Sport

Pirraður Gary hafði betur gegn hæga Mensur og Price á­fram eftir magnaða rimmu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gary Anderson var ekki hrifinn af leikaðferð Mensur Suljović í kvöld.
Gary Anderson var ekki hrifinn af leikaðferð Mensur Suljović í kvöld. Luke Walker/Getty Images

Línur eru farnir að skýrast á heimsmeistaramótinu í pílukasti sem fer fram í Alexandra Palace í Lundúnum. Gary Anderson, Gerwyn Price og Glen Durrant kláruðu allir sína leiki í kvöld og eru komnir í 16-liða úrslitin.

Í fyrsta leik dagsins mættust þeir Gary Anderson og Austurríkismaðurinn Mensur Suljovic. Austurríkismaðurinn er þekktur fyrir hversu afar hægt hann spilar en viðureignin fór í oddaleik.

Þar hafði hinn skoski Gary betur og kláraði Austurríkismanninn 3-0. Skotinn vandaði heldur ekki Austurríkismanninum kveðjurnar í leikslok þar sem hann var ósáttur með hans hæga leik.

Annar leikur kvöldsins var frábær er Gerwyn Price hafði betur gegn Brendan Dolan einnig í oddaleik, 4-3. Price var magnaður í útskotunum en síðasti leikurinn fór einnig í oddaleik.

Algjörlega magnaður leikur og er búist við því að Gerwyn Price verði einn af þeim sem berst við Michael van Gerwen um titilinn í ár en hann er nú kominn í 16-liða úrslitin.

Í þriðja og síðasta leik kvöldsins vann Glen Durrant 4-2 sigur á Danny Baggigs. Durrant er í tólfta sæti heimslistans og vann úrvalsdeildina á dögunum.

Pílan heldur áfram á morgun en fyrri útsendingin hefst klukkan 12.00 og sú síðari klukkan 18.00.


HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×