Biden gagnrýnd í Wall Street Journal fyrir að kalla sig Dr. Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. desember 2020 20:46 Jill Biden er hámenntaður kennari og hyggst halda áfram störfum eftir að eiginmaður hennar sver embættiseið. epa/Luong Thai Linh Skoðanagrein í Wall Street Journal, þar sem höfundur kallaði Jill Biden „kiddo“ og hvatti hana til að hætta að tala um sjálfa sig sem doktor, það er að nota titilinn Dr. fyrir framan nafnið sitt, hefur vakið hörð viðbrögð. Biden er menntaður kennslufræðingur og státar meðal annars af tveimur meistaragráðum auk doktorsgráðunnar. „Dr. Jill Biden hljómar og virkar falskt, svo ekki sé minnst á kómískt,“ segir Joseph Epstein, 83 ára rithöfundur og fræðamaður. „Vitur maður sagði einu sinni að það ætti enginn að kalla sig Dr. nema hafa tekið á móti barni,“ segir Epstein enn fremur. „Veltu þessu fyrir þér, Dr. Jill, og hættu að nota doktorinn.“ „Gleymdu þeirri ánægju sem þú nýtur af því að vera Dr. Jill og láttu þér nægja hina miklu gleði sem fylgir því að búa næstu fjögur ár í besta opinbera húsnæðinu í heimi sem forsetafrúin Jill Biden.“ Hefði aldrei verið skrifað um karlmann Greinin bar yfirskriftina „Er doktor í Hvíta húsinu? Ekki ef þig vantar lækni“ og fólk var ekki lengi að taka við sér og lýsa hneykslan sinni á samskiptamiðlum. Dear @DrBiden: My father was a non-medical doctor. And his work benefited humanity greatly. Yours does, too. pic.twitter.com/LD8eBt6ew2— Be A King (@BerniceKing) December 13, 2020 „Faðir minn var ekki-lækna doktor. Og mannkynið uppskar stórum vegna starfa hans. Það mun líka gera það vegna þín,“ tísti Bernice King, dóttir Martin Luther King Jr. til Biden. Þá tjáði Doug Emhoff, eiginmaður Kamölu Harris, sig um málið og sagði Biden hafa unnið ötullega fyrir titlinum og að hún veitti sér, nemendum sínum og öllum Bandaríkjamönnum innblástur. „Þetta hefði aldrei verið skrifað um karlmann,“ sagði hann. Northwestern University, þar sem Epstein kenndi til 2002, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem afstaða fræðamannsins var gagnrýnd og sögð lýsa kvenfyrirlitningu. Joe, kiddo. I got my PhD when 2 ancient & 2 mod langs were required & 10y of bowing & scraping to men like you. So I use my title. Sure, It’s not for BAs like you mistaken for MDs, but for ppl like me & Dr. Biden who are mistaken for housewives. https://t.co/0Qq1wBWFij— Virginia Heffernan (@page88) December 12, 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Jafnréttismál Bandaríkin Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira
Biden er menntaður kennslufræðingur og státar meðal annars af tveimur meistaragráðum auk doktorsgráðunnar. „Dr. Jill Biden hljómar og virkar falskt, svo ekki sé minnst á kómískt,“ segir Joseph Epstein, 83 ára rithöfundur og fræðamaður. „Vitur maður sagði einu sinni að það ætti enginn að kalla sig Dr. nema hafa tekið á móti barni,“ segir Epstein enn fremur. „Veltu þessu fyrir þér, Dr. Jill, og hættu að nota doktorinn.“ „Gleymdu þeirri ánægju sem þú nýtur af því að vera Dr. Jill og láttu þér nægja hina miklu gleði sem fylgir því að búa næstu fjögur ár í besta opinbera húsnæðinu í heimi sem forsetafrúin Jill Biden.“ Hefði aldrei verið skrifað um karlmann Greinin bar yfirskriftina „Er doktor í Hvíta húsinu? Ekki ef þig vantar lækni“ og fólk var ekki lengi að taka við sér og lýsa hneykslan sinni á samskiptamiðlum. Dear @DrBiden: My father was a non-medical doctor. And his work benefited humanity greatly. Yours does, too. pic.twitter.com/LD8eBt6ew2— Be A King (@BerniceKing) December 13, 2020 „Faðir minn var ekki-lækna doktor. Og mannkynið uppskar stórum vegna starfa hans. Það mun líka gera það vegna þín,“ tísti Bernice King, dóttir Martin Luther King Jr. til Biden. Þá tjáði Doug Emhoff, eiginmaður Kamölu Harris, sig um málið og sagði Biden hafa unnið ötullega fyrir titlinum og að hún veitti sér, nemendum sínum og öllum Bandaríkjamönnum innblástur. „Þetta hefði aldrei verið skrifað um karlmann,“ sagði hann. Northwestern University, þar sem Epstein kenndi til 2002, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem afstaða fræðamannsins var gagnrýnd og sögð lýsa kvenfyrirlitningu. Joe, kiddo. I got my PhD when 2 ancient & 2 mod langs were required & 10y of bowing & scraping to men like you. So I use my title. Sure, It’s not for BAs like you mistaken for MDs, but for ppl like me & Dr. Biden who are mistaken for housewives. https://t.co/0Qq1wBWFij— Virginia Heffernan (@page88) December 12, 2020
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Jafnréttismál Bandaríkin Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira