Hinn grenjandi minnihluti Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 9. desember 2020 13:30 Í umræðum um stofnun hálendisþjóðgarðs á Alþingi í gær voru flestir þingmenn sem tóku til máls andvígir stofnun hálendisþjóðgarðsins eða höfðu uppi verulega fyrirvara við stofnun garðsins. Á meðan umræðunni stóð fengum við þingmenn bæði tölvupósta og skilaboð sem öll hvöttu okkur til þess að hafna skertu frelsi landsmanna til aðgengis um hálendi landsins. Við vorum vöruð við að semja ekki af okkur þau réttindi sem fylgt hafa landsmönnum um aldir og tilheyra kynslóðum framtíðar. Varasamt er að takmarka aðgengi almennings að landsvæðum innan þjóðgarðs með gjaldtöku og aukinni stýringu. Margar umsagnir bárust einnig í samráðsgátt stjórnvalda eða 72 talsins, sem gefur til kynna mikinn áhuga á málefninu. Við megum ekki mistúlka hugtakið um sjálfbærni á þann hátt að þróun samtímans dragi úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta grunnþörfum sínum. Þær geta verið ýmsar eins og þörf fyrir vistvæna orku og dreifingu hennar með arðbærum hætti. Skiptar skoðanir eru innan sveitarfélaga um stofnun þjóðgarðsins og umsagnir þeirra til bera vott um að andstaða þeirra er hörð þar sem skipulagsvald þeirra verður skert til muna innan þess svæðis sem fellur undir fyrirhugað svæði. Auk þess kemur það skýrt fram að að ekki hefur náðst viðunnandi niðurstaða um heimildir til orkunýtingar innan svæðisins og ljóst að umræða um rammaáætlun þarf að eiga sér stað áður. Umræðu um þriðja áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða er ólokið og án niðurstöðu er stofnun hálendisþjóðgarðs ótímabær. Áhyggjur af sama meiði má lesa í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sama stef má lesa í umsögn Bændasamtaka Íslands þar sem þau segja að umræðu um rammaáætlun verði að ljúka áður. Í hátíðarræðum eru bændur oft, að sönnu, sagðir vörslumenn landsins, í einni slíkri frá árinu 1998 sagði þáverandi formaður Bændasamtaka Íslands við setningu Búnaðarþings að bændur stæðu landinu næst, væru þar með hæfastir til þess að standa vörð um landið og auðlindir þess. En fræðimenn teldu hins vegar landið allt og nýting þess ætti að vera undir ströngu fræðilegu eftirliti, þó svo að kostnaðar við eftirlitið drægi úr möguleikum til nýtingar landsins. Þetta hefur ekkert breyst, okkur ber að finna leið að því hvernig við öll getum notið þess að fara um landið gæta hagsmuna komandi kynslóða og standa vörð um þann rétt sem við höfum til skynsamlegrar nýtingar auðlinda. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Þjóðgarðar Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Hálendisþjóðgarður Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum um stofnun hálendisþjóðgarðs á Alþingi í gær voru flestir þingmenn sem tóku til máls andvígir stofnun hálendisþjóðgarðsins eða höfðu uppi verulega fyrirvara við stofnun garðsins. Á meðan umræðunni stóð fengum við þingmenn bæði tölvupósta og skilaboð sem öll hvöttu okkur til þess að hafna skertu frelsi landsmanna til aðgengis um hálendi landsins. Við vorum vöruð við að semja ekki af okkur þau réttindi sem fylgt hafa landsmönnum um aldir og tilheyra kynslóðum framtíðar. Varasamt er að takmarka aðgengi almennings að landsvæðum innan þjóðgarðs með gjaldtöku og aukinni stýringu. Margar umsagnir bárust einnig í samráðsgátt stjórnvalda eða 72 talsins, sem gefur til kynna mikinn áhuga á málefninu. Við megum ekki mistúlka hugtakið um sjálfbærni á þann hátt að þróun samtímans dragi úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta grunnþörfum sínum. Þær geta verið ýmsar eins og þörf fyrir vistvæna orku og dreifingu hennar með arðbærum hætti. Skiptar skoðanir eru innan sveitarfélaga um stofnun þjóðgarðsins og umsagnir þeirra til bera vott um að andstaða þeirra er hörð þar sem skipulagsvald þeirra verður skert til muna innan þess svæðis sem fellur undir fyrirhugað svæði. Auk þess kemur það skýrt fram að að ekki hefur náðst viðunnandi niðurstaða um heimildir til orkunýtingar innan svæðisins og ljóst að umræða um rammaáætlun þarf að eiga sér stað áður. Umræðu um þriðja áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða er ólokið og án niðurstöðu er stofnun hálendisþjóðgarðs ótímabær. Áhyggjur af sama meiði má lesa í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sama stef má lesa í umsögn Bændasamtaka Íslands þar sem þau segja að umræðu um rammaáætlun verði að ljúka áður. Í hátíðarræðum eru bændur oft, að sönnu, sagðir vörslumenn landsins, í einni slíkri frá árinu 1998 sagði þáverandi formaður Bændasamtaka Íslands við setningu Búnaðarþings að bændur stæðu landinu næst, væru þar með hæfastir til þess að standa vörð um landið og auðlindir þess. En fræðimenn teldu hins vegar landið allt og nýting þess ætti að vera undir ströngu fræðilegu eftirliti, þó svo að kostnaðar við eftirlitið drægi úr möguleikum til nýtingar landsins. Þetta hefur ekkert breyst, okkur ber að finna leið að því hvernig við öll getum notið þess að fara um landið gæta hagsmuna komandi kynslóða og standa vörð um þann rétt sem við höfum til skynsamlegrar nýtingar auðlinda. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar