Leghálskrabbamein heyri sögunni til (með gjaldfrjálsri skimun) Ágúst Ingi Ágústsson og Halla Þorvaldsdóttir skrifa 17. nóvember 2020 15:01 Í dag, þann 17. nóvember 2020 hefst átak WHO, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, til þess að útrýma leghálskrabbameini. Átakið markar tímamót því þetta er í fyrsta sinn sem sett er það markmið að útrýma ákveðinni tegund krabbameins alls staðar í heiminum og var samþykkt á World Health Assembly í ágúst sl. Markmið WHO er vissulega háleitt en góðu fréttirnar eru ekki langt undan; þetta markmið er nefnilega raunhæft og mun hafa stórkostlega þýðingu fyrir heilsu kvenna um allan heim. Einn besti árangurinn á Íslandi Á Íslandi búum við svo vel að vera í fremstu röð á heimsvísu þegar kemur að árangri skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. Dánartíðni á Íslandi er 2 dauðsföll á ári, á hverjar 100.000 konur, sem er sambærilegt við það besta í Evrópu og Norður-Ameríku. Nýgengi á Íslandi eru nú 9,3 tilfelli á hverjar 100.000 konur, sem er ögn lægra hlutfall en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þessi árangur hefur náðst með samstilltu átaki um skimun fyrir leghálskrabbameini hjá konum en Krabbameinsskráin áætlar að skimun Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands hafi komið í veg fyrir um 500 dauðsföll af völdum leghálskrabbameins frá því skimun hófst árið 1964. Skipulögð bólusetning 12 ára stúlkna fyrir HPV-veirum, sem valda leghálskrabbameini, hófst á Íslandi árið 2011 og mun draga enn frekar úr nýgengi leghálskrabbameins. Á sumum Norðurlöndunum eru drengir einnig bólusettir fyrir HPV-veirum, svo er ekki hér á landi. Gjaldfrjáls skimun skiptir máli Það er staðreynd að þátttaka kvenna í skimunum fyrir leghálskrabbameinum hefur lækkað nokkuð hér á landi allt frá upphafi. Breyting varð á því, frá og með seinni hluta árs 2018 þegar Krabbameinsfélagið greip til sérstakra aðgerða til að auka þátttöku kvenna. Sú aukning hefur viðhaldist, ef frá eru talin áhrif af Covid-19. Komum 23 – 65 ára kvenna í skimun fyrir leghálskrabbameini fjölgaði um 15% milli áranna 2018 og 2019. Afar mikilvægt er að tryggja jafnt aðgengi kvenna að skimun fyrir leghálskrabbameinum. Á Norðurlöndunum, að Íslandi og Noregi undanskildum, er skimun gjaldfrjáls, einmitt til að tryggja að allar konur geti nýtt sér skimunina, óháð efnahag. Krabbameinsfélagið ákvað að gera könnun á því hvort gjaldfrjáls skimun skipti máli, á árinu 2019 og bauð 23 ára konum gjaldfrjálsa skimun. Árangurinn var augljós. Komum þeirra fjölgaði um 36% milli áranna 2018 og 2019. Vegna þess hve árangurinn var mikill ákvað félagið að endurtaka leikinn árið 2020. Það var mögulegt fyrir tilstilli erfðagjafar frá innanhússarkitektinum Láru Vigfúsdóttur frá Vestmannaeyjum. Ástæða er til að staldra við og þakka innilega fyrir gjöfina, sem hefur heldur betur skilað sér beint til ungra kvenna í landinu. Könnun sem gerð var meðal þessara kvenna leiddi í ljós að 95% þeirra sögðu ókeypis skimun hafa hvatt þær sérstaklega til að mæta og 27% sögðust ekki hefðu nýtt sér boð um skimun nema af því að hún var ókeypis. Af þessu má draga þá ályktun að gjaldtaka fyrir skimun dregur verulega úr þátttöku, í það minnsta hjá yngsta hópnum. Enginn vafi leikur á að áframhaldandi skimun og HPV-bólusetning skiptir sköpum varðandi það að útrýma leghálskrabbameini. Tilraun Krabbameinsfélagsins undirstrikar mikilvægi þess að skimunin sé gjaldfrjáls. Skimun fyrir leghálskrabbameini færist til heilsugæslunnar um áramót. Forsvarsfólk hennar hafa lýst yfir að líklega verði hægt að hafa skimunina gjaldfrjálsa fyrir alla, verði fjárveitingar Alþingis til verkefnisins eins og hingað til. Það er í samræmi við tillögur skimunarráðs sem ráðherra hefur tekið undir. Það verður framfaraskref og færir Ísland í hóp með hinum Norðurlandanna sem tryggja jafnt aðgengi með gjaldfrjálsri skimun. Ágúst Ingi Ágústsson er sviðsstjóri Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Halla Þorvaldsdóttir Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Í dag, þann 17. nóvember 2020 hefst átak WHO, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, til þess að útrýma leghálskrabbameini. Átakið markar tímamót því þetta er í fyrsta sinn sem sett er það markmið að útrýma ákveðinni tegund krabbameins alls staðar í heiminum og var samþykkt á World Health Assembly í ágúst sl. Markmið WHO er vissulega háleitt en góðu fréttirnar eru ekki langt undan; þetta markmið er nefnilega raunhæft og mun hafa stórkostlega þýðingu fyrir heilsu kvenna um allan heim. Einn besti árangurinn á Íslandi Á Íslandi búum við svo vel að vera í fremstu röð á heimsvísu þegar kemur að árangri skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. Dánartíðni á Íslandi er 2 dauðsföll á ári, á hverjar 100.000 konur, sem er sambærilegt við það besta í Evrópu og Norður-Ameríku. Nýgengi á Íslandi eru nú 9,3 tilfelli á hverjar 100.000 konur, sem er ögn lægra hlutfall en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þessi árangur hefur náðst með samstilltu átaki um skimun fyrir leghálskrabbameini hjá konum en Krabbameinsskráin áætlar að skimun Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands hafi komið í veg fyrir um 500 dauðsföll af völdum leghálskrabbameins frá því skimun hófst árið 1964. Skipulögð bólusetning 12 ára stúlkna fyrir HPV-veirum, sem valda leghálskrabbameini, hófst á Íslandi árið 2011 og mun draga enn frekar úr nýgengi leghálskrabbameins. Á sumum Norðurlöndunum eru drengir einnig bólusettir fyrir HPV-veirum, svo er ekki hér á landi. Gjaldfrjáls skimun skiptir máli Það er staðreynd að þátttaka kvenna í skimunum fyrir leghálskrabbameinum hefur lækkað nokkuð hér á landi allt frá upphafi. Breyting varð á því, frá og með seinni hluta árs 2018 þegar Krabbameinsfélagið greip til sérstakra aðgerða til að auka þátttöku kvenna. Sú aukning hefur viðhaldist, ef frá eru talin áhrif af Covid-19. Komum 23 – 65 ára kvenna í skimun fyrir leghálskrabbameini fjölgaði um 15% milli áranna 2018 og 2019. Afar mikilvægt er að tryggja jafnt aðgengi kvenna að skimun fyrir leghálskrabbameinum. Á Norðurlöndunum, að Íslandi og Noregi undanskildum, er skimun gjaldfrjáls, einmitt til að tryggja að allar konur geti nýtt sér skimunina, óháð efnahag. Krabbameinsfélagið ákvað að gera könnun á því hvort gjaldfrjáls skimun skipti máli, á árinu 2019 og bauð 23 ára konum gjaldfrjálsa skimun. Árangurinn var augljós. Komum þeirra fjölgaði um 36% milli áranna 2018 og 2019. Vegna þess hve árangurinn var mikill ákvað félagið að endurtaka leikinn árið 2020. Það var mögulegt fyrir tilstilli erfðagjafar frá innanhússarkitektinum Láru Vigfúsdóttur frá Vestmannaeyjum. Ástæða er til að staldra við og þakka innilega fyrir gjöfina, sem hefur heldur betur skilað sér beint til ungra kvenna í landinu. Könnun sem gerð var meðal þessara kvenna leiddi í ljós að 95% þeirra sögðu ókeypis skimun hafa hvatt þær sérstaklega til að mæta og 27% sögðust ekki hefðu nýtt sér boð um skimun nema af því að hún var ókeypis. Af þessu má draga þá ályktun að gjaldtaka fyrir skimun dregur verulega úr þátttöku, í það minnsta hjá yngsta hópnum. Enginn vafi leikur á að áframhaldandi skimun og HPV-bólusetning skiptir sköpum varðandi það að útrýma leghálskrabbameini. Tilraun Krabbameinsfélagsins undirstrikar mikilvægi þess að skimunin sé gjaldfrjáls. Skimun fyrir leghálskrabbameini færist til heilsugæslunnar um áramót. Forsvarsfólk hennar hafa lýst yfir að líklega verði hægt að hafa skimunina gjaldfrjálsa fyrir alla, verði fjárveitingar Alþingis til verkefnisins eins og hingað til. Það er í samræmi við tillögur skimunarráðs sem ráðherra hefur tekið undir. Það verður framfaraskref og færir Ísland í hóp með hinum Norðurlandanna sem tryggja jafnt aðgengi með gjaldfrjálsri skimun. Ágúst Ingi Ágústsson er sviðsstjóri Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun