Gæðastarf í skólum Akureyrar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar 26. nóvember 2020 16:40 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra mælti í lok nóvember fyrir þingsályktunartillögu um menntastefnu til ársins 2030. Vegna þess að drög menntastefnunnar höfðu verið lögð fram til umsagnar í samráðsgátt og að sveitarfélögum hafði gefist kostur á að fylgjast með fræðslufundum og úrvinnslu þeirra á tímabilinu gat Menntastefna Akureyrarbæjar mótast samhliða menntastefnu ríkisins. „Með heiminn að fótum sér" er leiðarstef menntastefnu Akureyrarbæjar sem kallast á við þann tón sem menntastefna yfirvalda menntamála gerir. Áskoranir okkar í dag eru áskoranir alheimsþorpsins, börn og ungmennin munu þurfa að leysa vanda framtíðarinnar og rekja upp og leiðrétta mistök okkar sem eldri eru. Tiltrú, jöfn tækifæri allra barna og einblína á hæfni framtíðarinnar er það sem við þurfum að leggja áherslu á. Stoðir nýrrar menntastefnu menntamálaráðherra byggir á fimm stoðum; jöfn tækifæri fyrir alla, kennsla í fremstu röð, hæfni fyrir framtíðina, vellíðan í öndvegi og gæði í forgrunni. Innleiðing menntastefnu Akureyrarbæjar er hafin en fyrstu skrefin í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar eru að gæðaráð skólanna rýni í gæðaviðmið um skólastarf og máta innra mat skólanna við lýsingu á gæðastarfi í leik- og grunnskólum. Umbótahjólið er farið af rúlla, gæðaráðin munu sinna gæðastýringu hvers skóla með utanaðkomandi stuðningi, rýna til gagns í þau gögn sem til eru í skólum til að koma auga á hvað þarf að bæta. Næsta viðfangsefni í vegferðinni við innleiðingu menntastefnunnar er nám og kennsla. Grunnskólarnir fá stuðning við að safna gögnum um það starf sem fer fram í skólunum svo hægt verði að koma auga á framúrskarandi starfshætti og byggja umbætur á því að gefa því aukið vægi sem vel er gert en endurskoða þá starfshætti sem standast ekki gæðakröfur. Með þessum áherslum getum við aukið líkurnar á því að börnin fóti sig í síbreytilegum heimi í bland við hefðbundnari aðgerðir. Áhersla í leikskólum verður á stuðning og gæðamat á stjórnun og faglega forystu sem smám saman færist yfir á aðra þætti í leikskólastarfinu. Á tímum örra breytinga og hraðrar þróunar er mikilvægt að hafa skýra sýn og fá alla til að stefna í sömu átt. Vönduð menntun er dýrmæt fyrir börnin okkar og við megum ekki missa sjónar af takmarkinu. Því er afar mikilvægt að sveitarstjórnir og yfirvöld stefni í sömu átt. Menntastefna sem byggir á ígrunduðu samtali við skólasamfélagið allt og okkar helstu sérfræðinga verður til góðs, á því leikur enginn vafi. Gæðastarf í forgrunni þýðir að skólasamfélagið þarf að venjast því að byggja ákvarðanir sínar og úrvinnslu gagna og gæðaviðmiðum. Menntastefnu Akureyrarbæjar fylgja ítarleg gæðaviðmið en þau þýða ekki að allt sem fyrir er þurfi að víkja, þvert á móti - vinna með gæðaviðmið hjálpa okkur að greina hvaða starfshættir þjóna því hlutverki að vinna að velferð og framförum barna. Það er mikill vilji til að styðja okkar góða starfsfólk til að skara fram úr með fyrirmyndar starfsháttum. Í kraftmiklu skólastarfi öðlast börn og unglingar menntun og reynslu til að geta tekið farsælar ákvarðanir um framtíð sína. Með því að koma til móts við þarfir barna með skapandi starfsháttum, auka lýðræðislega aðkomu þeirra að skólastarfinu og sjá til þess að námsverkefnin endurspegli raunveruleikann og séu skemmtileg er kominn vísir að enn betri árangri. Vinna með gæði í leik- og grunnskólum getum við því líkt við fjársjóðsleit - gæðaviðmiðin eru nauðsynlegur greiningarlykill til að við finnum fjársjóðinn sem leynist í skólastarfinu því nýtt er ekki endilega best - gamalt og gott getur sannarlega líka átt við um gæðastarf. Ingibjörg Ólöf