„Veit ekki hver tilgangur þessa dómstóls er ef að stjórnin er hafin yfir leikreglur“ Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2020 12:49 KR-ingar áttu fína möguleika á að ná Evrópusæti í gegnum Pepsi Max-deildina eða Mjólkurbikarinn, þegar mótahaldi var hætt vegna ákvörðunar KSÍ. vísir/bára KR-ingar hafa ekki gefist upp í baráttu sinni fyrir því að keppni á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni í fótbolta verði kláruð. Framarar eru að meta sína stöðu með lögfræðingi. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vísaði í dag frá kæru KR og Fram á hendur stjórn KSÍ, á þeim forsendum að ekki væri heimild til að kæra KSÍ til nefndarinnar. Félögin hafa þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum til áfrýjunardómstóls KSÍ. KR-ingar kröfðust þess að ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október um að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppnum yrði felld úr gildi. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir KR, fjárhagslegir og íþróttalegir, en standi ákvörðun stjórnar KSÍ er öruggt að karlalið KR fer ekki í Evrópukeppni á næsta ári og kvennaliðið fellur. Fram var í baráttu við Leikni R. um að komast upp í úrvalsdeild þegar mótið var blásið af, og kærði þá ákvörðun að Leiknir færi upp um deild. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, sagði við Vísi að ljóst væri að KR myndi áfrýja niðurstöðunni. Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, sagði við Vísi að málið væri til skoðunar hjá félaginu. „Við munum fara með þetta mál lengra“ „Við eigum eftir að átta okkur á því í hvaða farveg sé réttast að setja þetta mál en við munum fara með þetta mál lengra, það er ekki spurning. Væntanlega fer það fyrir áfrýjunardómstól KSÍ, alla vega fyrst. Við munum í það minnsta leita okkar réttar gagnvart sambandinu,“ sagði Páll við Vísi. Aðspurður hvort ekki væri hætt við því að áfrýjunardómstóll KSÍ tæki sama pól í hæðina og aga- og úrskurðarnefnd svaraði Páll: „Ef dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að það sé ekki hægt að endurskoða ákvarðanir stjórnar þá er mér verulega brugðið. Ég tel að þessi niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar sé ekki rétt, og að málið eigi að minnsta kosti að fá efnislega umfjöllun. Ekki að málinu sé bara vísað frá af því að það sé ekki hægt að bera ákvörðun stjórnar undir dómstól. Ég veit ekki hver tilgangur þessa dómstóls er ef að stjórnin er hafin yfir leikreglur,“ sagði Páll. Páll sagði ljóst að ef til þess kæmi væri einnig hægt að fara með málið til áfrýjunardómstóls ÍSÍ, alþjóða íþróttadómstólsins eða fyrir íslenska dómstóla: „Við munum skoða alla okkar möguleika.“ KSÍ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Fram KR Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Sjá meira
KR-ingar hafa ekki gefist upp í baráttu sinni fyrir því að keppni á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni í fótbolta verði kláruð. Framarar eru að meta sína stöðu með lögfræðingi. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vísaði í dag frá kæru KR og Fram á hendur stjórn KSÍ, á þeim forsendum að ekki væri heimild til að kæra KSÍ til nefndarinnar. Félögin hafa þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum til áfrýjunardómstóls KSÍ. KR-ingar kröfðust þess að ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október um að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppnum yrði felld úr gildi. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir KR, fjárhagslegir og íþróttalegir, en standi ákvörðun stjórnar KSÍ er öruggt að karlalið KR fer ekki í Evrópukeppni á næsta ári og kvennaliðið fellur. Fram var í baráttu við Leikni R. um að komast upp í úrvalsdeild þegar mótið var blásið af, og kærði þá ákvörðun að Leiknir færi upp um deild. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, sagði við Vísi að ljóst væri að KR myndi áfrýja niðurstöðunni. Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, sagði við Vísi að málið væri til skoðunar hjá félaginu. „Við munum fara með þetta mál lengra“ „Við eigum eftir að átta okkur á því í hvaða farveg sé réttast að setja þetta mál en við munum fara með þetta mál lengra, það er ekki spurning. Væntanlega fer það fyrir áfrýjunardómstól KSÍ, alla vega fyrst. Við munum í það minnsta leita okkar réttar gagnvart sambandinu,“ sagði Páll við Vísi. Aðspurður hvort ekki væri hætt við því að áfrýjunardómstóll KSÍ tæki sama pól í hæðina og aga- og úrskurðarnefnd svaraði Páll: „Ef dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að það sé ekki hægt að endurskoða ákvarðanir stjórnar þá er mér verulega brugðið. Ég tel að þessi niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar sé ekki rétt, og að málið eigi að minnsta kosti að fá efnislega umfjöllun. Ekki að málinu sé bara vísað frá af því að það sé ekki hægt að bera ákvörðun stjórnar undir dómstól. Ég veit ekki hver tilgangur þessa dómstóls er ef að stjórnin er hafin yfir leikreglur,“ sagði Páll. Páll sagði ljóst að ef til þess kæmi væri einnig hægt að fara með málið til áfrýjunardómstóls ÍSÍ, alþjóða íþróttadómstólsins eða fyrir íslenska dómstóla: „Við munum skoða alla okkar möguleika.“
KSÍ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Fram KR Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti