Neyslan merki þess að aðgerðir stjórnvalda virki Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 4. desember 2020 15:57 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra ætlar í bólusetningu við Covid-19, þegar röðin kemur að honum. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sér fram á bjartari tíma í efnahagsmálum hér á landi á komandi ári. Komur ferðamanna séu lykill að góðum árangri í þeim efnum. „Nú er ekki gott að segja nákvæmlega hvernig úr þessu öllu spilast. En maður vill leyfa sér að vera bjartsýnn, en svona raunsær. Ef þessar bestu spár um hvenær við fáum aðgengi að efninu og hversu hratt okkur tekst að koma því í umferð ganga eftir, þá erum við auðvitað að vonast eftir því að bjartsýnni sviðsmyndir fyrir efnahagsframvinduna geti raungerst á næsta ári,“ segir Bjarni. Ferðamennska liggur svo til niðri í öllum heiminum þessa stundina enda kórónuveirufaraldurinn heimsfaraldur. Í Evrópu er ástandið skást hér á landi. Staðan versnar í Bandaríkjunum og hafa aldrei greinst fleiri smitaðir á einum sólarhring og í fyrradag. Vonir standa til að bólusetning geti hafist hér á landi í byrjun árs og vonar heilbrigðisráðherra að verkefnið verði langt komið á fyrsta ársfjórðungi, þ.e. fyrir lok mars. „Það sem hefur einkum áhrif á ólíkar sviðsmyndir í efnahagsmálum eru hlutir eins og möguleikinn á komum ferðamanna. Einkaneyslan er fram á þennan dag sterkari en hagspár hafa verið að spá fyrir árið 2020. Það er jákvætt merki. Það er líka merki um að aðgerðir stjórnvalda eru að virka. Ef við tökum þetta með okkur inn í nýtt ár þá þá getum við leyft okkur að fara inn í árið með von um að við séum að finna viðspyrnuna sem leitað er að,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin hefur boðað að fyrirkomulag á landamærum sem taki gildi 1. febrúar verði kynnt í janúar. Aðilar í ferðaþjónustu hafa kallað eftir að þá liggi um leið fyrir hvernig fyrirkomulagið verði næsta sumar. „Já, við höfum boðað að fyrirkomulag frá og með febrúar verði ákveðið. En þetta verður að vera í símati miðað við aðstæður. Fólk verður að halda áfram að sýna varúð og sinna leiðbeiningum um sóttvarnaraðgerðir þar til við fáum útbreiðslu á bóluefnið,“ segir Bjarni. Hann ætlar að fara í bólusetningu á nýju ári. „Já, ég geri það þegar röðin kemur að mér.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Fleiri fréttir Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Sjá meira
„Nú er ekki gott að segja nákvæmlega hvernig úr þessu öllu spilast. En maður vill leyfa sér að vera bjartsýnn, en svona raunsær. Ef þessar bestu spár um hvenær við fáum aðgengi að efninu og hversu hratt okkur tekst að koma því í umferð ganga eftir, þá erum við auðvitað að vonast eftir því að bjartsýnni sviðsmyndir fyrir efnahagsframvinduna geti raungerst á næsta ári,“ segir Bjarni. Ferðamennska liggur svo til niðri í öllum heiminum þessa stundina enda kórónuveirufaraldurinn heimsfaraldur. Í Evrópu er ástandið skást hér á landi. Staðan versnar í Bandaríkjunum og hafa aldrei greinst fleiri smitaðir á einum sólarhring og í fyrradag. Vonir standa til að bólusetning geti hafist hér á landi í byrjun árs og vonar heilbrigðisráðherra að verkefnið verði langt komið á fyrsta ársfjórðungi, þ.e. fyrir lok mars. „Það sem hefur einkum áhrif á ólíkar sviðsmyndir í efnahagsmálum eru hlutir eins og möguleikinn á komum ferðamanna. Einkaneyslan er fram á þennan dag sterkari en hagspár hafa verið að spá fyrir árið 2020. Það er jákvætt merki. Það er líka merki um að aðgerðir stjórnvalda eru að virka. Ef við tökum þetta með okkur inn í nýtt ár þá þá getum við leyft okkur að fara inn í árið með von um að við séum að finna viðspyrnuna sem leitað er að,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin hefur boðað að fyrirkomulag á landamærum sem taki gildi 1. febrúar verði kynnt í janúar. Aðilar í ferðaþjónustu hafa kallað eftir að þá liggi um leið fyrir hvernig fyrirkomulagið verði næsta sumar. „Já, við höfum boðað að fyrirkomulag frá og með febrúar verði ákveðið. En þetta verður að vera í símati miðað við aðstæður. Fólk verður að halda áfram að sýna varúð og sinna leiðbeiningum um sóttvarnaraðgerðir þar til við fáum útbreiðslu á bóluefnið,“ segir Bjarni. Hann ætlar að fara í bólusetningu á nýju ári. „Já, ég geri það þegar röðin kemur að mér.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Fleiri fréttir Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Sjá meira