Dómsmálaráðherrann hættir skömmu fyrir embættistöku Bidens Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2020 23:14 William Barr og Donald Trump. Barr tók við embætti dómsmálaráðherra eftir að Trump rak Jeff Sessions fyrir það að segja sig frá Rússarannsókninni svokölluð. EPA/Anna Moneymaker Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nú í kvöld að William Barr, dómsmálaráðherra, væri að hætta í starfi sínu. Í tísti segir Trump að Barr vilji hætta, einungis fimm vikum áður en starfstímabil hans rennur út, til að verja hátíðunum með fjölskyldu sinni. Jeff Rosen, aðstoðardómsmálaráðherra, mun sinna stöðunni sem starfandi dómsmálaráðherra. Í tísti sínu segir Trump að samband hans og Barr hafi verið mjög gott og ráðherrann fráfarandi hafi staðið sig frábærlega í starfi. Barr hefur verið ötull stuðningsmaður forsetans fráfarandi og hefur ítrekað verið sakaður um að beita dómsmálaráðuneytinu í þágu Trumps. Hann hefur látið rannsaka pólitíska andstæðinga Trumps og stöðvað rannsóknir gagnvart bandamönnum forsetans og vinum hans eins og Michael Flynn og Roger Stone. Barr lýsti því þó yfir í viðtali fyrir skömmu að starfsmenn dómsmálaráðuneytisins hefðu ekki fundið sannanir fyrir þeim umfangsmiklu kosningasvikum sem forsetinn segir að hafa kostað sig sigur í kosningunum í síðasta mánuði. Í kjölfar þess neitaði Trump að segja hvort hann bæri enn traust til Barr. Stuðningsmenn forsetans snerust gegn Barr og sökuðu hann meðal annars um að tilheyra Djúpríkinu svokallaða. Þá bárust fregnir af því að Barr væri að íhuga að hætta og sömuleiðis höfðu fjölmiðlar vestanhafs heimildir fyrir því að Trump væri svo reiður út í Barr að hann ætlaði sér að reka hann. Trump birti afsagnarbréf Barr á Twitter og þar fer ráðherrann einkar fögrum orðum um forsetann. Í afsagnarbréfi sínu baðar Barr Trump lofi fyrir allt frá því að hafa byggt upp öflugasta efnahag heims í að hafa bjargað milljónum mannslífa í tengslum við heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar. Hann þakkar Trump fyrir fund þeirra um staðhæfingar Trumps um kosningasvik nú í kvöld og staðhæfir að ráðuneytið muni halda áfram að rannsaka innihaldslausar ásakanir Trumps. Barr segir það mikilvægt að standa vörð um heilindi kosninga á þessum tímum þar sem gjá hafi myndast á milli Bandaríkjamanna. Mikilvægt sé að ýta undir trúverðugleika niðurstaðna kosninganna. Þá segir Barr að hann sé stoltur af rullu sinni í ríkisstjórn Trumps og gagnrýnir pólitíska andstæðinga hans fyrir að hafa ekki staðið við bakið á forsetanum. Hann sakar þá sömuleiðis um að hafa beitt svívirðilegum og sviksömum aðferðum gegn forsetanum. Það hafi kristallast í ásökunum gegn Trump um að hafa starfað með Rússum varðandi afskipti þeirra af forsetakosningunum 2016. Barr var í fyrra sakaður um að haga sér eins og einkalögmaður Trumps í tengslum við niðurstöður Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Þá hafði ráðherrann gefið út „samantekt“ á niðurstöðum Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, og hreinsað Trump af allri sök. Mueller sjálfur var ósáttur við þessi skrif Barr. ...Deputy Attorney General Jeff Rosen, an outstanding person, will become Acting Attorney General. Highly respected Richard Donoghue will be taking over the duties of Deputy Attorney General. Thank you to all! pic.twitter.com/V5sqOJT9PM— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 14, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Þingmenn sjá ekki hag í því að standa upp í hárinu á Trump Leiðtogar Repúblikanaflokksins ætla sér ekki að viðurkenna sigur Joe Bidens í forsetakosningunum fyrr en í næsta mánuði og jafnvel ekki fyrr en eftir að hann tekur embætti. 