Uppgreiðsluþóknunin leggist ofan á 200 milljarða fjárhagsbagga vegna ÍLS Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. desember 2020 19:01 Bjarni Benediktsson segir mikilvægt að tryggja hagsmuni neytenda. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir mögulegar greiðslur til þeirra sem greitt hafi uppgreiðslugjald vegna lána sinna hjá Íbúðalánasjóði leggjast ofan á um tvö hundruð milljarða fjárhagsbagga ríkisins vegna Íbúðalánasjóðs. Mikilvægt sé þó að tryggja fjárhagslega hagsmuni lántakenda sem hugsanlega hafi verið brotið á hjá sjóðnum. Héraðsdómur Reykjavíkur komst í síðustu viku að þeirri niðurstöðu að svokölluð uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hafi verið ólögmæt. Um er að ræða gríðarlega hagsmuni fyrir lántakendur sjóðsins, en árið 2018 höfðu hátt í fjórtán þúsund manns tekið húsnæðislán með skilmálum um uppgreiðslugjöld frá árinu 2005. Ríkið hefur áfrýjað dómnum en ef efra dómstig kemst að sömu niðurstöðu gæti ríkissjóður þurft að greiða út tugi milljarða. „Hérna eru auðvitað gríðarlegir hagsmunir fyrir þúsundir íslenskra heimila sem við erum að fjalla um,“ segir Bjarni. Vandi Íbúðalánasjóðs hafi verið töluverður undanfarin ár. „Þetta bætist ofan á önnur vandræði sem Íbúðalánasjóður hefur verið í. Heildarvandi ríkissjóðs vegna Íbúðalánasjóðs er í kringum 200 milljarðar.“ Það verði skellur ef niðurstaða efra dómstigs falli á sömu leið en að það muni þó ekki valda straumhvörfum í ríkisfjármálunum. „Maður hefur ekki leyfi til þess að horfa á þetta bara út frá stöðu ríkissjóðs. Maður verður að horfa á hinn enda málsins. Ef fólk á rétt á því að vera laust úr viðskiptum við Íbúðalánasjóð án þess að reiða þessi háu útgöngugjöld, þessi uppgreiðslugjöld, þá verðum við að veita þann rétt og það eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir fyrir þúsundir íslenskra heimila sem við verðum að tryggja,“ segir Bjarni. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi lán Íbúðalánasjóðs ólögmæt í síðustu viku, en um er að ræða lán sem voru veitt árin 2005 til 2013. Heimild sjóðsins til uppgreiðsluþóknunar var byggð á neyðarheimild sem átti að vera hugsuð til að forða áhlaupi og koma í veg fyrir að stórkostlegar uppgreiðslur gætu leitt til fjárþrots hans, en að mati dómsins var heimildin ekki geta verið grundvöllur að löglegri álagningu slíkra gjalda. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Fleiri fréttir Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur komst í síðustu viku að þeirri niðurstöðu að svokölluð uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hafi verið ólögmæt. Um er að ræða gríðarlega hagsmuni fyrir lántakendur sjóðsins, en árið 2018 höfðu hátt í fjórtán þúsund manns tekið húsnæðislán með skilmálum um uppgreiðslugjöld frá árinu 2005. Ríkið hefur áfrýjað dómnum en ef efra dómstig kemst að sömu niðurstöðu gæti ríkissjóður þurft að greiða út tugi milljarða. „Hérna eru auðvitað gríðarlegir hagsmunir fyrir þúsundir íslenskra heimila sem við erum að fjalla um,“ segir Bjarni. Vandi Íbúðalánasjóðs hafi verið töluverður undanfarin ár. „Þetta bætist ofan á önnur vandræði sem Íbúðalánasjóður hefur verið í. Heildarvandi ríkissjóðs vegna Íbúðalánasjóðs er í kringum 200 milljarðar.“ Það verði skellur ef niðurstaða efra dómstigs falli á sömu leið en að það muni þó ekki valda straumhvörfum í ríkisfjármálunum. „Maður hefur ekki leyfi til þess að horfa á þetta bara út frá stöðu ríkissjóðs. Maður verður að horfa á hinn enda málsins. Ef fólk á rétt á því að vera laust úr viðskiptum við Íbúðalánasjóð án þess að reiða þessi háu útgöngugjöld, þessi uppgreiðslugjöld, þá verðum við að veita þann rétt og það eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir fyrir þúsundir íslenskra heimila sem við verðum að tryggja,“ segir Bjarni. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi lán Íbúðalánasjóðs ólögmæt í síðustu viku, en um er að ræða lán sem voru veitt árin 2005 til 2013. Heimild sjóðsins til uppgreiðsluþóknunar var byggð á neyðarheimild sem átti að vera hugsuð til að forða áhlaupi og koma í veg fyrir að stórkostlegar uppgreiðslur gætu leitt til fjárþrots hans, en að mati dómsins var heimildin ekki geta verið grundvöllur að löglegri álagningu slíkra gjalda.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Fleiri fréttir Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Sjá meira