Gríska fríkið gerir stærsta samning í sögu NBA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2020 10:31 Giannis Antetokounmpo verður áfram í Milwaukee. getty/Kevin C. Cox Giannis Antetokounmpo hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Milwaukee Bucks. Samningurinn er sá stærsti í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Antetokounmpo, eða Gríska fríkið eins og hann er oft kallaður, átti eitt ár eftir af samningi sínum við Milwaukee og miklar vangaveltur voru um hvort hann yrði áfram hjá félaginu eða myndi róa á önnur mið. Nú er ljóst að Antetokounmpo verður áfram í Milwaukee en hann hefur skrifað undir sannkallaðan risasamning við félagið. Samningurinn færir Antetokounmpo 228,2 milljónir Bandaríkjadala á næstu fimm árum en þetta er stærsti samningur í sögu NBA. Samningur James Harden við Houston Rockets frá 2017 var áður stærsti samningur í sögu deildarinnar, að andvirði 228 milljónum Bandaríkjadala. „Þetta er mitt heimili, mín borg,“ skrifaði Antetokounmpo á Twitter í gær. „Ég er lánsamur að vera hluti af Milwaukee Bucks næstu fimm árin. Látum þessi ár telja. Sýningin heldur áfram.“ This is my home, this is my city.. I m blessed to be able to be a part of the Milwaukee Bucks for the next 5 years. Let s make these years count. The show goes on, let s get it. pic.twitter.com/895tCBE9RK— Giannis Ugo Antetokounmpo (@Giannis_An34) December 15, 2020 Antetokounmpo hefur verið valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar (MVP) undanfarin tvö tímabil. Á síðasta tímabili var hann einnig valinn besti varnarmaður deildarinnar. Milwaukee valdi Antetokounmpo með fimmtánda valrétti í nýliðavalinu 2013 en fyrir það lék hann í næstefstu deild í Grikklandi. Hann hefur tekið ótrúlegum framförum á síðustu árum en á fyrsta tímabili sínu í NBA skoraði hann aðeins tæp sjö stig að meðaltali í leik. Á síðasta tímabili var Antetokounmpo með 29,5 stig, 13,6 fráköst og 5,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var með 31,9 framlagsstig að meðaltali í leik sem er það þriðja hæsta í sögu NBA. Milwaukee var með besta árangurinn í deildakeppninni á síðasta tímabili en féll úr leik í undanúrslitum Austurdeildarinnar fyrir Miami Heat, 4-1. NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Sjá meira
Antetokounmpo, eða Gríska fríkið eins og hann er oft kallaður, átti eitt ár eftir af samningi sínum við Milwaukee og miklar vangaveltur voru um hvort hann yrði áfram hjá félaginu eða myndi róa á önnur mið. Nú er ljóst að Antetokounmpo verður áfram í Milwaukee en hann hefur skrifað undir sannkallaðan risasamning við félagið. Samningurinn færir Antetokounmpo 228,2 milljónir Bandaríkjadala á næstu fimm árum en þetta er stærsti samningur í sögu NBA. Samningur James Harden við Houston Rockets frá 2017 var áður stærsti samningur í sögu deildarinnar, að andvirði 228 milljónum Bandaríkjadala. „Þetta er mitt heimili, mín borg,“ skrifaði Antetokounmpo á Twitter í gær. „Ég er lánsamur að vera hluti af Milwaukee Bucks næstu fimm árin. Látum þessi ár telja. Sýningin heldur áfram.“ This is my home, this is my city.. I m blessed to be able to be a part of the Milwaukee Bucks for the next 5 years. Let s make these years count. The show goes on, let s get it. pic.twitter.com/895tCBE9RK— Giannis Ugo Antetokounmpo (@Giannis_An34) December 15, 2020 Antetokounmpo hefur verið valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar (MVP) undanfarin tvö tímabil. Á síðasta tímabili var hann einnig valinn besti varnarmaður deildarinnar. Milwaukee valdi Antetokounmpo með fimmtánda valrétti í nýliðavalinu 2013 en fyrir það lék hann í næstefstu deild í Grikklandi. Hann hefur tekið ótrúlegum framförum á síðustu árum en á fyrsta tímabili sínu í NBA skoraði hann aðeins tæp sjö stig að meðaltali í leik. Á síðasta tímabili var Antetokounmpo með 29,5 stig, 13,6 fráköst og 5,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var með 31,9 framlagsstig að meðaltali í leik sem er það þriðja hæsta í sögu NBA. Milwaukee var með besta árangurinn í deildakeppninni á síðasta tímabili en féll úr leik í undanúrslitum Austurdeildarinnar fyrir Miami Heat, 4-1.
NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Sjá meira