9. desember 2020 10:52 Trump bölsótaðist út af kosningarúrslitunum í löngu ávarpi Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningum síðasta mánaðar í furðulegu þriggja stundarfjórðunga löngu ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. 3. desember 2020 12:41 Hótunum rignir yfir embættismenn í Georgíu: „Þetta hefur allt gengið of langt“ Gabriel Sterling, embættismaður sem kemur að framkvæmd kosninga í Georgíu, vandaði Donald Trump, forseta, og öðrum háttsettum Repúblikönum ekki kveðjurnar á blaðamannafundi í gærkvöldi. 2. desember 2020 12:30 Barr kannast ekki við svindl og Giuliani ekki við náðunarspjall William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir engar vísbendingar liggja fyrir um að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað í nýafstöðnum forsetakosningum. „Hingað til höfum við ekki séð svindl af þeirri stærðargráðu að það hefði leitt til annarra úrslita í kosningunum,“ sagði Barr í viðtali við Associated Press. 1. desember 2020 22:42 Trump ósáttur vegna skorts á ákærum gegn pólitískum andstæðingum hans John Bash, saksóknarinn sem William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka hvort að embættismenn í forsetatíð Barack Obama hefðu brotið af sér í starfi varðandi mál Michael Flynn, hefur lokið rannsókn sinni. 14. október 2020 08:55 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Fleiri fréttir Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Sjá meira
Jeff Rosen, aðstoðardómsmálaráðherra, mun sinna stöðunni sem starfandi dómsmálaráðherra. Í tísti sínu segir Trump að samband hans og Barr hafi verið mjög gott og ráðherrann fráfarandi hafi staðið sig frábærlega í starfi. Barr hefur verið ötull stuðningsmaður forsetans fráfarandi og hefur ítrekað verið sakaður um að beita dómsmálaráðuneytinu í þágu Trumps. Hann hefur látið rannsaka pólitíska andstæðinga Trumps og stöðvað rannsóknir gagnvart bandamönnum forsetans og vinum hans eins og Michael Flynn og Roger Stone. Barr lýsti því þó yfir í viðtali fyrir skömmu að starfsmenn dómsmálaráðuneytisins hefðu ekki fundið sannanir fyrir þeim umfangsmiklu kosningasvikum sem forsetinn segir að hafa kostað sig sigur í kosningunum í síðasta mánuði. Í kjölfar þess neitaði Trump að segja hvort hann bæri enn traust til Barr. Stuðningsmenn forsetans snerust gegn Barr og sökuðu hann meðal annars um að tilheyra Djúpríkinu svokallaða. Þá bárust fregnir af því að Barr væri að íhuga að hætta og sömuleiðis höfðu fjölmiðlar vestanhafs heimildir fyrir því að Trump væri svo reiður út í Barr að hann ætlaði sér að reka hann. Trump birti afsagnarbréf Barr á Twitter og þar fer ráðherrann einkar fögrum orðum um forsetann. Í afsagnarbréfi sínu baðar Barr Trump lofi fyrir allt frá því að hafa byggt upp öflugasta efnahag heims í að hafa bjargað milljónum mannslífa í tengslum við heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar. Hann þakkar Trump fyrir fund þeirra um staðhæfingar Trumps um kosningasvik nú í kvöld og staðhæfir að ráðuneytið muni halda áfram að rannsaka innihaldslausar ásakanir Trumps. Barr segir það mikilvægt að standa vörð um heilindi kosninga á þessum tímum þar sem gjá hafi myndast á milli Bandaríkjamanna. Mikilvægt sé að ýta undir trúverðugleika niðurstaðna kosninganna. Þá segir Barr að hann sé stoltur af rullu sinni í ríkisstjórn Trumps og gagnrýnir pólitíska andstæðinga hans fyrir að hafa ekki staðið við bakið á forsetanum. Hann sakar þá sömuleiðis um að hafa beitt svívirðilegum og sviksömum aðferðum gegn forsetanum. Það hafi kristallast í ásökunum gegn Trump um að hafa starfað með Rússum varðandi afskipti þeirra af forsetakosningunum 2016. Barr var í fyrra sakaður um að haga sér eins og einkalögmaður Trumps í tengslum við niðurstöður Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Þá hafði ráðherrann gefið út „samantekt“ á niðurstöðum Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, og hreinsað Trump af allri sök. Mueller sjálfur var ósáttur við þessi skrif Barr. ...Deputy Attorney General Jeff Rosen, an outstanding person, will become Acting Attorney General. Highly respected Richard Donoghue will be taking over the duties of Deputy Attorney General. Thank you to all! pic.twitter.com/V5sqOJT9PM— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 14, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Þingmenn sjá ekki hag í því að standa upp í hárinu á Trump Leiðtogar Repúblikanaflokksins ætla sér ekki að viðurkenna sigur Joe Bidens í forsetakosningunum fyrr en í næsta mánuði og jafnvel ekki fyrr en eftir að hann tekur embætti. 9. desember 2020 10:52 Trump bölsótaðist út af kosningarúrslitunum í löngu ávarpi Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningum síðasta mánaðar í furðulegu þriggja stundarfjórðunga löngu ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. 3. desember 2020 12:41 Hótunum rignir yfir embættismenn í Georgíu: „Þetta hefur allt gengið of langt“ Gabriel Sterling, embættismaður sem kemur að framkvæmd kosninga í Georgíu, vandaði Donald Trump, forseta, og öðrum háttsettum Repúblikönum ekki kveðjurnar á blaðamannafundi í gærkvöldi. 2. desember 2020 12:30 Barr kannast ekki við svindl og Giuliani ekki við náðunarspjall William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir engar vísbendingar liggja fyrir um að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað í nýafstöðnum forsetakosningum. „Hingað til höfum við ekki séð svindl af þeirri stærðargráðu að það hefði leitt til annarra úrslita í kosningunum,“ sagði Barr í viðtali við Associated Press. 1. desember 2020 22:42 Trump ósáttur vegna skorts á ákærum gegn pólitískum andstæðingum hans John Bash, saksóknarinn sem William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka hvort að embættismenn í forsetatíð Barack Obama hefðu brotið af sér í starfi varðandi mál Michael Flynn, hefur lokið rannsókn sinni. 14. október 2020 08:55 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Fleiri fréttir Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Sjá meira
Þingmenn sjá ekki hag í því að standa upp í hárinu á Trump Leiðtogar Repúblikanaflokksins ætla sér ekki að viðurkenna sigur Joe Bidens í forsetakosningunum fyrr en í næsta mánuði og jafnvel ekki fyrr en eftir að hann tekur embætti. 9. desember 2020 10:52
Trump bölsótaðist út af kosningarúrslitunum í löngu ávarpi Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningum síðasta mánaðar í furðulegu þriggja stundarfjórðunga löngu ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. 3. desember 2020 12:41
Hótunum rignir yfir embættismenn í Georgíu: „Þetta hefur allt gengið of langt“ Gabriel Sterling, embættismaður sem kemur að framkvæmd kosninga í Georgíu, vandaði Donald Trump, forseta, og öðrum háttsettum Repúblikönum ekki kveðjurnar á blaðamannafundi í gærkvöldi. 2. desember 2020 12:30
Barr kannast ekki við svindl og Giuliani ekki við náðunarspjall William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir engar vísbendingar liggja fyrir um að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað í nýafstöðnum forsetakosningum. „Hingað til höfum við ekki séð svindl af þeirri stærðargráðu að það hefði leitt til annarra úrslita í kosningunum,“ sagði Barr í viðtali við Associated Press. 1. desember 2020 22:42
Trump ósáttur vegna skorts á ákærum gegn pólitískum andstæðingum hans John Bash, saksóknarinn sem William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka hvort að embættismenn í forsetatíð Barack Obama hefðu brotið af sér í starfi varðandi mál Michael Flynn, hefur lokið rannsókn sinni. 14. október 2020 08:55