Lagt til að hámarkshraði í þéttbýli verði lækkaður í 30 km/klst Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 18:41 Andrés Ingi Jónsson, hyggst leggja fram frumvarp til breytinga á umferðarlögum. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Lagt er til að hámarkshraði í þéttbýli verði lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund í nýju frumvarpi. Þingmaður segir málið snúast bæði um öryggi og umhverfið. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, sendi frumvarpið á þingmenn í dag í leit að meðflutningi og hyggst leggja það fram á næstu dögum. Í því er helst lagt til hámarksökuhraði í þéttbýli verði lækkaður úr 50 í 30 kílómetra á klukkustund. „En þó þannig að sveitarfélög geti ákveðið innan þéttbýlismarka að hafa hærri hraða ef aðstæður leyfa,“ segir Andrés. Samkvæmt frumvarpinu yrði ákvörðun um hámarkshraða færð í hendur sveitarfélaga. Andrés telur það til bóta og vísar til nýlegrar umræðu um ökuhraða á Hringbraut. „Reykjavíkurborg þurfti að togast svolítið á við Vegagerðina þegar íbúar kölluðu eftir lækkun á hámarkshraða. Ef þetta frumvarp væri orðið að lögum væri sönnunarbyrðin öfug og það þyrfti alltaf að miða hraðabreytingar út frá öryggi vegfarenda og sérstaklega þeirra viðkvæmustu; gangandi vegfarernda.“ Hámarkshraði á Hringbraut var lækkaður niður í 40 km/klst á síðasta ári eftir að ekið var á barn á gatnamótunum við Meistaravelli. Vísir/Kolbeinn Tumi Aðspurður um áhrif á umferðarhraða segir hann málið ekki snúast um að lækka hraða á öllum götum niður í þrjátíu. „Þetta snýst bara um að það þurfi að réttlæta hærri hraða.“ Einnig er lagt til að heimild í umferðarlögum fyrir 110 kílómetra hraða á vissum vegum verði felld brott og að hraði á bílastæðum verði lækkaður niður í 10 km/klst. Andrés segir málið snúast um umferðaröryggi og loftgæði og vísar í þróun erlendis. Svíar hafi til að mynda verið að lækka ökuhraða til að draga úr slysum. „Og bara á þessu ári hefur til dæmis verið ákveðið bæði á Spáni og í Hollandi að lækka hraða niður í 30 km/klst eins og ég er að leggja til.“ Alþingi Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Lagt er til að hámarkshraði í þéttbýli verði lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund í nýju frumvarpi. Þingmaður segir málið snúast bæði um öryggi og umhverfið. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, sendi frumvarpið á þingmenn í dag í leit að meðflutningi og hyggst leggja það fram á næstu dögum. Í því er helst lagt til hámarksökuhraði í þéttbýli verði lækkaður úr 50 í 30 kílómetra á klukkustund. „En þó þannig að sveitarfélög geti ákveðið innan þéttbýlismarka að hafa hærri hraða ef aðstæður leyfa,“ segir Andrés. Samkvæmt frumvarpinu yrði ákvörðun um hámarkshraða færð í hendur sveitarfélaga. Andrés telur það til bóta og vísar til nýlegrar umræðu um ökuhraða á Hringbraut. „Reykjavíkurborg þurfti að togast svolítið á við Vegagerðina þegar íbúar kölluðu eftir lækkun á hámarkshraða. Ef þetta frumvarp væri orðið að lögum væri sönnunarbyrðin öfug og það þyrfti alltaf að miða hraðabreytingar út frá öryggi vegfarenda og sérstaklega þeirra viðkvæmustu; gangandi vegfarernda.“ Hámarkshraði á Hringbraut var lækkaður niður í 40 km/klst á síðasta ári eftir að ekið var á barn á gatnamótunum við Meistaravelli. Vísir/Kolbeinn Tumi Aðspurður um áhrif á umferðarhraða segir hann málið ekki snúast um að lækka hraða á öllum götum niður í þrjátíu. „Þetta snýst bara um að það þurfi að réttlæta hærri hraða.“ Einnig er lagt til að heimild í umferðarlögum fyrir 110 kílómetra hraða á vissum vegum verði felld brott og að hraði á bílastæðum verði lækkaður niður í 10 km/klst. Andrés segir málið snúast um umferðaröryggi og loftgæði og vísar í þróun erlendis. Svíar hafi til að mynda verið að lækka ökuhraða til að draga úr slysum. „Og bara á þessu ári hefur til dæmis verið ákveðið bæði á Spáni og í Hollandi að lækka hraða niður í 30 km/klst eins og ég er að leggja til.“
Alþingi Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira