Góðkunningi íslenska landsliðsins frá Eurobasket er á leið til LA Lakers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 16:00 Dennis Schröder í leiknum á móti Íslandi á Eurobasket í Berlín haustið 2015. EPA/LUKAS SCHULZE NBA-meistarar Los Angeles Lakers eru byrjaðir að setja saman lið fyrir titilvörnina sína og þeir hafa samkvæmt bandarískum fjölmiðlum sótt sér þýskan bakvörð. Los Angeles Lakers hefur samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum samið um leikmannaskipti við Oklahoma City Thunder en meistararnir fá þá þýska bakvörðinn Dennis Schröder í skiptum fyrir 28. valrétt í nýliðavalinu á miðvikudagskvöldið. Dennis Schröder er 27 ára gamall og hefur verið eftirsóttur af liðum sem sóttust eftir skiptum við Oklahoma City Thunder. ESPN story on the Lakers acquiring guard Dennis Schroder in a deal with Oklahoma City: https://t.co/VlF4LYi3Mh— Adrian Wojnarowski (@wojespn) November 15, 2020 Lakers mun væntanlega missa bakverðina Rajon Rondo og Avery Bradley sem eru með lausa samninga og Lakers lagði því kapp á það að fá Schröder. Schröder á eitt ár eftir af samningi sínum og lokaárið gefur honum 15,5 milljónir dollara í aðra hönd eða meira en 2,1 milljarð íslenskra króna. Schröder átti mjög gott tímabil með Oklahoma City Thunder liðinu en hann var með 18,9 stig og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Lakers and Thunder won't be able to formalize the framework of deal until NBA's transaction moratorium is lifted on Monday. https://t.co/ZdS2WMvCM8— Shams Charania (@ShamsCharania) November 15, 2020 Hann byrjaði NBA feril sinn í litlu hlutverki hjá Atlanta Hawks árið 2013 en hækkaði meðalskor sitt síðan á fjórum tímabilum í röð þar til að hann skoraði 19,4 stig og gaf 6,2 stoðsendingar að meðaltali í leik 2017-18 tímabilið. Það muna eflaust margir eftir Dennis Schröder frá Eurobasket árið 2015 þegar hann lék með þýska landsliðinu á móti því íslenska í fyrsta leik Íslands á stórmóti í körfubolta. Dennis Schröder var stigahæstur í þýska landsliðinu ásamt Dirk Nowitzki með 15 stig í leiknum og það var líka gaman að fylgjast með einvígi hans og Harðar Axels Vilhjálmssonar í leiknum. NBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
NBA-meistarar Los Angeles Lakers eru byrjaðir að setja saman lið fyrir titilvörnina sína og þeir hafa samkvæmt bandarískum fjölmiðlum sótt sér þýskan bakvörð. Los Angeles Lakers hefur samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum samið um leikmannaskipti við Oklahoma City Thunder en meistararnir fá þá þýska bakvörðinn Dennis Schröder í skiptum fyrir 28. valrétt í nýliðavalinu á miðvikudagskvöldið. Dennis Schröder er 27 ára gamall og hefur verið eftirsóttur af liðum sem sóttust eftir skiptum við Oklahoma City Thunder. ESPN story on the Lakers acquiring guard Dennis Schroder in a deal with Oklahoma City: https://t.co/VlF4LYi3Mh— Adrian Wojnarowski (@wojespn) November 15, 2020 Lakers mun væntanlega missa bakverðina Rajon Rondo og Avery Bradley sem eru með lausa samninga og Lakers lagði því kapp á það að fá Schröder. Schröder á eitt ár eftir af samningi sínum og lokaárið gefur honum 15,5 milljónir dollara í aðra hönd eða meira en 2,1 milljarð íslenskra króna. Schröder átti mjög gott tímabil með Oklahoma City Thunder liðinu en hann var með 18,9 stig og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Lakers and Thunder won't be able to formalize the framework of deal until NBA's transaction moratorium is lifted on Monday. https://t.co/ZdS2WMvCM8— Shams Charania (@ShamsCharania) November 15, 2020 Hann byrjaði NBA feril sinn í litlu hlutverki hjá Atlanta Hawks árið 2013 en hækkaði meðalskor sitt síðan á fjórum tímabilum í röð þar til að hann skoraði 19,4 stig og gaf 6,2 stoðsendingar að meðaltali í leik 2017-18 tímabilið. Það muna eflaust margir eftir Dennis Schröder frá Eurobasket árið 2015 þegar hann lék með þýska landsliðinu á móti því íslenska í fyrsta leik Íslands á stórmóti í körfubolta. Dennis Schröder var stigahæstur í þýska landsliðinu ásamt Dirk Nowitzki með 15 stig í leiknum og það var líka gaman að fylgjast með einvígi hans og Harðar Axels Vilhjálmssonar í leiknum.
NBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira