Haltu kjafti, hlýddu og vertu góður Karl Gauti Hjaltason skrifar 10. desember 2020 14:00 Af hverju gengur mörgum drengjum svona illa að læra og miklu verr en stúlkunum? Er það vegna þess að þeir eru svona óþekkir og latir? Af hverju geta þeir ekki setið og hagað sér vel. Þá myndi allt ganga svo miklu betur? Fyrirmyndarnemandinn Viðmið um rétta hegðun er að fyrirmyndarbarnið eigi að vera stillt og þægt, læra og hlýða kennaranum. Afskaplega fáir drengir ná að uppfylla þessar væntingar hvað þá í langri kennslustund. Stúlkur eiga margar auðvelt með að haga sér svo vel líki. Strákapör ekki liðin Skólarnir eru almennt óþolinmóðir gagnvart því sem nefnt var strákapör fyrir nokkrum áratugum. Nú er slík hegðun oftar talin óviðunandi, jafnvel óeðlileg. Fyrirferðarmiklir drengirnir fá á sig stimpilinn „óþekkir“ jafnvel „ofvirkir“. Þörfum þeirra er ekki mætt og þeir finna sig ekki í náminu. Afleiðingin er sú að stórum hluta drengja líður illa í skóla. Einungis sú staðreynd ætti að hringja bjöllum um að lagfæringa sé þörf. Vanlíðan og brottfall Árangurinn er eins og við má búast, strákar standa sig almennt miklu ver en stúlkur. Og afleiðingarnar halda áfram að koma fram eftir því sem fram vindur. Þriðjungur drengja geta ekki lesið sér til gagns í lok grunnskólagöngu, meðan það hlutfall er mun lægra meðal stúlkna. Afleiðingar þessa fylgja strákunum fram eftir öllum ungdómsárunum. Unglingspiltar hverfa úr framhaldsskólunum. Miklu færri karlar stunda háskólanám og einungis 30% af þeim sem útskrifast með meistaragráðu úr háskólum eru karlar. Djúpstæðar afleiðingar Ungir karlar lenda í alls kyns klandri og sést það glögglega í öllum tölum, sem fjalla um tíðni afbrota, ofbeldis, fíkniefnaneyslu, fangelsisrefsinga og sjálfsvíga. Margir ungir karlmenn ná ekki tökum á lífi sínu lengi framan af ævi, öfugt við jafnaldra þeirra meðal kvenna. Kveikja áhuga Grunnurinn virðist vera læsi á fyrstu skólaárunum. Vandinn við að bæta lestur drengja er ekki óleysanlegur. Einungis þarf viðhorfsbreytingu og vilja. Gagnreyndar aðferðir þarf að nota. Kennslufræði nútímans virðist vera búin að afskrifa þær. Þrátt fyrir ábendingar fjölmargra lærimeistara virðist illa ganga að snúa kennsluaðferðum að þessu leyti. Til þess að ná leikni á hvaða sviði sem er þarf að ná undirstöðuatriðunum. Það er lykillinn að árangri. Hrós, ærsl og keppni Drengir þurfa öðruvísi örvun en stúlkur. Kennsluaðferðum sem snúa að drengjum þarf að breyta og sníða þær að þörfum þeirra. Þeim þarf að hrósa fyrir frammistöðu á annan mælikvarða en nú er ástundað. Leggja þarf meiri áherslu á uppbrot og keppni í námi drengja. Hættum að gera þá óörugga með sjálfa sig af því að þeir eru ekki nákvæmlega eins og kerfið krefst. Eflum líka strákana okkar! Fyrirsögnin Upphafsorð þessarar greinar er sótt í kveðskap eftir Kristján Níels Jónsson, sem nefndi sjálfan sig Káinn og eiga vel við efni greinarinnar um viðhorf til drengja í skólakerfinu. En vísan hljóðar svo í heild: Ný vögguvísa Farðu að sofa, blessað barnið smáa,brúkaðu ekki minnsta fjandans þráa.Haltu kjafti! Hlýddu og vertu góður!Heiðra skaltu föður þinn og móður. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Karl Gauti Hjaltason Tengdar fréttir Ólæsir ærslabelgir „Rúmlega helmingur landsmanna mun vera kvenfólk, tæplega helmingur landsmanna erum við menn“. Svona sungu Stuðmenn hér um árið. 30. nóvember 2020 17:01 Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Af hverju gengur mörgum drengjum svona illa að læra og miklu verr en stúlkunum? Er það vegna þess að þeir eru svona óþekkir og latir? Af hverju geta þeir ekki setið og hagað sér vel. Þá myndi allt ganga svo miklu betur? Fyrirmyndarnemandinn Viðmið um rétta hegðun er að fyrirmyndarbarnið eigi að vera stillt og þægt, læra og hlýða kennaranum. Afskaplega fáir drengir ná að uppfylla þessar væntingar hvað þá í langri kennslustund. Stúlkur eiga margar auðvelt með að haga sér svo vel líki. Strákapör ekki liðin Skólarnir eru almennt óþolinmóðir gagnvart því sem nefnt var strákapör fyrir nokkrum áratugum. Nú er slík hegðun oftar talin óviðunandi, jafnvel óeðlileg. Fyrirferðarmiklir drengirnir fá á sig stimpilinn „óþekkir“ jafnvel „ofvirkir“. Þörfum þeirra er ekki mætt og þeir finna sig ekki í náminu. Afleiðingin er sú að stórum hluta drengja líður illa í skóla. Einungis sú staðreynd ætti að hringja bjöllum um að lagfæringa sé þörf. Vanlíðan og brottfall Árangurinn er eins og við má búast, strákar standa sig almennt miklu ver en stúlkur. Og afleiðingarnar halda áfram að koma fram eftir því sem fram vindur. Þriðjungur drengja geta ekki lesið sér til gagns í lok grunnskólagöngu, meðan það hlutfall er mun lægra meðal stúlkna. Afleiðingar þessa fylgja strákunum fram eftir öllum ungdómsárunum. Unglingspiltar hverfa úr framhaldsskólunum. Miklu færri karlar stunda háskólanám og einungis 30% af þeim sem útskrifast með meistaragráðu úr háskólum eru karlar. Djúpstæðar afleiðingar Ungir karlar lenda í alls kyns klandri og sést það glögglega í öllum tölum, sem fjalla um tíðni afbrota, ofbeldis, fíkniefnaneyslu, fangelsisrefsinga og sjálfsvíga. Margir ungir karlmenn ná ekki tökum á lífi sínu lengi framan af ævi, öfugt við jafnaldra þeirra meðal kvenna. Kveikja áhuga Grunnurinn virðist vera læsi á fyrstu skólaárunum. Vandinn við að bæta lestur drengja er ekki óleysanlegur. Einungis þarf viðhorfsbreytingu og vilja. Gagnreyndar aðferðir þarf að nota. Kennslufræði nútímans virðist vera búin að afskrifa þær. Þrátt fyrir ábendingar fjölmargra lærimeistara virðist illa ganga að snúa kennsluaðferðum að þessu leyti. Til þess að ná leikni á hvaða sviði sem er þarf að ná undirstöðuatriðunum. Það er lykillinn að árangri. Hrós, ærsl og keppni Drengir þurfa öðruvísi örvun en stúlkur. Kennsluaðferðum sem snúa að drengjum þarf að breyta og sníða þær að þörfum þeirra. Þeim þarf að hrósa fyrir frammistöðu á annan mælikvarða en nú er ástundað. Leggja þarf meiri áherslu á uppbrot og keppni í námi drengja. Hættum að gera þá óörugga með sjálfa sig af því að þeir eru ekki nákvæmlega eins og kerfið krefst. Eflum líka strákana okkar! Fyrirsögnin Upphafsorð þessarar greinar er sótt í kveðskap eftir Kristján Níels Jónsson, sem nefndi sjálfan sig Káinn og eiga vel við efni greinarinnar um viðhorf til drengja í skólakerfinu. En vísan hljóðar svo í heild: Ný vögguvísa Farðu að sofa, blessað barnið smáa,brúkaðu ekki minnsta fjandans þráa.Haltu kjafti! Hlýddu og vertu góður!Heiðra skaltu föður þinn og móður. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Ólæsir ærslabelgir „Rúmlega helmingur landsmanna mun vera kvenfólk, tæplega helmingur landsmanna erum við menn“. Svona sungu Stuðmenn hér um árið. 30. nóvember 2020 17:01
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar