Veiking krónunnar styður við útflutning sjávarafurða Heimir Már Pétursson skrifar 11. desember 2020 19:21 Gengisfall krónunnar á þessu ári jók tekjur af útflutningi í krónum talið en þær drógust saman um níu prósent í evrum. Kostnaður sjávarútvegsins er þó mestur í krónum. Vísir/ Vilhelm Verðmæti útflutnings íslenskra sjávarafurða hefur náð að halda í horfinu frá fyrra ári þrátt fyrir heimsfaraldur, miklar sveiflur á gengi krónunnar og loðnubrest. Framkvæmdastjór Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir þetta varnarsigur. Gengi íslensku krónunnar hefur veikst mikið frá upphafi kórónuveirufaraldursins og var veikast um miðjan nóvember. En undanfarnar vikur og daga hefur krónan styrkst mjög mikið aftur. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir þessar sveiflur á genginu og faraldurinn sjálfur hafa haft mikil áhrif á stöðu sjávarútvegsins. Hann er með tekjurnar í erlendri mynt en stærsta hluta kostnaðarins í íslenskum krónum. „Þegar við höfum séð tölur ellefu mánaða af tólf finnst mér niðurstaðan vera að við getum sagt að við höfum unnið varnarsigur. Að það sé eitt prósent aukning verðmæta í krónum talið í útflutningi sjávarafurða er vel. Þetta er níu prósenta samdráttur í erlendri mynt sem er töluvert. Meiri samdráttur en var til dæmis þegar hér var sjómannaverkfall árið 2017,“ segir Heiðrún Lind. Heiðrún Lind Marteinsdóttir segir í raun aðdáunarvert að tekist hafi að auka útflutningsverðmæti sjávarafurða lítillega í krónum talið í heimsfaraldri og loðnubresti.Stöð 2/Sigurjón En á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs er heildar útflutningsverðmætið 247 milljarðar, var 243 milljarðar fyrir sömu mánuði í fyrra en á bláu línunni sést hvernig gengi krónunnar hefur þróast á sama tíma. Veiking krónunnar hefur vegið upp á móti minna magni í útflutingi aðallega vegna loðnubrests og lægra verði í erlendri mynt. „Á hverjum einasta degi hafa fyrirtæki þurft að grípa til einhverra aðgerða. Breyta sinni starfsemi. Það á við um alla virðiskeðjuna. Það eru veiðar, vinnsla, það er flutningur og sala. Allt hefur orðið fyrir áhrif af þessari kórónuveiru,“ segir Heiðrún Lind. Vegna algers hruns í útflutningi þjónustu, það er ferðaþjónustunni, hefur hlutfall sjávarútvegsins í útflutningi hækkað úr 19 prósentum í fyrra í 27 prósent á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs. Hefur hlutfallið ekki verið eins hátt síðan árið 2008. „Þannig að það að okkur hafi tekist að halda sjó í gegnum þetta er svo að segja aðdáunarvert,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir. Sjávarútvegur Efnahagsmál Íslenska krónan Verðlag Tengdar fréttir Evran 12 krónum ódýrari en fyrir sex vikum Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst mikið undanfarna daga eftir mikla veikingu hennar gagnvart helstu gjaldmiðlum síðustu mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig kostar evran nú tólf krónum minna en í lok október. 8. desember 2020 19:31 Krónan að braggast og þrýstingur á verðlag minnkar Mikil styrking á gengi krónunnar á undanförnum vikum ætti að leiða til umtalsverðrar lækkunar á verði innfluttrar vöru í vetur að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Jákvæðar væntingar vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar. 8. desember 2020 15:01 Enn óvissa um mikilvægan fiskmarkað í Bretlandi Enn ríkir óvissa um stöðu útflutnings á íslenskum fiski til til Bretlands til langframa eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu um áramót. Bráðabirgðasamkomulag gildir fram á mitt næsta ár. 17. nóvember 2020 19:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Gengi íslensku krónunnar hefur veikst mikið frá upphafi kórónuveirufaraldursins og var veikast um miðjan nóvember. En undanfarnar vikur og daga hefur krónan styrkst mjög mikið aftur. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir þessar sveiflur á genginu og faraldurinn sjálfur hafa haft mikil áhrif á stöðu sjávarútvegsins. Hann er með tekjurnar í erlendri mynt en stærsta hluta kostnaðarins í íslenskum krónum. „Þegar við höfum séð tölur ellefu mánaða af tólf finnst mér niðurstaðan vera að við getum sagt að við höfum unnið varnarsigur. Að það sé eitt prósent aukning verðmæta í krónum talið í útflutningi sjávarafurða er vel. Þetta er níu prósenta samdráttur í erlendri mynt sem er töluvert. Meiri samdráttur en var til dæmis þegar hér var sjómannaverkfall árið 2017,“ segir Heiðrún Lind. Heiðrún Lind Marteinsdóttir segir í raun aðdáunarvert að tekist hafi að auka útflutningsverðmæti sjávarafurða lítillega í krónum talið í heimsfaraldri og loðnubresti.Stöð 2/Sigurjón En á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs er heildar útflutningsverðmætið 247 milljarðar, var 243 milljarðar fyrir sömu mánuði í fyrra en á bláu línunni sést hvernig gengi krónunnar hefur þróast á sama tíma. Veiking krónunnar hefur vegið upp á móti minna magni í útflutingi aðallega vegna loðnubrests og lægra verði í erlendri mynt. „Á hverjum einasta degi hafa fyrirtæki þurft að grípa til einhverra aðgerða. Breyta sinni starfsemi. Það á við um alla virðiskeðjuna. Það eru veiðar, vinnsla, það er flutningur og sala. Allt hefur orðið fyrir áhrif af þessari kórónuveiru,“ segir Heiðrún Lind. Vegna algers hruns í útflutningi þjónustu, það er ferðaþjónustunni, hefur hlutfall sjávarútvegsins í útflutningi hækkað úr 19 prósentum í fyrra í 27 prósent á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs. Hefur hlutfallið ekki verið eins hátt síðan árið 2008. „Þannig að það að okkur hafi tekist að halda sjó í gegnum þetta er svo að segja aðdáunarvert,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir.
Sjávarútvegur Efnahagsmál Íslenska krónan Verðlag Tengdar fréttir Evran 12 krónum ódýrari en fyrir sex vikum Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst mikið undanfarna daga eftir mikla veikingu hennar gagnvart helstu gjaldmiðlum síðustu mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig kostar evran nú tólf krónum minna en í lok október. 8. desember 2020 19:31 Krónan að braggast og þrýstingur á verðlag minnkar Mikil styrking á gengi krónunnar á undanförnum vikum ætti að leiða til umtalsverðrar lækkunar á verði innfluttrar vöru í vetur að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Jákvæðar væntingar vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar. 8. desember 2020 15:01 Enn óvissa um mikilvægan fiskmarkað í Bretlandi Enn ríkir óvissa um stöðu útflutnings á íslenskum fiski til til Bretlands til langframa eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu um áramót. Bráðabirgðasamkomulag gildir fram á mitt næsta ár. 17. nóvember 2020 19:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Evran 12 krónum ódýrari en fyrir sex vikum Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst mikið undanfarna daga eftir mikla veikingu hennar gagnvart helstu gjaldmiðlum síðustu mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig kostar evran nú tólf krónum minna en í lok október. 8. desember 2020 19:31
Krónan að braggast og þrýstingur á verðlag minnkar Mikil styrking á gengi krónunnar á undanförnum vikum ætti að leiða til umtalsverðrar lækkunar á verði innfluttrar vöru í vetur að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Jákvæðar væntingar vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar. 8. desember 2020 15:01
Enn óvissa um mikilvægan fiskmarkað í Bretlandi Enn ríkir óvissa um stöðu útflutnings á íslenskum fiski til til Bretlands til langframa eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu um áramót. Bráðabirgðasamkomulag gildir fram á mitt næsta ár. 17. nóvember 2020 19:00