Fækkar í sérsveit lögmanna Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2020 14:22 Sidney Powell og Rudy Giuliani á blaðamannafundi í síðustu viku. AP/Jacquelyn Martin Fækkað hefur í lögmannateymi Donald Trumps, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur unnið að því að berjast gegn því umfangsmikla kosningasvindli sem Trump segir hafa kostað sig sigur í forsetakosningunum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur teymi þetta og aðrir bandamenn forsetans ekki geta sýnt fram á umfangsmikið kosningasvindl fyrir dómi. Þó ásakanirnar og meintar sannanir hafi dreifst víða og margir hafi tekið upp ákall Trumps hefur hvert dómsmálið á fætur öðru hefur tapast eða verið vísað frá. Lagabarátta Trumps og bandamanna hans hefur einkennst af töpuðum málum, frávísunum, og að lögmannafyrirtæki segi sig frá málum. Nú síðast var máli teymisins í Pennsylvaínu vísað frá. Í úrskurði sínum fór dómari málsins hörðum orðum um málsóknina en hún sneri að því að fella niður sjö milljónir atkvæða. Nú hefur teymið slitið öll tengsl við lögmanninn Sidney Powell. Hún var með Rudy Giuliani, sem leiðir viðleitni Trumps til að snúa við niðurstöðum kosninganna, á umdeildum blaðamannafundi í síðustu viku. Powell staðhæfði meðal annars á fundinum að hún sæti á fjalli sönnunargagna um kosningasvik og sagði að um umfangsmikið samsæri væri að ræða. Að því kæmu George Soros, Hillary Clinton og Hugo Chaves, fyrrverandi forseta Venesúela sem dó árið 2013. Aðspurð neitaði hún þó að framvísa þessum sönnunargögnum sem hún á að sitja. Þrátt fyrir að hún hafi verið á blaðamannafundinum í síðustu viku og að Trump hafi tíst um að hún væri í lögmannateymi hans, sem hann lýsti seinna sem sérsveit, segir framboð Trumps nú að hún sé ekki í teyminu. Á undanförnum dögum hefur Powell haldið áfram að varpa frá sér umdeildum ummælum og meðal annars sakaði hún Brian Kemp, ríkisstjóra Georgíu, og aðra embættismenn um glæpi. Hún gaf aftur í skyn að hún hefði sannanir fyrir umfangsmiklu kosningasvindli í Georgíu og að Í yfirlýsingu segist hún ætla að halda viðleitni sinni áfram, þrátt fyrir að vera ekki lengur í teymi Trumps. Samkvæmt umfjöllun Politico staðhæfði hún að grunnstoðir Bandaríkjanna væru í húfi og ekki væri hægt að leyfa erlendum aðilum né öðrum að stela atkvæðum af Trump og öðrum Repúblikönum. Fjölmiðlar vestanhafs hafa haldið því fram og haft eftir heimildarmönnum sínum að markmið Trumps sé ekki að snúa við kosningunum, þó hann yrði sáttur við það. Heldur sé það að tryggja áframhaldandi áhrif hans meðal hægri sinnaðra kjósenda í Bandaríkjunum og ítök hans í Repúblikanaflokknum. Hann vilji einnig grafa undan Biden áður en hann sest að í Hvíta húsinu í janúar. Þessi viðleitni Trumps hefur þegar vakið áhyggjur meðal háttsettra Repúblikana og hafa þeir sérstakar áhyggjur af ítrekuðum árásum forsetans fráfarandi á ríkisstjóra Georgíu og Ohio. Þeir eru báðir Repúblikanar og horfa fram á kosningar árið 2022. Repúblikanar óttast að Trump muni nota áhrif sín til að hefna sín á þeim sem hann telur vera óvini sína og troða sér inn í kosningabaráttu annarra Repbúlikana, samkvæmt heimildum Politico. Trump nýtur gífurlegra vinsælda meðal helstu kjósenda Repúblikanaflokksins og þar á meðal þeirra sem taka þátt í forvölum flokksins. Það hefur ítrekað sýnt sig að þeir frambjóðendur flokksins sem Trump líkar ekki við hafa átt í vandræðum í forvölum fyrir kosningar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47 Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50 Tilraunir Trump til að breyta úrslitum stranda á Georgíu og Michigan Langsóttar tilraunir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, til að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði urðu fyrir enn einum áföllunum í gær. 21. nóvember 2020 09:38 Lara Trump sögð vilja verða öldungadeildarþingmaður New York Times hefur eftir heimildarmönnum að Lara Trump, tengdadóttir Donald Trump, sé að velta því fyrir sér að bjóða sig fram til öldungadeildarinnar í Norður-Karólínu. 