlun gegnir lykilhlutverki í því að tryggja árangurinn af fræðslunni. Ýmis úrræði standa ferðaþjónustufyrirtækjum til að boða í fræðslumálum í dag en þörfin fyrir sveigjanleika í námi hefur aukist verulega með tilkomu Covid-19. Á heimasíðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, hæfni.is, má finna fjölbreytt verkfæri fyrir stjórnendur sem vilja koma á fræðslu og fræðsluefni sem hefur verið þýtt á ensku og pólsku. Þá bjóða flestir fræðsluaðilar upp á stafræna fræðslu og er starfsfólki þannig gert kleift að læra hvar og hvenær sem er. Hægt er að sækja um styrki til fræðslu starfsfólks á sameiginlegri vefgátt starfsmenntasjóðanna, attin.is. Nýtum tímann til að vanda til verka og hugleiða hvernig við viljum sjá greinina þróast til næstu 10 ára með sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. Þá ætti framtíð íslenskrar ferðaþjónustu að vera björt og Ísland áfram eftirsóttur áfangastaður, jafnvel eftirsóttari en nokkru sinni fyrr vegna víðáttu landsins og náttúrufegurðar. Höfundur er fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og formaður Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun