Skólastjórinn segir Flateyri fullkominn stað fyrir lýðskóla Kristján Már Unnarsson skrifar 7. desember 2020 21:42 Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólastjóri Lýðskólans á Flateyri. Egill Aðalsteinsson Eftir tvö fyrstu skólaár Lýðskólans á Flateyri hafa níu útskrifaðir nemendur gerst Flateyringar. Heimamenn segja starfsemi hans hleypa miklu lífi í samfélagið. Í frétt Stöðvar 2 mátti sjá Ölduna ÍS-47 sigla inn til hafnar á Flateyri, þó ekki með fisk heldur með nemendahóp Lýðskólans á Flateyri, að koma úr lifandi kennslustund um hafið hjá skipstjóranum. „Já, ég er allt í einu orðinn hluti af kennslunni og gaman að taka þátt í því. Það er alveg bara frábært. Þetta gefur mikið líf hérna í þorpið,“ segir Gísli Jón Kristjánsson skipstjóri. Gísli Jón Kristjánsson, skipstjóri á Öldunni ÍS-47. Nemendur fyrir aftan á bryggjunni eftir vettvangsferð á skipinu um Önundarfjörð.Egill Aðalsteinsson En hvernig hentar Flateyri fyrir skóla sem þennan? „Mjög vel. Flateyri er fullkominn staður fyrir lýðskóla,“ svarar Ingibjörg Guðmundsdóttir skólastjóri. Nemendur eru flestir Íslendingar. Tvær námsbrautir eru kenndar á íslensku; útivistarbraut sem kallast Hafið, fjöllin og þú, og hugmyndabraut sem kallast Hugmyndir, heimurinn og þú. Stefnt er á þriðju brautina, sem yrði alþjóðleg. „Sem yrði þá kennd á ensku. Vinnuheitið er „Living in the Arctic“ þar sem við ætlum aðeins að færa út kvíarnar og fara svolítið að skoða og nýta okkur þetta „arctic“ umhverfi sem við í rauninni búum við,“ segir skólastjórinn. Með skólanum bætast um þrjátíu ungmenni á aldrinum 18 til 35 ára inn í samfélagið yfir veturinn og Flateyringar fagna. Kristín Pétursdóttir kennari, til hægri, snæðir hádegisverð með nemendum í Gunnukaffi, sem þjónar sem mötuneyti skólans.Egill Aðalsteinsson „Þessi skóli er búinn að lífga þvílíkt upp á þennan bæ. Gaman líka að sjá hvað nemendur eru að setjast hér að eftir skólann,“ segir Önfirðingurinn Kristín Pétursdóttir frá Ingjaldssandi, kennari við Lýðskólann. „Við erum komin með einhverja níu nemendur sem eru orðnir Flateyringar eftir fyrstu tvö árin. Þannig að við sjáum bara hvað gerist eftir þetta skólaár,“ segir Ingibjörg skólastjóri. Nánar er fjallað um skólann og mannlíf á Flateyri í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Skóla - og menntamál Ísafjarðarbær Byggðamál Norðurslóðir Um land allt Tengdar fréttir Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11 Búa til bætiefni fyrir búfé úr salti frá fiskvinnslum Lítið fjölskyldufyrirtæki á Vestfjörðum endurnýtir salt frá fiskvinnslum og býr til saltsteina fyrir búfé. Eigendurnir segja fyrirtækið á fljúgandi siglingu því bændur vilji íslenska vöru. 3. desember 2020 21:51 Önfirski orkubóndinn segir að það þurfi lítið að smala Tveir bændur úr Önundarfirði, sem áður stunduðu sauðfjárrækt, kúabúskap og loðdýrarækt, eru alfarið orðnir raforkubændur. Þeir eru búnir að reisa þrjár smávirkjanir fyrir vestan og segjast lítið þurfa að smala. 2. desember 2020 22:46 Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. 