Fleiri þurfa fjárhagsaðstoð í stærstu sveitarfélögunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 19:00 Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar Vísir/Egill Tæplega þriðjungi fleiri fá fjárhagsaðstoð á þessu ári en í fyrra hjá tveimur stærstu sveitarfélögum landsins. Það getur munað um tugþúsundir milli sveitarfélaga hversu há fjárhæðin er. 3600 manns hafa verið án atvinnu í tólf mánuði eða lengur og hefur fjölgað um 60% milli ára. Þetta kemur fram á vef Vinnumálstofnunar. Bótatímabil atvinnuleysisbóta er 30 mánuðir en eftir það er hægt að sækja um fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélögum. Þar hefur orðið mikil fjölgun milli ára. „Þetta er náttúrulega mjög bágborin staða, það hefur fjölgað um 30% milli ára í hópi þeirra sem fá fjárhagsaðstoð. Hópurinn telur nú 1500 manns í dag sem er að fá fasta framfærslu í hverjum mánuði, allt í allt eru þeir sem fá framfærslu hjá okkur um 2900 manns á ári, segir Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hlutfallsleg aukning á þeim sem fá fjárhagsaðstoð frá Kópavogsbæ er svipuð eða 27%. Mikill munur á fjárhagsaðstoð Foto: HÞ Misjafnt er milli sveitarfélaga hvað einstaklingur á fullum styrk eða fjárhagsaðstoð fær á mánuði. Þannig greiðir Reykjavík hæstu framfærsluna eða 207 þúsund krónur. Kópavogur og Hafnarfjörður um og yfir 190 þúsund. Mosfellsbær. Garðabær og Akureyri um og yfir 185 þúsund krónur Seltjarnarnes um 177 þúsund og Selfoss rekur lestina með 164 þúsund krónur á mánuði. Regína segir að brýnt að lengja bótatímabil atvinnuleysisbóta. „Mér finnst mjög mikilvægt að hægt sé að koma inn einhverjum bráðabirgðaákvæðum svo bótaréttur fólks sé ekki að falla niður í dag því atvinnuleysisbætur eru þó hærri en þetta og verða 307 þúsund krónur um áramótin," segir Regína. Unnur Sverrisdóttirforstjóri Vinnumálastofnunar Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar sagði að málið væri pólitískt þegar hún var spurð út í það á upplýsingafundi almannvarna í dag. Hún benti á að bótatímabilið hefði verið framlengt á árunum eftir bankahrunið og því gæti slíkt komið til greina nú. Þá hvatti hún fyrirtæki til að nýta úrræði þar sem þau geta fengið grunnatvinnuleysisbætur greiddar með starfsfólki sem það ræður til sín af atvinnuleysiskrá. Alls hafa nú þegar um 370 manns verið ráðnir á þennan máta, flestir hjá Reykjavíkurborg eða 200. „Ég held að þessi störf séu til staðar hjá fyrirtækjum og ég held að það sé mjög sniðugt að nýta sér þetta úrræði með þessum hætti,“ sagði Unnur. Félagsmál Alþingi Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Akureyri Tengdar fréttir Borgin þurfi fleiri milljarða frá ríkinu vegna faraldursins Reykjavíkurborg telur að fjárhagslegt högg borgarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar verði umtalsvert meira en áður var áætlað. Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar við þingsályktunartillgöu um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna faraldursins. 25. nóvember 2020 14:15 Ekki séð svona atvinnuleysistölur á Íslandi áður Forstjóri Vinnumálastofnunar segir um 25 þúsund manns hér á landi nú án atvinnu að hluta eða að öllu leyti. Slíkar tölur hafi ekki sést áður hér á landi. Atvinnuleysisbætur verði hækkaðar um áramótin. 25. nóvember 2020 11:24 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Tæplega þriðjungi fleiri fá fjárhagsaðstoð á þessu ári en í fyrra hjá tveimur stærstu sveitarfélögum landsins. Það getur munað um tugþúsundir milli sveitarfélaga hversu há fjárhæðin er. 3600 manns hafa verið án atvinnu í tólf mánuði eða lengur og hefur fjölgað um 60% milli ára. Þetta kemur fram á vef Vinnumálstofnunar. Bótatímabil atvinnuleysisbóta er 30 mánuðir en eftir það er hægt að sækja um fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélögum. Þar hefur orðið mikil fjölgun milli ára. „Þetta er náttúrulega mjög bágborin staða, það hefur fjölgað um 30% milli ára í hópi þeirra sem fá fjárhagsaðstoð. Hópurinn telur nú 1500 manns í dag sem er að fá fasta framfærslu í hverjum mánuði, allt í allt eru þeir sem fá framfærslu hjá okkur um 2900 manns á ári, segir Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hlutfallsleg aukning á þeim sem fá fjárhagsaðstoð frá Kópavogsbæ er svipuð eða 27%. Mikill munur á fjárhagsaðstoð Foto: HÞ Misjafnt er milli sveitarfélaga hvað einstaklingur á fullum styrk eða fjárhagsaðstoð fær á mánuði. Þannig greiðir Reykjavík hæstu framfærsluna eða 207 þúsund krónur. Kópavogur og Hafnarfjörður um og yfir 190 þúsund. Mosfellsbær. Garðabær og Akureyri um og yfir 185 þúsund krónur Seltjarnarnes um 177 þúsund og Selfoss rekur lestina með 164 þúsund krónur á mánuði. Regína segir að brýnt að lengja bótatímabil atvinnuleysisbóta. „Mér finnst mjög mikilvægt að hægt sé að koma inn einhverjum bráðabirgðaákvæðum svo bótaréttur fólks sé ekki að falla niður í dag því atvinnuleysisbætur eru þó hærri en þetta og verða 307 þúsund krónur um áramótin," segir Regína. Unnur Sverrisdóttirforstjóri Vinnumálastofnunar Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar sagði að málið væri pólitískt þegar hún var spurð út í það á upplýsingafundi almannvarna í dag. Hún benti á að bótatímabilið hefði verið framlengt á árunum eftir bankahrunið og því gæti slíkt komið til greina nú. Þá hvatti hún fyrirtæki til að nýta úrræði þar sem þau geta fengið grunnatvinnuleysisbætur greiddar með starfsfólki sem það ræður til sín af atvinnuleysiskrá. Alls hafa nú þegar um 370 manns verið ráðnir á þennan máta, flestir hjá Reykjavíkurborg eða 200. „Ég held að þessi störf séu til staðar hjá fyrirtækjum og ég held að það sé mjög sniðugt að nýta sér þetta úrræði með þessum hætti,“ sagði Unnur.
Félagsmál Alþingi Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Akureyri Tengdar fréttir Borgin þurfi fleiri milljarða frá ríkinu vegna faraldursins Reykjavíkurborg telur að fjárhagslegt högg borgarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar verði umtalsvert meira en áður var áætlað. Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar við þingsályktunartillgöu um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna faraldursins. 25. nóvember 2020 14:15 Ekki séð svona atvinnuleysistölur á Íslandi áður Forstjóri Vinnumálastofnunar segir um 25 þúsund manns hér á landi nú án atvinnu að hluta eða að öllu leyti. Slíkar tölur hafi ekki sést áður hér á landi. Atvinnuleysisbætur verði hækkaðar um áramótin. 25. nóvember 2020 11:24 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Borgin þurfi fleiri milljarða frá ríkinu vegna faraldursins Reykjavíkurborg telur að fjárhagslegt högg borgarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar verði umtalsvert meira en áður var áætlað. Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar við þingsályktunartillgöu um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna faraldursins. 25. nóvember 2020 14:15
Ekki séð svona atvinnuleysistölur á Íslandi áður Forstjóri Vinnumálastofnunar segir um 25 þúsund manns hér á landi nú án atvinnu að hluta eða að öllu leyti. Slíkar tölur hafi ekki sést áður hér á landi. Atvinnuleysisbætur verði hækkaðar um áramótin. 25. nóvember 2020 11:24