Isaksen, bæjarfulltrúi Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Akureyri Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra mælti í lok nóvember fyrir þingsályktunartillögu um menntastefnu til ársins 2030. Vegna þess að drög menntastefnunnar höfðu verið lögð fram til umsagnar í samráðsgátt og að sveitarfélögum hafði gefist kostur á að fylgjast með fræðslufundum og úrvinnslu þeirra á tímabilinu gat Menntastefna Akureyrarbæjar mótast samhliða menntastefnu ríkisins. „Með heiminn að fótum sér" er leiðarstef menntastefnu Akureyrarbæjar sem kallast á við þann tón sem menntastefna yfirvalda menntamála gerir. Áskoranir okkar í dag eru áskoranir alheimsþorpsins, börn og ungmennin munu þurfa að leysa vanda framtíðarinnar og rekja upp og leiðrétta mistök okkar sem eldri eru. Tiltrú, jöfn tækifæri allra barna og einblína á hæfni framtíðarinnar er það sem við þurfum að leggja áherslu á. Stoðir nýrrar menntastefnu menntamálaráðherra byggir á fimm stoðum; jöfn tækifæri fyrir alla, kennsla í fremstu röð, hæfni fyrir framtíðina, vellíðan í öndvegi og gæði í forgrunni. Innleiðing menntastefnu Akureyrarbæjar er hafin en fyrstu skrefin í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar eru að gæðaráð skólanna rýni í gæðaviðmið um skólastarf og máta innra mat skólanna við lýsingu á gæðastarfi í leik- og grunnskólum. Umbótahjólið er farið af rúlla, gæðaráðin munu sinna gæðastýringu hvers skóla með utanaðkomandi stuðningi, rýna til gagns í þau gögn sem til eru í skólum til að koma auga á hvað þarf að bæta. Næsta viðfangsefni í vegferðinni við innleiðingu menntastefnunnar er nám og kennsla. Grunnskólarnir fá stuðning við að safna gögnum um það starf sem fer fram í skólunum svo hægt verði að koma auga á framúrskarandi starfshætti og byggja umbætur á því að gefa því aukið vægi sem vel er gert en endurskoða þá starfshætti sem standast ekki gæðakröfur. Með þessum áherslum getum við aukið líkurnar á því að börnin fóti sig í síbreytilegum heimi í bland við hefðbundnari aðgerðir. Áhersla í leikskólum verður á stuðning og gæðamat á stjórnun og faglega forystu sem smám saman færist yfir á aðra þætti í leikskólastarfinu. Á tímum örra breytinga og hraðrar þróunar er mikilvægt að hafa skýra sýn og fá alla til að stefna í sömu átt. Vönduð menntun er dýrmæt fyrir börnin okkar og við megum ekki missa sjónar af takmarkinu. Því er afar mikilvægt að sveitarstjórnir og yfirvöld stefni í sömu átt. Menntastefna sem byggir á ígrunduðu samtali við skólasamfélagið allt og okkar helstu sérfræðinga verður til góðs, á því leikur enginn vafi. Gæðastarf í forgrunni þýðir að skólasamfélagið þarf að venjast því að byggja ákvarðanir sínar og úrvinnslu gagna og gæðaviðmiðum. Menntastefnu Akureyrarbæjar fylgja ítarleg gæðaviðmið en þau þýða ekki að allt sem fyrir er þurfi að víkja, þvert á móti - vinna með gæðaviðmið hjálpa okkur að greina hvaða starfshættir þjóna því hlutverki að vinna að velferð og framförum barna. Það er mikill vilji til að styðja okkar góða starfsfólk til að skara fram úr með fyrirmyndar starfsháttum. Í kraftmiklu skólastarfi öðlast börn og unglingar menntun og reynslu til að geta tekið farsælar ákvarðanir um framtíð sína. Með því að koma til móts við þarfir barna með skapandi starfsháttum, auka lýðræðislega aðkomu þeirra að skólastarfinu og sjá til þess að námsverkefnin endurspegli raunveruleikann og séu skemmtileg er kominn vísir að enn betri árangri. Vinna með gæði í leik- og grunnskólum getum við því líkt við fjársjóðsleit - gæðaviðmiðin eru nauðsynlegur greiningarlykill til að við finnum fjársjóðinn sem leynist í skólastarfinu því nýtt er ekki endilega best - gamalt og gott getur sannarlega líka átt við um gæðastarf. Ingibjörg Ólöf Isaksen, bæjarfulltrúi Akureyri.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun