Stendur ekki til að „teppaleggja landið með vindmyllugörðum“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. desember 2020 16:05 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakokbsdóttir forsætisráðherra segir tækifæri liggja í vindorku og að mikilvægt sé að setja skýran ramma um þar um. Ekki standi þó til að „teppaleggja láglendi Íslands með vindmyllugörðum.“ Þetta kom fram í svari Katrínar við fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Bergþór spurði Katrínu um orkustefnu ríkisstjórnarinnar í tengslum við frumvarp um hálendisþjóðgarð. „Iðulega þykir mér ekki fara saman hljóð og mynd þegar ríkisstjórnin setur fram sjónarmið sín og markmið, enda stýring málaflokka sennilega aldrei verið jafn aðskilin og nú,“ sagði Bergþór og vísaði til þess að markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hefðu verið kynnt á svipuðum tíma og mælt var fyrir frumvarpi um stofnun hálendisþjóðgarðs. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.vísir/vilhelm „Frekari orkunýting sem möguleg er samkvæmt frumvarpsdrögunum er smáræði í stóru myndinni, enda má reikna með því að svokallaður biðflokkur rammaáætlunar falli allur niður verði frumvarpið að lögum,“ sagði Bergþór og spurði hvort Katrín teldi það samræmast markmiðum um kolefnishlutleysi „að takmarka framleiðslu á grænni orku jafn mikið“ og frumvarpið bæri með sér. Katrín sagði spurningu Bergþórs bera með sér að hann teldi best að ná markmiðum í loftslagsmálum með því að leggja hálendið allt undir vatnsaflsvirkjanir. „Og ég er ekki sammála þeim forsendum,“ sagði Katrín. Samdráttur í losun snúist um að nýta orkuna öðruvísi. „Þar erum við ekki eingöngu að tala um rafmagn. Við erum líka að tala um aðra þætti, svo sem vetni, metan og fleira því það eru ólíkir orkugjafar sem þarf til þess að ná árangri í ólíkum greinum út frá orkuskiptum.“ Hér má sjá grænar útlínur af hálendisþjóðgarði samkvæmt frumvarpi. Gulu línurnar eru þegar friðlýst svæði. Miðað við virkjanir í nýtingarflokki í rammaáætlun blasi ekki við orkuþurrð. „Það er ekki eins og við séum að horfa fram á einhverja þurð þó að við afgreiðum hér með gleði frumvarp um miðhálendisþjóðgarð. Og annað af markmiðum þjóðgarðsins er beinlínis að endurheimta gróður og jarðveg sem getur þjónað markmiðum okkar um aukna kolefnisbindingu.“ Bergþór spurði Katrínu hvort hún sjái fyrir sér að„teppaleggja láglendi landsins með vindmyllurgörðum til að vinna á móti takmörkunum á hálendinu.“ Katrín sagði tækifæri liggja í vindorku þrátt fyrir að láglendið yrði ekki teppalagt. „Að sjálfsögðu munum við nýta vindorku með öðrum orkugjöfum. „Við gerum það til framtíðar. Það er mín sýn. Hún á ekki að þekja landið allt.“ Hálendisþjóðgarður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Þetta kom fram í svari Katrínar við fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Bergþór spurði Katrínu um orkustefnu ríkisstjórnarinnar í tengslum við frumvarp um hálendisþjóðgarð. „Iðulega þykir mér ekki fara saman hljóð og mynd þegar ríkisstjórnin setur fram sjónarmið sín og markmið, enda stýring málaflokka sennilega aldrei verið jafn aðskilin og nú,“ sagði Bergþór og vísaði til þess að markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hefðu verið kynnt á svipuðum tíma og mælt var fyrir frumvarpi um stofnun hálendisþjóðgarðs. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.vísir/vilhelm „Frekari orkunýting sem möguleg er samkvæmt frumvarpsdrögunum er smáræði í stóru myndinni, enda má reikna með því að svokallaður biðflokkur rammaáætlunar falli allur niður verði frumvarpið að lögum,“ sagði Bergþór og spurði hvort Katrín teldi það samræmast markmiðum um kolefnishlutleysi „að takmarka framleiðslu á grænni orku jafn mikið“ og frumvarpið bæri með sér. Katrín sagði spurningu Bergþórs bera með sér að hann teldi best að ná markmiðum í loftslagsmálum með því að leggja hálendið allt undir vatnsaflsvirkjanir. „Og ég er ekki sammála þeim forsendum,“ sagði Katrín. Samdráttur í losun snúist um að nýta orkuna öðruvísi. „Þar erum við ekki eingöngu að tala um rafmagn. Við erum líka að tala um aðra þætti, svo sem vetni, metan og fleira því það eru ólíkir orkugjafar sem þarf til þess að ná árangri í ólíkum greinum út frá orkuskiptum.“ Hér má sjá grænar útlínur af hálendisþjóðgarði samkvæmt frumvarpi. Gulu línurnar eru þegar friðlýst svæði. Miðað við virkjanir í nýtingarflokki í rammaáætlun blasi ekki við orkuþurrð. „Það er ekki eins og við séum að horfa fram á einhverja þurð þó að við afgreiðum hér með gleði frumvarp um miðhálendisþjóðgarð. Og annað af markmiðum þjóðgarðsins er beinlínis að endurheimta gróður og jarðveg sem getur þjónað markmiðum okkar um aukna kolefnisbindingu.“ Bergþór spurði Katrínu hvort hún sjái fyrir sér að„teppaleggja láglendi landsins með vindmyllurgörðum til að vinna á móti takmörkunum á hálendinu.“ Katrín sagði tækifæri liggja í vindorku þrátt fyrir að láglendið yrði ekki teppalagt. „Að sjálfsögðu munum við nýta vindorku með öðrum orkugjöfum. „Við gerum það til framtíðar. Það er mín sýn. Hún á ekki að þekja landið allt.“
Hálendisþjóðgarður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira