Jokic áfram í þrennuham og Lakers tapaði á heimavelli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2020 07:31 Derrick Jones Jr. ver hér skot frá LeBron James með tilþrifum í nótt. AP/Ashley Landis Meistarar Los Angeles Lakers réðu ekki við Portland menn á lokakaflanum og urðu að sætta sig við tap á heimavelli í NBA-deildinni í nótt. Damien Lillard skoraði 21 af 31 stigi sínu í seinni hálfleik þegar Portland Trail Blazers vann 115-107 útisigur á Los Angeles Lakers. CJ McCollum bætti við 20 stigum og 11 stoðsendingum en óvænt stjarna leiksins var Gary Trent Jr. sem kom með 28 stig og sjö þrista á 24 mínútum af bekknum. Floater. Contact. 31 points. Dame Time. POR up 6 with 1 minute left on @NBATV pic.twitter.com/L5NCyjoDsE— NBA (@NBA) December 29, 2020 LeBron James var með 29 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar og Dennis Schröder skoraði 24 stig. Anthony Davis lék með liðinu á ný og var með 13 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar. Los Angeles Lakers var búið að vinna tvo leiki í röð en er nú með fimmtíu prósent sigurhlutfall út úr fjórum fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. Liðið var í ágætum málum í þessum leik en gaf efir á síðustu fimm mínútum sem Portland vann 17-8. Airplane Mode SAYS NO on NBA TV! pic.twitter.com/sZOaJPQFfv— NBA (@NBA) December 29, 2020 Nikola Jokic var með flotta þrennu þegar Denver Nuggets vann 124-111 sigur á Houston Rockets. Þetta var fyrsti sigur Denver á tímabilinu en Houston hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum. Jokic var með 19 stig, 18 stoðsendingar og 12 fráköst og vantaði bara eitt frákast í leiknum á undan til að vera með þrennu í þremur fyrstu leikjum tímabilsins. Jokic er með 26,5 stig, 12,0 fráköst og 12,0 stoðsendingar að meðaltali í þessum þremur leikjum. Jamal Murray skoraði 21 stig áður en hann fór af velli í þriðja leikhluta eftir að hafa fengið höfuðhögg. Hann spilaði ekki meira. James Harden skoraði 34 stig fyrir Houston liðið sem glímir við COVID smit í leikmannahópnum og var því án John Wall, DeMarcus Cousins, Eric Gordon og Mason Jones í þessum leik. 1Q battle of skilled bigs in Denver! Wood: 14 PTS (3-4 3PM)Jokic: 12 PTS (5-6 FGM)#KiaTipOff20 on NBA LP pic.twitter.com/3Wj8pQR4ID— NBA (@NBA) December 29, 2020 Brooklyn Nets tapaði öðrum leiknum í röð nú 116-111 á móti Memphis Grizzlies eftir framlengdan leik. Þetta var fyrsti sigur Memphis Grizzlies á leiktíðinni. Memphis missti hins vegar besti nýliða síðasta tímabils, Ja Morant, meiddan af velli. Kyle Anderson skoraði 28 stig fyrir Memphis og Dillon Brooks var með 24 stig. Caris LeVert var með 28 stig og 11 stoðsendingar hjá Brooklyn Nets sem leyfði sér að hvíla báðar stórstjörnur sínar, Kevin Durant og Kyrie Irving, í leiknum. @RajonRondo drops 12 points and dishes out 8 assists with no turnovers in his @ATLHawks debut! #KiaTipOff20 pic.twitter.com/ENPTPz6KcR— NBA (@NBA) December 29, 2020 Atlanta Hawks byrjar tímabilið vel og hefur unnið alla þrjá leiki sína. Atlanta liðið vann 128-120 sigur á Detroit Pistons í nótt en Pistons hefur tapað öllum þremur leikjum sínum. Trae Young var með 29 stig og 6 stoðsendingar og Bogdan Bogdanovic bætti við 17 stigum fyrir Atlanta Hawks. Þetta er í fyrsta sinn síðan á 2016-17 tímabilinu að Atlanta Hawks liðið vinnur þrjá fyrstu leiki sína. Rajon Rondo lék sinn fyrsta leik með Hawks liðinu á tímabilinu og bauð upp á 12 stig og 8 stoðsendingar án þess að tapa einum einasta bolta. SPIDA scores the final 1 2 @utahjazz points and wins it with 7.0 remaining! #KiaTipOff20 pic.twitter.com/a322Ru39rD— NBA (@NBA) December 29, 2020 Donovan Mitchell skoraði sigurkörfu Utah Jazz á móti Oklahoma City Thunder sjö sekúndum fyrir leikslok en Utah vann leikinn 110-109. Mitchell skoraði 20 stig í leiknum en Bogan Bogdanovich var stigahæstur með 23 stig og Mike Conley bætti við 20 stigum, 10 fráköstum og 9 stoðsendingum. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 109-110 Atlanta Hawks - Detroit Pistons 120-128 Brooklyn Nets - Memphis Grizzlies 111-116 Denver Nuggets - Houston Rockets 124-111 Los Angeles Lakers - Portland Trail Blazers 107-115 NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Sjá meira
Damien Lillard skoraði 21 af 31 stigi sínu í seinni hálfleik þegar Portland Trail Blazers vann 115-107 útisigur á Los Angeles Lakers. CJ McCollum bætti við 20 stigum og 11 stoðsendingum en óvænt stjarna leiksins var Gary Trent Jr. sem kom með 28 stig og sjö þrista á 24 mínútum af bekknum. Floater. Contact. 31 points. Dame Time. POR up 6 with 1 minute left on @NBATV pic.twitter.com/L5NCyjoDsE— NBA (@NBA) December 29, 2020 LeBron James var með 29 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar og Dennis Schröder skoraði 24 stig. Anthony Davis lék með liðinu á ný og var með 13 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar. Los Angeles Lakers var búið að vinna tvo leiki í röð en er nú með fimmtíu prósent sigurhlutfall út úr fjórum fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. Liðið var í ágætum málum í þessum leik en gaf efir á síðustu fimm mínútum sem Portland vann 17-8. Airplane Mode SAYS NO on NBA TV! pic.twitter.com/sZOaJPQFfv— NBA (@NBA) December 29, 2020 Nikola Jokic var með flotta þrennu þegar Denver Nuggets vann 124-111 sigur á Houston Rockets. Þetta var fyrsti sigur Denver á tímabilinu en Houston hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum. Jokic var með 19 stig, 18 stoðsendingar og 12 fráköst og vantaði bara eitt frákast í leiknum á undan til að vera með þrennu í þremur fyrstu leikjum tímabilsins. Jokic er með 26,5 stig, 12,0 fráköst og 12,0 stoðsendingar að meðaltali í þessum þremur leikjum. Jamal Murray skoraði 21 stig áður en hann fór af velli í þriðja leikhluta eftir að hafa fengið höfuðhögg. Hann spilaði ekki meira. James Harden skoraði 34 stig fyrir Houston liðið sem glímir við COVID smit í leikmannahópnum og var því án John Wall, DeMarcus Cousins, Eric Gordon og Mason Jones í þessum leik. 1Q battle of skilled bigs in Denver! Wood: 14 PTS (3-4 3PM)Jokic: 12 PTS (5-6 FGM)#KiaTipOff20 on NBA LP pic.twitter.com/3Wj8pQR4ID— NBA (@NBA) December 29, 2020 Brooklyn Nets tapaði öðrum leiknum í röð nú 116-111 á móti Memphis Grizzlies eftir framlengdan leik. Þetta var fyrsti sigur Memphis Grizzlies á leiktíðinni. Memphis missti hins vegar besti nýliða síðasta tímabils, Ja Morant, meiddan af velli. Kyle Anderson skoraði 28 stig fyrir Memphis og Dillon Brooks var með 24 stig. Caris LeVert var með 28 stig og 11 stoðsendingar hjá Brooklyn Nets sem leyfði sér að hvíla báðar stórstjörnur sínar, Kevin Durant og Kyrie Irving, í leiknum. @RajonRondo drops 12 points and dishes out 8 assists with no turnovers in his @ATLHawks debut! #KiaTipOff20 pic.twitter.com/ENPTPz6KcR— NBA (@NBA) December 29, 2020 Atlanta Hawks byrjar tímabilið vel og hefur unnið alla þrjá leiki sína. Atlanta liðið vann 128-120 sigur á Detroit Pistons í nótt en Pistons hefur tapað öllum þremur leikjum sínum. Trae Young var með 29 stig og 6 stoðsendingar og Bogdan Bogdanovic bætti við 17 stigum fyrir Atlanta Hawks. Þetta er í fyrsta sinn síðan á 2016-17 tímabilinu að Atlanta Hawks liðið vinnur þrjá fyrstu leiki sína. Rajon Rondo lék sinn fyrsta leik með Hawks liðinu á tímabilinu og bauð upp á 12 stig og 8 stoðsendingar án þess að tapa einum einasta bolta. SPIDA scores the final 1 2 @utahjazz points and wins it with 7.0 remaining! #KiaTipOff20 pic.twitter.com/a322Ru39rD— NBA (@NBA) December 29, 2020 Donovan Mitchell skoraði sigurkörfu Utah Jazz á móti Oklahoma City Thunder sjö sekúndum fyrir leikslok en Utah vann leikinn 110-109. Mitchell skoraði 20 stig í leiknum en Bogan Bogdanovich var stigahæstur með 23 stig og Mike Conley bætti við 20 stigum, 10 fráköstum og 9 stoðsendingum. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 109-110 Atlanta Hawks - Detroit Pistons 120-128 Brooklyn Nets - Memphis Grizzlies 111-116 Denver Nuggets - Houston Rockets 124-111 Los Angeles Lakers - Portland Trail Blazers 107-115
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 109-110 Atlanta Hawks - Detroit Pistons 120-128 Brooklyn Nets - Memphis Grizzlies 111-116 Denver Nuggets - Houston Rockets 124-111 Los Angeles Lakers - Portland Trail Blazers 107-115
NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Sjá meira