Vinnur þrettán tíma vaktir hjá bresku póstþjónustunni en ætlar sér stóra hluti á HM í pílukasti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2020 13:31 Deta Hedman, 61 árs starfsmaður bresku póstþjónustunnar, þreytir frumraun sína á HM í pílukasti í ár. getty/Bryn Lennon Einn af nýliðunum á heimsmeistaramótinu í pílukasti sem hefst í dag er hin 61 árs Deta Hedman. Þessi mikli frumkvöðull í pílukasti hefur keppt í tæplega fjóra áratugi, unnið rúmlega tvö hundruð titla en fær loks tækifæri á HM komin á sjötugsaldri. Hedman hafði betur í baráttu við Fallon Sherrock um að komast á HM í pílukasti. Sherrock sló í gegn á HM í fyrra þar sem hún varð fyrsta konan til að vinna leik. Raunar vann hún tvo leiki áður en hún datt út í þriðju umferð. Tvær konur keppa á HM í pílukasti í ár; Hedman og Lisa Ashton. Þetta er í annað sinn sem Ashton keppir á HM en þetta er hins vegar frumraun hinnar 61 árs Hedmans. Hún er fyrsta svarta konan sem keppir á HM og jafnframt næstelsti nýliðinn í sögu mótsins. Hedman er þó ekki sú fyrsta úr sinni fjölskyldu sem keppir á HM því bróðir hennar, Al, gerði það á HM 2003. Hedman fæddist í Kingston, höfuðborg Jamaíku, 1959 og fluttist til Englands þegar hún var fjórtán ára. Hún byrjaði að keppa í pílukasti um miðjan 9. áratug síðustu aldar og hefur síðan þá unnið meira en tvö hundruð titla í greininni. Þá varð hún fyrsta konan til að vinna karl í leik sem var sýndur í sjónvarpi þegar hún sigraði Aaron Turner á Opna breska meistaramótinu 2005. Hedman hefur orðið fyrir kynþáttafordómum síðan hún byrjaði að keppa og verður enn fyrir þeim en lætur það ekki buga sig. „Kynþáttafordómar eru enn til staðar. Þeir hafa ekki farið neitt og ég held að þeir hverfi aldrei vegna þess hvernig sumt fólk er,“ sagði Hedman við Sky Sports. Meðfram því að keppa í pílukasti vinnur Hedman hjá bresku póstþjónustunni. Hún vinnur fjórar þrettán tíma vaktir í viku. Þrátt fyrir það og að vera komin á sjötugsaldurinn er hvergi nærri hætt. Finish at 4am in morning then 1 last shift 3pm-4am tuesday , then its off to the palace , crowd or no crowd im going to enjoy every minute .Thanks @LstyleTsuyoshi @One80Dart @OfficialPDC @Big5SportsMana1— Deta Hedman (@Deta132) December 14, 2020 „Ég verð eflaust alltaf viðloðandi leikinn þangað til ég dey eða missi minnið. Ég elska þetta enn og á mín augnablik“ sagði Hedman sem ber gælunafnið „Heart of Darts“ vegna góðgerðarstarfs sem hún vinnur með fötluðum börnum. Hedman mætir Andy Boulton í 1. umferð heimsmeistaramótsins á laugardaginn. Áðurnefnd Lisa Ashton mætir Adam Hunt á morgun. Bein útsending frá HM í pílukasti hefst á Stöð 2 Sport 3 klukkan 17:45 í dag. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Tengdar fréttir Hvetur fólk til að fylgjast með Portúgala sem á í vandræðum með hugarreikninginn á HM í pílukasti Jólahátíðin hefst í dag hjá aðdáendum pílukasts um víða veröld en þá hefst heimsmeistaramótið í greininni í Alexandra Palace í London. Líkt og síðustu ár sýnir Stöð 2 Sport beint frá HM í pílukasti. 15. desember 2020 11:32 Stutt gaman og áhorfendur aftur bannaðir í London Vegna aukins fjölda kórónuveirusmita verður áhorfendum aftur óheimilt að mæta á íþróttaviðburði í London. Þetta á meðal annars við um heimsmeistaramótið í pílukasti. 15. desember 2020 08:31 HM var í hættu eftir að hann meiddist í sturtu með konunni Michael van Gerwen, pílukastarinn frægi, hefur greint frá því að hann þurfti læknisaðstoð í síðasta mánuði eftir að hann meiddist er hann fór í sturtu með konu sinni, Daphne Govers. 15. desember 2020 07:01 Telur að fjórir berjist um gullið í Ally Pally Páll Sævar Guðjónsson, lýsandi, segir að heimsmeistaramótið í pílu í ár verði keppni fjögurra keppenda um gullið. Mótið hefst í Alexandra Palace í dag. 14. desember 2020 19:31 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Sjá meira
Hedman hafði betur í baráttu við Fallon Sherrock um að komast á HM í pílukasti. Sherrock sló í gegn á HM í fyrra þar sem hún varð fyrsta konan til að vinna leik. Raunar vann hún tvo leiki áður en hún datt út í þriðju umferð. Tvær konur keppa á HM í pílukasti í ár; Hedman og Lisa Ashton. Þetta er í annað sinn sem Ashton keppir á HM en þetta er hins vegar frumraun hinnar 61 árs Hedmans. Hún er fyrsta svarta konan sem keppir á HM og jafnframt næstelsti nýliðinn í sögu mótsins. Hedman er þó ekki sú fyrsta úr sinni fjölskyldu sem keppir á HM því bróðir hennar, Al, gerði það á HM 2003. Hedman fæddist í Kingston, höfuðborg Jamaíku, 1959 og fluttist til Englands þegar hún var fjórtán ára. Hún byrjaði að keppa í pílukasti um miðjan 9. áratug síðustu aldar og hefur síðan þá unnið meira en tvö hundruð titla í greininni. Þá varð hún fyrsta konan til að vinna karl í leik sem var sýndur í sjónvarpi þegar hún sigraði Aaron Turner á Opna breska meistaramótinu 2005. Hedman hefur orðið fyrir kynþáttafordómum síðan hún byrjaði að keppa og verður enn fyrir þeim en lætur það ekki buga sig. „Kynþáttafordómar eru enn til staðar. Þeir hafa ekki farið neitt og ég held að þeir hverfi aldrei vegna þess hvernig sumt fólk er,“ sagði Hedman við Sky Sports. Meðfram því að keppa í pílukasti vinnur Hedman hjá bresku póstþjónustunni. Hún vinnur fjórar þrettán tíma vaktir í viku. Þrátt fyrir það og að vera komin á sjötugsaldurinn er hvergi nærri hætt. Finish at 4am in morning then 1 last shift 3pm-4am tuesday , then its off to the palace , crowd or no crowd im going to enjoy every minute .Thanks @LstyleTsuyoshi @One80Dart @OfficialPDC @Big5SportsMana1— Deta Hedman (@Deta132) December 14, 2020 „Ég verð eflaust alltaf viðloðandi leikinn þangað til ég dey eða missi minnið. Ég elska þetta enn og á mín augnablik“ sagði Hedman sem ber gælunafnið „Heart of Darts“ vegna góðgerðarstarfs sem hún vinnur með fötluðum börnum. Hedman mætir Andy Boulton í 1. umferð heimsmeistaramótsins á laugardaginn. Áðurnefnd Lisa Ashton mætir Adam Hunt á morgun. Bein útsending frá HM í pílukasti hefst á Stöð 2 Sport 3 klukkan 17:45 í dag. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Tengdar fréttir Hvetur fólk til að fylgjast með Portúgala sem á í vandræðum með hugarreikninginn á HM í pílukasti Jólahátíðin hefst í dag hjá aðdáendum pílukasts um víða veröld en þá hefst heimsmeistaramótið í greininni í Alexandra Palace í London. Líkt og síðustu ár sýnir Stöð 2 Sport beint frá HM í pílukasti. 15. desember 2020 11:32 Stutt gaman og áhorfendur aftur bannaðir í London Vegna aukins fjölda kórónuveirusmita verður áhorfendum aftur óheimilt að mæta á íþróttaviðburði í London. Þetta á meðal annars við um heimsmeistaramótið í pílukasti. 15. desember 2020 08:31 HM var í hættu eftir að hann meiddist í sturtu með konunni Michael van Gerwen, pílukastarinn frægi, hefur greint frá því að hann þurfti læknisaðstoð í síðasta mánuði eftir að hann meiddist er hann fór í sturtu með konu sinni, Daphne Govers. 15. desember 2020 07:01 Telur að fjórir berjist um gullið í Ally Pally Páll Sævar Guðjónsson, lýsandi, segir að heimsmeistaramótið í pílu í ár verði keppni fjögurra keppenda um gullið. Mótið hefst í Alexandra Palace í dag. 14. desember 2020 19:31 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Sjá meira
Hvetur fólk til að fylgjast með Portúgala sem á í vandræðum með hugarreikninginn á HM í pílukasti Jólahátíðin hefst í dag hjá aðdáendum pílukasts um víða veröld en þá hefst heimsmeistaramótið í greininni í Alexandra Palace í London. Líkt og síðustu ár sýnir Stöð 2 Sport beint frá HM í pílukasti. 15. desember 2020 11:32
Stutt gaman og áhorfendur aftur bannaðir í London Vegna aukins fjölda kórónuveirusmita verður áhorfendum aftur óheimilt að mæta á íþróttaviðburði í London. Þetta á meðal annars við um heimsmeistaramótið í pílukasti. 15. desember 2020 08:31
HM var í hættu eftir að hann meiddist í sturtu með konunni Michael van Gerwen, pílukastarinn frægi, hefur greint frá því að hann þurfti læknisaðstoð í síðasta mánuði eftir að hann meiddist er hann fór í sturtu með konu sinni, Daphne Govers. 15. desember 2020 07:01
Telur að fjórir berjist um gullið í Ally Pally Páll Sævar Guðjónsson, lýsandi, segir að heimsmeistaramótið í pílu í ár verði keppni fjögurra keppenda um gullið. Mótið hefst í Alexandra Palace í dag. 14. desember 2020 19:31