Ólögmætt uppgreiðslugjald Ólafur Ísleifsson skrifar 6. desember 2020 10:01 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt uppgreiðslugjald lánþega á lánum sem tekin voru hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS) á árunum 2005-13 ólögleg. ÍLS var óheimilt að krefja lánþega um greiðslu uppgreiðslugjalda þegar þeir greiddu lán sín upp. Dómurinn hefur ekki aðeins áhrif fyrir einstaklingana sem höfðuðu málið heldur fyrir þúsundir lánþega og heimila. Dómur héraðsdóms er fagnaðarefni. Óvíst er um framhaldið hvort ráðist verði í endurgreiðslur, eða hvort ÍLS lætur sverfa til stáls og áfrýjar til Landsréttar. Fyrirspurn á Alþingi um uppgreiðslugjald Húsnæðislán Íbúðalánasjóðs til neytenda með skilmálum um uppgreiðslugjöld voru hátt í 14 þúsund talsins á árabilinu 2005-13. Lán með uppgreiðsluþóknun voru fyrst veitt á árinu 2005 og allt til 1. nóvember 2013. Lán sem greidd voru upp með uppgreiðslugjaldi á árabilinu 2008-18 eru nærri 6.400 talsins. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi 2018 um uppgreiðslugjaldið. Í svari við fyrirspurninni kemur fram að heildarfjárhæð innheimtra uppgreiðslugjalda á árabilinu 2013-17 nemi um 2,4 milljörðum króna. Sú fjárhæð gæti hafa hækkað að mun á árunum 2018-20. Átti venjulegt fólk að hafa sérfræðiþekkingu til að áætla uppgreiðslugjald? Í svari við spurningu um hvernig fjárhæð uppgreiðslugjalda slíkra lána væri reiknuð kom glögglega fram að reikniaðferð uppgreiðsluþóknunar var ógagnsæ og ekki á færi nema sérfræðinga á átta sig á hver hún væri. Í fyrirspurninni var leitað svara við á hvaða lagaheimildum álagning uppgreiðslugjalds væri reist. Í svarinu var vísað til ákvæða laga um húsnæðismál og þeim reglugerða sem settar hafa verið á grundvelli laganna. Þá blasti við að látið yrði reyna á það fyrir dómi hvort reglusetningin stæðist kröfur laganna, m.a. að í reglugerð skyldi kveðið á um hlutfall þóknunar sem ÍLS gæti áskilið sér eins og almenn venja var á íslenskum fasteignalána-markaði, en þó að hámarki sem nam kostnaði sjóðsins vegna uppgreiðslunnar. Nú liggur dómur héraðsdóms fyrir. Reglusetningin stenst ekki lög. Lánþegar látnir gjalda þegar reglugerð stangast á við lög Reglusetningin um uppgreiðslugjald sem ákvörðuð var með reglugerðum 2005 um gjaldskrá ÍLS stenst að mati héraðsdóms ekki áskilnað húsnæðislaga um heimild til að bjóða lán með uppgreiðslugjöldum. Segir í dómnum að hún geti því ekki verið grundvöllur að löglegri álagningu slíkra gjalda. Þetta þýðir að reglugerðirnar gengu lengra en lögin heimila. Uppgreiðslugjaldið var ólögmætt. Að lögum var óheimilt að krefja lánþega um þetta gjald við uppgreiðslu láns eða greiðslur inn á lán. Gjaldið var tekið af lánþegum í heimildarleysi. Ályktanir af dómnum Haft er í fjölmiðlum eftir Þóri Skarphéðinssyni lögmanni sem vann málið að dómurinn feli þrennt í sér: 1. Að Íbúðalánasjóði var óheimilt að krefja skuldara um uppgreiðslugjald þegar þeir greiddu upp lán sín. 2. Að Íbúðalánasjóði var óheimilt að krefja skuldara um þóknun þegar þeir borguðu inn á lán hjá sjóðnum. 3. Að þeir skuldarar sem ekki hafa getað endurfjármagnað lán sem þeir tóku hjá Íbúðalánasjóði (með nýjum hagstæðari lánum frá öðrum lánveitendum) vegna kröfu um uppgreiðslugjald geta nú krafist þess að greiða þau lán upp án viðbótargjalds. Að mati dómsins var lögfest að ÍLS gæti ekki áskilið sér þóknun umfram raunverulegan kostnað vegna tiltekins láns. Í þessu sambandi verður að hafa í huga að er umrætt lán var veitt var alþekkt að lánastofnanir krefðust uppgreiðslugjalds ef greitt var af láni fyrir gjalddaga eins og segir í dómnum. Venja var að uppgreiðslugjald væri tilgreint sem hlutfall af eftirstöðvum lánsins við uppgreiðslu og segir í dómnum að af almennri reynslu á markaði mættu skuldarar hafa vænst þess að umfang uppgreiðsluþóknunar næmi í hæsta lagi tveimur til þremur prósentum af uppgreiðsluvirði láns. Fram kemur í dómnum að fólkið sem höfðaði málið var krafið um fjárhæð sem samsvarar 16% af heildaruppgreiðsluverði veðbréfsins Viðbrögð við dómi héraðsdóms Sú spurning vaknar hvort ráðherra muni sjá til þess að allir sem hafa greitt ólögmætt uppgreiðslugjald fái það endurgreitt. Spyrja má hvort það verði gert strax eða endurgreiðslu frestað ef málinu verður áfrýjað? Sjálfsagt verður að telja að ráðherra sjái til þess að ÍLS krefjist ekki uppgreiðslugjalds af lánum sem framvegis verða uppgreidd svo lengi sem réttaráhrif dómsins standa óhögguð, en hafa verður í huga að áfrýjun til Landsréttar frestar réttaráhrifum dómsins. Þá vaknar spurning hvernig ráðherra telur rétt að koma til móts við þá sem tóku Íbúðalánasjóðslán með hærri vöxtum en ella til að forðast skilyrði um uppgreiðslugjöld? Þá er ótalið tjónið sem fjöldi fólks hefur orðið fyrir með því að hafa ekki vegna uppgreiðslugjaldsins setið fast og ekki getað endurfjármagnað lán sín með hagstæðari kjörum en það býr við á láni frá ÍLS. Dómur héraðsdóms sætir miklum tíðindum, ekki síst fyrir þá sök að neytendur á íbúðalánamarkaði hafa átt erfitt uppdráttar. Augljós rangindi við framkvæmd verðtryggingar fást ekki leiðrétt og þungur róður sýnist við að fá samþykkt lyklafrumvarp. Mikilvægt er að allir sem hagsmuna eiga að gæta geri nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja rétt sinn, m.a. til greiðslu dráttarvaxta af ofteknu fé. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Alþingi Húsnæðismál Dómsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt uppgreiðslugjald lánþega á lánum sem tekin voru hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS) á árunum 2005-13 ólögleg. ÍLS var óheimilt að krefja lánþega um greiðslu uppgreiðslugjalda þegar þeir greiddu lán sín upp. Dómurinn hefur ekki aðeins áhrif fyrir einstaklingana sem höfðuðu málið heldur fyrir þúsundir lánþega og heimila. Dómur héraðsdóms er fagnaðarefni. Óvíst er um framhaldið hvort ráðist verði í endurgreiðslur, eða hvort ÍLS lætur sverfa til stáls og áfrýjar til Landsréttar. Fyrirspurn á Alþingi um uppgreiðslugjald Húsnæðislán Íbúðalánasjóðs til neytenda með skilmálum um uppgreiðslugjöld voru hátt í 14 þúsund talsins á árabilinu 2005-13. Lán með uppgreiðsluþóknun voru fyrst veitt á árinu 2005 og allt til 1. nóvember 2013. Lán sem greidd voru upp með uppgreiðslugjaldi á árabilinu 2008-18 eru nærri 6.400 talsins. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi 2018 um uppgreiðslugjaldið. Í svari við fyrirspurninni kemur fram að heildarfjárhæð innheimtra uppgreiðslugjalda á árabilinu 2013-17 nemi um 2,4 milljörðum króna. Sú fjárhæð gæti hafa hækkað að mun á árunum 2018-20. Átti venjulegt fólk að hafa sérfræðiþekkingu til að áætla uppgreiðslugjald? Í svari við spurningu um hvernig fjárhæð uppgreiðslugjalda slíkra lána væri reiknuð kom glögglega fram að reikniaðferð uppgreiðsluþóknunar var ógagnsæ og ekki á færi nema sérfræðinga á átta sig á hver hún væri. Í fyrirspurninni var leitað svara við á hvaða lagaheimildum álagning uppgreiðslugjalds væri reist. Í svarinu var vísað til ákvæða laga um húsnæðismál og þeim reglugerða sem settar hafa verið á grundvelli laganna. Þá blasti við að látið yrði reyna á það fyrir dómi hvort reglusetningin stæðist kröfur laganna, m.a. að í reglugerð skyldi kveðið á um hlutfall þóknunar sem ÍLS gæti áskilið sér eins og almenn venja var á íslenskum fasteignalána-markaði, en þó að hámarki sem nam kostnaði sjóðsins vegna uppgreiðslunnar. Nú liggur dómur héraðsdóms fyrir. Reglusetningin stenst ekki lög. Lánþegar látnir gjalda þegar reglugerð stangast á við lög Reglusetningin um uppgreiðslugjald sem ákvörðuð var með reglugerðum 2005 um gjaldskrá ÍLS stenst að mati héraðsdóms ekki áskilnað húsnæðislaga um heimild til að bjóða lán með uppgreiðslugjöldum. Segir í dómnum að hún geti því ekki verið grundvöllur að löglegri álagningu slíkra gjalda. Þetta þýðir að reglugerðirnar gengu lengra en lögin heimila. Uppgreiðslugjaldið var ólögmætt. Að lögum var óheimilt að krefja lánþega um þetta gjald við uppgreiðslu láns eða greiðslur inn á lán. Gjaldið var tekið af lánþegum í heimildarleysi. Ályktanir af dómnum Haft er í fjölmiðlum eftir Þóri Skarphéðinssyni lögmanni sem vann málið að dómurinn feli þrennt í sér: 1. Að Íbúðalánasjóði var óheimilt að krefja skuldara um uppgreiðslugjald þegar þeir greiddu upp lán sín. 2. Að Íbúðalánasjóði var óheimilt að krefja skuldara um þóknun þegar þeir borguðu inn á lán hjá sjóðnum. 3. Að þeir skuldarar sem ekki hafa getað endurfjármagnað lán sem þeir tóku hjá Íbúðalánasjóði (með nýjum hagstæðari lánum frá öðrum lánveitendum) vegna kröfu um uppgreiðslugjald geta nú krafist þess að greiða þau lán upp án viðbótargjalds. Að mati dómsins var lögfest að ÍLS gæti ekki áskilið sér þóknun umfram raunverulegan kostnað vegna tiltekins láns. Í þessu sambandi verður að hafa í huga að er umrætt lán var veitt var alþekkt að lánastofnanir krefðust uppgreiðslugjalds ef greitt var af láni fyrir gjalddaga eins og segir í dómnum. Venja var að uppgreiðslugjald væri tilgreint sem hlutfall af eftirstöðvum lánsins við uppgreiðslu og segir í dómnum að af almennri reynslu á markaði mættu skuldarar hafa vænst þess að umfang uppgreiðsluþóknunar næmi í hæsta lagi tveimur til þremur prósentum af uppgreiðsluvirði láns. Fram kemur í dómnum að fólkið sem höfðaði málið var krafið um fjárhæð sem samsvarar 16% af heildaruppgreiðsluverði veðbréfsins Viðbrögð við dómi héraðsdóms Sú spurning vaknar hvort ráðherra muni sjá til þess að allir sem hafa greitt ólögmætt uppgreiðslugjald fái það endurgreitt. Spyrja má hvort það verði gert strax eða endurgreiðslu frestað ef málinu verður áfrýjað? Sjálfsagt verður að telja að ráðherra sjái til þess að ÍLS krefjist ekki uppgreiðslugjalds af lánum sem framvegis verða uppgreidd svo lengi sem réttaráhrif dómsins standa óhögguð, en hafa verður í huga að áfrýjun til Landsréttar frestar réttaráhrifum dómsins. Þá vaknar spurning hvernig ráðherra telur rétt að koma til móts við þá sem tóku Íbúðalánasjóðslán með hærri vöxtum en ella til að forðast skilyrði um uppgreiðslugjöld? Þá er ótalið tjónið sem fjöldi fólks hefur orðið fyrir með því að hafa ekki vegna uppgreiðslugjaldsins setið fast og ekki getað endurfjármagnað lán sín með hagstæðari kjörum en það býr við á láni frá ÍLS. Dómur héraðsdóms sætir miklum tíðindum, ekki síst fyrir þá sök að neytendur á íbúðalánamarkaði hafa átt erfitt uppdráttar. Augljós rangindi við framkvæmd verðtryggingar fást ekki leiðrétt og þungur róður sýnist við að fá samþykkt lyklafrumvarp. Mikilvægt er að allir sem hagsmuna eiga að gæta geri nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja rétt sinn, m.a. til greiðslu dráttarvaxta af ofteknu fé. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun