Handtökuskipanir gagnvart tveimur Samherjamönnum sagðar gefnar út í Namibíu Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2020 09:09 Í yfirlýsingu frá Samherja, sem gefin var út í síðustu viku, sagði að lögreglan í Namibíu hefði engar tilraunir gert til að hafa afskipti af núverandi eða fyrrverandi starfsmönnum félaga tengdum Samherja. Foto: Egill/Egill Aðalsteinsson Búið er að gefa út handtökuskipun gagnvart tveimur starfsmönnum Samherja í Namibíu, samkvæmt skjölum frá Ríkissaksóknara Namibíu, sem Namibian Sun vitnar í. Þetta kemur fram í frétt Namibian Sun. Skjölin sem vitnað er í eru sögð koma frá Ríkissaksóknara Namibíu en ekki er útskýrt nánar hvaða skjöl um er að ræða. Í fréttinni segir einnig að mögulega gætu mennirnir tveir verið framseldir til Namibíu. Samkvæmt Namibian Sun er um að ræða þá Ingvar Júlíusson, fjármálastjóra Samherja á Kýpur, og Egil Helga Árnason, framkvæmdastjóra Mermaria Seafood Namibia. Í yfirlýsingu frá Samherja, sem gefin var út í síðustu viku, sagði að lögreglan í Namibíu hefði engar tilraunir gert til að hafa afskipti af núverandi eða fyrrverandi starfsmönnum félaga tengdum Samherja. Namibian Sun vitnar einnig í yfirlýsingu Samherja um að ekki hafi verið reynt að ná tali af starfsmönnunum sem nefndir eru í skjölunum. Þar segir einnig að yfirvöld í Namibíu hafi engan lagagrunn til að krefjast framsals íslenskra ríkisborgara, þar sem ekkert framsalssamkomulag sé til staðar. Í frétt miðilsins segir einnig að embætti ríkissaksóknara telji líkur á því að hægt yrði að dæma Esja Holding, Mermaria Seafood, Saga Seafood og Esja Investments fyrir spillingu. Það eru félög sem tengjast rekstri Samherja í Namibíu og víðar. Ríkissaksóknari Namibíu sakar Samherja um að hafa borgað mútur til að koma höndum yfir hrossamakrílskvóta í Namibíu. Embættið hefur áætlað að ólöglegur ávinningur Samherja vegna þessa sé metinn á 547 milljónir namibíudollara, eða um 4,7 milljarða króna. Þessu hefur Samherji hafnað alfarið. Í annarri yfirlýsingu sem gefin var út í síðustu viku segir að áætlun Ríkissaksóknara feli í sér áætlaðar heildartekjur áður en skattar og gjöld hafi verið dregin frá. Ekkert hafi verið minnst á skatta, gjöld og annan rekstrarkostnað. Þá bendir félagið á að útgerðin í Namibíu hefði þegar uppi var staðið, verið rekin með tapi á tímabilinu 2012-2018. Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kyrrsetningu Heinaste aflétt og skipið selt Namibísk yfirvöld hafa aflétt kyrrsetningu á togaranum Heinaste, sem kyrrsettur var þar í landi í nóvember 2019. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað í gær samhliða sölu á togaranum. 2. desember 2020 13:48 Meintur ólöglegur ágóði Samherja sagður 4,7 milljarðar Meintur ólöglegur ágóði sem Samherji fékk af milliríkjasamningi namibískra og angólskra yfirvalda er metinn á um 4,7 milljarða íslenskra króna. Ríkisútvarpið greinir frá og hefur upp úr beiðni sem namibískur saksóknari hefur lagt fram fyrir dómstól í Namibíu. 30. nóvember 2020 22:42 Þorsteinn segir Samherjafólk ofsótt af siðlausu Ríkisútvarpinu Forstjórinn birtir opið bréf til starfsfólks fyrirtækisins þar sem hann fordæmir enn og aftur fréttaflutning RÚV ohf. og kallar hann siðlausan. 4. september 2020 10:48 Samherji kærir ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla á samfélagsmiðlum Kæran snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. 1. september 2020 11:01 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Namibian Sun. Skjölin sem vitnað er í eru sögð koma frá Ríkissaksóknara Namibíu en ekki er útskýrt nánar hvaða skjöl um er að ræða. Í fréttinni segir einnig að mögulega gætu mennirnir tveir verið framseldir til Namibíu. Samkvæmt Namibian Sun er um að ræða þá Ingvar Júlíusson, fjármálastjóra Samherja á Kýpur, og Egil Helga Árnason, framkvæmdastjóra Mermaria Seafood Namibia. Í yfirlýsingu frá Samherja, sem gefin var út í síðustu viku, sagði að lögreglan í Namibíu hefði engar tilraunir gert til að hafa afskipti af núverandi eða fyrrverandi starfsmönnum félaga tengdum Samherja. Namibian Sun vitnar einnig í yfirlýsingu Samherja um að ekki hafi verið reynt að ná tali af starfsmönnunum sem nefndir eru í skjölunum. Þar segir einnig að yfirvöld í Namibíu hafi engan lagagrunn til að krefjast framsals íslenskra ríkisborgara, þar sem ekkert framsalssamkomulag sé til staðar. Í frétt miðilsins segir einnig að embætti ríkissaksóknara telji líkur á því að hægt yrði að dæma Esja Holding, Mermaria Seafood, Saga Seafood og Esja Investments fyrir spillingu. Það eru félög sem tengjast rekstri Samherja í Namibíu og víðar. Ríkissaksóknari Namibíu sakar Samherja um að hafa borgað mútur til að koma höndum yfir hrossamakrílskvóta í Namibíu. Embættið hefur áætlað að ólöglegur ávinningur Samherja vegna þessa sé metinn á 547 milljónir namibíudollara, eða um 4,7 milljarða króna. Þessu hefur Samherji hafnað alfarið. Í annarri yfirlýsingu sem gefin var út í síðustu viku segir að áætlun Ríkissaksóknara feli í sér áætlaðar heildartekjur áður en skattar og gjöld hafi verið dregin frá. Ekkert hafi verið minnst á skatta, gjöld og annan rekstrarkostnað. Þá bendir félagið á að útgerðin í Namibíu hefði þegar uppi var staðið, verið rekin með tapi á tímabilinu 2012-2018.
Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kyrrsetningu Heinaste aflétt og skipið selt Namibísk yfirvöld hafa aflétt kyrrsetningu á togaranum Heinaste, sem kyrrsettur var þar í landi í nóvember 2019. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað í gær samhliða sölu á togaranum. 2. desember 2020 13:48 Meintur ólöglegur ágóði Samherja sagður 4,7 milljarðar Meintur ólöglegur ágóði sem Samherji fékk af milliríkjasamningi namibískra og angólskra yfirvalda er metinn á um 4,7 milljarða íslenskra króna. Ríkisútvarpið greinir frá og hefur upp úr beiðni sem namibískur saksóknari hefur lagt fram fyrir dómstól í Namibíu. 30. nóvember 2020 22:42 Þorsteinn segir Samherjafólk ofsótt af siðlausu Ríkisútvarpinu Forstjórinn birtir opið bréf til starfsfólks fyrirtækisins þar sem hann fordæmir enn og aftur fréttaflutning RÚV ohf. og kallar hann siðlausan. 4. september 2020 10:48 Samherji kærir ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla á samfélagsmiðlum Kæran snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. 1. september 2020 11:01 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Kyrrsetningu Heinaste aflétt og skipið selt Namibísk yfirvöld hafa aflétt kyrrsetningu á togaranum Heinaste, sem kyrrsettur var þar í landi í nóvember 2019. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað í gær samhliða sölu á togaranum. 2. desember 2020 13:48
Meintur ólöglegur ágóði Samherja sagður 4,7 milljarðar Meintur ólöglegur ágóði sem Samherji fékk af milliríkjasamningi namibískra og angólskra yfirvalda er metinn á um 4,7 milljarða íslenskra króna. Ríkisútvarpið greinir frá og hefur upp úr beiðni sem namibískur saksóknari hefur lagt fram fyrir dómstól í Namibíu. 30. nóvember 2020 22:42
Þorsteinn segir Samherjafólk ofsótt af siðlausu Ríkisútvarpinu Forstjórinn birtir opið bréf til starfsfólks fyrirtækisins þar sem hann fordæmir enn og aftur fréttaflutning RÚV ohf. og kallar hann siðlausan. 4. september 2020 10:48
Samherji kærir ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla á samfélagsmiðlum Kæran snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. 1. september 2020 11:01