26. nóvember 2020 22:46 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Í frétt Stöðvar 2 mátti sjá Ölduna ÍS-47 sigla inn til hafnar á Flateyri, þó ekki með fisk heldur með nemendahóp Lýðskólans á Flateyri, að koma úr lifandi kennslustund um hafið hjá skipstjóranum. „Já, ég er allt í einu orðinn hluti af kennslunni og gaman að taka þátt í því. Það er alveg bara frábært. Þetta gefur mikið líf hérna í þorpið,“ segir Gísli Jón Kristjánsson skipstjóri. Gísli Jón Kristjánsson, skipstjóri á Öldunni ÍS-47. Nemendur fyrir aftan á bryggjunni eftir vettvangsferð á skipinu um Önundarfjörð.Egill Aðalsteinsson En hvernig hentar Flateyri fyrir skóla sem þennan? „Mjög vel. Flateyri er fullkominn staður fyrir lýðskóla,“ svarar Ingibjörg Guðmundsdóttir skólastjóri. Nemendur eru flestir Íslendingar. Tvær námsbrautir eru kenndar á íslensku; útivistarbraut sem kallast Hafið, fjöllin og þú, og hugmyndabraut sem kallast Hugmyndir, heimurinn og þú. Stefnt er á þriðju brautina, sem yrði alþjóðleg. „Sem yrði þá kennd á ensku. Vinnuheitið er „Living in the Arctic“ þar sem við ætlum aðeins að færa út kvíarnar og fara svolítið að skoða og nýta okkur þetta „arctic“ umhverfi sem við í rauninni búum við,“ segir skólastjórinn. Með skólanum bætast um þrjátíu ungmenni á aldrinum 18 til 35 ára inn í samfélagið yfir veturinn og Flateyringar fagna. Kristín Pétursdóttir kennari, til hægri, snæðir hádegisverð með nemendum í Gunnukaffi, sem þjónar sem mötuneyti skólans.Egill Aðalsteinsson „Þessi skóli er búinn að lífga þvílíkt upp á þennan bæ. Gaman líka að sjá hvað nemendur eru að setjast hér að eftir skólann,“ segir Önfirðingurinn Kristín Pétursdóttir frá Ingjaldssandi, kennari við Lýðskólann. „Við erum komin með einhverja níu nemendur sem eru orðnir Flateyringar eftir fyrstu tvö árin. Þannig að við sjáum bara hvað gerist eftir þetta skólaár,“ segir Ingibjörg skólastjóri. Nánar er fjallað um skólann og mannlíf á Flateyri í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Skóla - og menntamál Ísafjarðarbær Byggðamál Norðurslóðir Um land allt Tengdar fréttir Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11 Búa til bætiefni fyrir búfé úr salti frá fiskvinnslum Lítið fjölskyldufyrirtæki á Vestfjörðum endurnýtir salt frá fiskvinnslum og býr til saltsteina fyrir búfé. Eigendurnir segja fyrirtækið á fljúgandi siglingu því bændur vilji íslenska vöru. 3. desember 2020 21:51 Önfirski orkubóndinn segir að það þurfi lítið að smala Tveir bændur úr Önundarfirði, sem áður stunduðu sauðfjárrækt, kúabúskap og loðdýrarækt, eru alfarið orðnir raforkubændur. Þeir eru búnir að reisa þrjár smávirkjanir fyrir vestan og segjast lítið þurfa að smala. 2. desember 2020 22:46 Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. 26. nóvember 2020 22:46 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír. 6. desember 2020 21:11
Búa til bætiefni fyrir búfé úr salti frá fiskvinnslum Lítið fjölskyldufyrirtæki á Vestfjörðum endurnýtir salt frá fiskvinnslum og býr til saltsteina fyrir búfé. Eigendurnir segja fyrirtækið á fljúgandi siglingu því bændur vilji íslenska vöru. 3. desember 2020 21:51
Önfirski orkubóndinn segir að það þurfi lítið að smala Tveir bændur úr Önundarfirði, sem áður stunduðu sauðfjárrækt, kúabúskap og loðdýrarækt, eru alfarið orðnir raforkubændur. Þeir eru búnir að reisa þrjár smávirkjanir fyrir vestan og segjast lítið þurfa að smala. 2. desember 2020 22:46
Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. 26. nóvember 2020 22:46