20. nóvember 2020 22:01 Fordæma aðfarir Trump sem „ólýðræðislegar“ Tveir öldungadeildarþingmenn úr Repúblikanaflokki Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, gagnrýna harðlega „ólýðræðislegar“ tilraunir hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði. 20. nóvember 2020 14:33 Rak yfirmann deildarinnar sem hefur eftirlit með kosningum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú rekið Chris Krebs, manninn sem fór fyrir CISA, sem er undirstofnun innan heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna og fylgist með því að kosningar fari fram með réttum hætti. 18. nóvember 2020 06:47 Segir Repúblikana þrýsta á sig til að útiloka lögleg atkvæði í Georgíu Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu í Bandaríkjunum, segir að aðrir Repúblikanar hafi beitt hann miklum þrýstingi að undanförnu. Markmiðið sé að láta hann finna leiðir til að útiloka lögleg atkvæði frá talningu með því markmiði að snúa við naumu tapi Donald Trumps, forseta, í ríkinu. 16. nóvember 2020 23:19 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Fækkað hefur í lögmannateymi Donald Trumps, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur unnið að því að berjast gegn því umfangsmikla kosningasvindli sem Trump segir hafa kostað sig sigur í forsetakosningunum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur teymi þetta og aðrir bandamenn forsetans ekki geta sýnt fram á umfangsmikið kosningasvindl fyrir dómi. Þó ásakanirnar og meintar sannanir hafi dreifst víða og margir hafi tekið upp ákall Trumps hefur hvert dómsmálið á fætur öðru hefur tapast eða verið vísað frá. Lagabarátta Trumps og bandamanna hans hefur einkennst af töpuðum málum, frávísunum, og að lögmannafyrirtæki segi sig frá málum. Nú síðast var máli teymisins í Pennsylvaínu vísað frá. Í úrskurði sínum fór dómari málsins hörðum orðum um málsóknina en hún sneri að því að fella niður sjö milljónir atkvæða. Nú hefur teymið slitið öll tengsl við lögmanninn Sidney Powell. Hún var með Rudy Giuliani, sem leiðir viðleitni Trumps til að snúa við niðurstöðum kosninganna, á umdeildum blaðamannafundi í síðustu viku. Powell staðhæfði meðal annars á fundinum að hún sæti á fjalli sönnunargagna um kosningasvik og sagði að um umfangsmikið samsæri væri að ræða. Að því kæmu George Soros, Hillary Clinton og Hugo Chaves, fyrrverandi forseta Venesúela sem dó árið 2013. Aðspurð neitaði hún þó að framvísa þessum sönnunargögnum sem hún á að sitja. Þrátt fyrir að hún hafi verið á blaðamannafundinum í síðustu viku og að Trump hafi tíst um að hún væri í lögmannateymi hans, sem hann lýsti seinna sem sérsveit, segir framboð Trumps nú að hún sé ekki í teyminu. Á undanförnum dögum hefur Powell haldið áfram að varpa frá sér umdeildum ummælum og meðal annars sakaði hún Brian Kemp, ríkisstjóra Georgíu, og aðra embættismenn um glæpi. Hún gaf aftur í skyn að hún hefði sannanir fyrir umfangsmiklu kosningasvindli í Georgíu og að Í yfirlýsingu segist hún ætla að halda viðleitni sinni áfram, þrátt fyrir að vera ekki lengur í teymi Trumps. Samkvæmt umfjöllun Politico staðhæfði hún að grunnstoðir Bandaríkjanna væru í húfi og ekki væri hægt að leyfa erlendum aðilum né öðrum að stela atkvæðum af Trump og öðrum Repúblikönum. Fjölmiðlar vestanhafs hafa haldið því fram og haft eftir heimildarmönnum sínum að markmið Trumps sé ekki að snúa við kosningunum, þó hann yrði sáttur við það. Heldur sé það að tryggja áframhaldandi áhrif hans meðal hægri sinnaðra kjósenda í Bandaríkjunum og ítök hans í Repúblikanaflokknum. Hann vilji einnig grafa undan Biden áður en hann sest að í Hvíta húsinu í janúar. Þessi viðleitni Trumps hefur þegar vakið áhyggjur meðal háttsettra Repúblikana og hafa þeir sérstakar áhyggjur af ítrekuðum árásum forsetans fráfarandi á ríkisstjóra Georgíu og Ohio. Þeir eru báðir Repúblikanar og horfa fram á kosningar árið 2022. Repúblikanar óttast að Trump muni nota áhrif sín til að hefna sín á þeim sem hann telur vera óvini sína og troða sér inn í kosningabaráttu annarra Repbúlikana, samkvæmt heimildum Politico. Trump nýtur gífurlegra vinsælda meðal helstu kjósenda Repúblikanaflokksins og þar á meðal þeirra sem taka þátt í forvölum flokksins. Það hefur ítrekað sýnt sig að þeir frambjóðendur flokksins sem Trump líkar ekki við hafa átt í vandræðum í forvölum fyrir kosningar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47 Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50 Tilraunir Trump til að breyta úrslitum stranda á Georgíu og Michigan Langsóttar tilraunir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, til að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði urðu fyrir enn einum áföllunum í gær. 21. nóvember 2020 09:38 Lara Trump sögð vilja verða öldungadeildarþingmaður New York Times hefur eftir heimildarmönnum að Lara Trump, tengdadóttir Donald Trump, sé að velta því fyrir sér að bjóða sig fram til öldungadeildarinnar í Norður-Karólínu. 20. nóvember 2020 22:01 Fordæma aðfarir Trump sem „ólýðræðislegar“ Tveir öldungadeildarþingmenn úr Repúblikanaflokki Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, gagnrýna harðlega „ólýðræðislegar“ tilraunir hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði. 20. nóvember 2020 14:33 Rak yfirmann deildarinnar sem hefur eftirlit með kosningum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú rekið Chris Krebs, manninn sem fór fyrir CISA, sem er undirstofnun innan heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna og fylgist með því að kosningar fari fram með réttum hætti. 18. nóvember 2020 06:47 Segir Repúblikana þrýsta á sig til að útiloka lögleg atkvæði í Georgíu Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu í Bandaríkjunum, segir að aðrir Repúblikanar hafi beitt hann miklum þrýstingi að undanförnu. Markmiðið sé að láta hann finna leiðir til að útiloka lögleg atkvæði frá talningu með því markmiði að snúa við naumu tapi Donald Trumps, forseta, í ríkinu. 16. nóvember 2020 23:19 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Einn helsti stuðningsmaður Trumps hvetur hann til að viðurkenna ósigur Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetatíð hans, hefur nú biðlað til Trumps um að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 23. nóvember 2020 07:47
Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. 22. nóvember 2020 14:50
Tilraunir Trump til að breyta úrslitum stranda á Georgíu og Michigan Langsóttar tilraunir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, til að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði urðu fyrir enn einum áföllunum í gær. 21. nóvember 2020 09:38
Lara Trump sögð vilja verða öldungadeildarþingmaður New York Times hefur eftir heimildarmönnum að Lara Trump, tengdadóttir Donald Trump, sé að velta því fyrir sér að bjóða sig fram til öldungadeildarinnar í Norður-Karólínu. 20. nóvember 2020 22:01
Fordæma aðfarir Trump sem „ólýðræðislegar“ Tveir öldungadeildarþingmenn úr Repúblikanaflokki Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, gagnrýna harðlega „ólýðræðislegar“ tilraunir hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði. 20. nóvember 2020 14:33
Rak yfirmann deildarinnar sem hefur eftirlit með kosningum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú rekið Chris Krebs, manninn sem fór fyrir CISA, sem er undirstofnun innan heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna og fylgist með því að kosningar fari fram með réttum hætti. 18. nóvember 2020 06:47
Segir Repúblikana þrýsta á sig til að útiloka lögleg atkvæði í Georgíu Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu í Bandaríkjunum, segir að aðrir Repúblikanar hafi beitt hann miklum þrýstingi að undanförnu. Markmiðið sé að láta hann finna leiðir til að útiloka lögleg atkvæði frá talningu með því markmiði að snúa við naumu tapi Donald Trumps, forseta, í ríkinu. 16. nóvember 2020 23:19