Ná íslensku konurnar þrennunni í fyrsta sinn í kjöri Íþróttamanns ársins? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2020 11:32 Sara Björk Gunnarsdóttir var kjörin Íþróttamaður ársins fyrir tveimur árum. Vísir/esá Í kvöld verður Íþróttamaður ársins útnefndur í 65. sinn en eins og vanalega þá eru það Samtök Íþróttafréttamanna á Íslandi sem velja. Nýr kafli í sögu kjörsins gæti verið skrifaður í kvöld. Tilnefningarnar voru opinberaðar á Þorláksmessu en það var topp tíu listinn fyrir kjör Íþróttamanns ársins og svo þrír þjálfarar og þrjú lið sem koma til greina sem þjálfari ársins og lið ársins. Þrjátíu meðlimir úr Samtökum íþróttafréttamanna tóku þátt í kjörinu að þessu sinni en sjálft hófið fer ekki fram með hefðbundnum hætti í ár vegna samkomutakmarkanna. Kjörið verður í beinni útsendingu í kvöld á RÚV. Það eru auðvitað margir tilkallaðir þegar kemur að verðlaunum sem þessum enda erfitt að bera saman íþróttagreinar og íþróttaafrek. Það verða samt að teljast vera ágætar líkur á því að íslenskar konur geti náð þrennunni í fyrsta sinn í kjöri Íþróttamanns ársins. Það er fá öll þrjú verðlaunin í boði, Íþróttamann ársins, þjálfara ársins og lið ársins. Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir átti magnað ár þar sem hún hjálpaði tveimur liðum að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, varð fyrsta Íslendingurinn til að bæði vinna (spila í úrslitaleik) og skora í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, vann fjóra stóra titla með liðum sínum í tveimur löndum, bætti landsleikjametið og hjálpaði Íslandi að komast inn á EM. Það verður því að teljast mjög líklegt að Sara Björk verði kosin Íþróttamaður ársins í annað skiptið á ferlinum. Kvennalið hafa tvisvar sinnum áður verið kjörin lið ársins og tvö af þremur liðum sem koma til greina í ár eru kvennalið. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er líklegt til að hreppa hnossið að þessu sinni en margir leikmenn þess liðs eru líka leikmenn kvennaliðs Breiðabliks sem er einnig tilnefnt til verðlaunanna. Einu verðlaunin sem hafa aldrei fallið í hlut konu á kjörinu eru aftur á móti verðlaunin fyrir þjálfara ársins. Þetta er í níunda skiptið sem Samtök íþróttafréttamanna velja þjálfara ársins og karlþjálfarar hafa unnið í öll skiptin síðan fyrsta kjörið fór fram árið 2012. Elísabet Gunnarsdóttir var eina konan sem hafði verið tilnefnd áður en hún endaði í þriðja sæti í kjörinu fyrir árið 2017. Nú er Elísabet hins vegar tilnefnd aftur og að þessu sinni gerir hún svo sannarlega alvöru tilkall til verðlaunanna. Elísabet Gunnarsdóttir hefur unnið markvisst af því að koma Kristianstad í hóp bestu liða Svíþjóðar og í ár kom hún liðinu í Meistaradeildina í fyrsta skiptið. Elísabet var valin þjálfari ársins í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð eftir að Kristianstad náði þessum besta árangri sínum frá upphafi. Elísabet fær vissulega harða samkeppni um verðlaunin frá karlþjálfurunum Arnari Þór Viðarssyni og Heimi Guðjónssyni en aldrei áður hefur íslenskur kvenþjálfari verið nær því að vera kosin þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna á Íslandi. Topp 10 í stafrófsröð Anton Sveinn McKee Aron Pálmarsson Bjarki Már Elísson Glódís Perla Viggósdóttir Guðni Valur Guðnason Gylfi Þór Sigurðsson Ingibjörg Sigurðardóttir Martin Hermannsson Sara Björk Gunnarsdóttir Tryggvi Snær Hlinason Þjálfarar: Arnar Þór Viðarsson Elísabet Gunnarsdóttir Heimir Guðjónsson Lið: Breiðablik Íslandsmeistarar kvenna í knattspyrnu Ísland U21 lið karla í knattspyrnu Ísland A-landslið kvenna í knattspyrnu Íþróttamaður ársins Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Tilnefningarnar voru opinberaðar á Þorláksmessu en það var topp tíu listinn fyrir kjör Íþróttamanns ársins og svo þrír þjálfarar og þrjú lið sem koma til greina sem þjálfari ársins og lið ársins. Þrjátíu meðlimir úr Samtökum íþróttafréttamanna tóku þátt í kjörinu að þessu sinni en sjálft hófið fer ekki fram með hefðbundnum hætti í ár vegna samkomutakmarkanna. Kjörið verður í beinni útsendingu í kvöld á RÚV. Það eru auðvitað margir tilkallaðir þegar kemur að verðlaunum sem þessum enda erfitt að bera saman íþróttagreinar og íþróttaafrek. Það verða samt að teljast vera ágætar líkur á því að íslenskar konur geti náð þrennunni í fyrsta sinn í kjöri Íþróttamanns ársins. Það er fá öll þrjú verðlaunin í boði, Íþróttamann ársins, þjálfara ársins og lið ársins. Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir átti magnað ár þar sem hún hjálpaði tveimur liðum að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, varð fyrsta Íslendingurinn til að bæði vinna (spila í úrslitaleik) og skora í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, vann fjóra stóra titla með liðum sínum í tveimur löndum, bætti landsleikjametið og hjálpaði Íslandi að komast inn á EM. Það verður því að teljast mjög líklegt að Sara Björk verði kosin Íþróttamaður ársins í annað skiptið á ferlinum. Kvennalið hafa tvisvar sinnum áður verið kjörin lið ársins og tvö af þremur liðum sem koma til greina í ár eru kvennalið. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er líklegt til að hreppa hnossið að þessu sinni en margir leikmenn þess liðs eru líka leikmenn kvennaliðs Breiðabliks sem er einnig tilnefnt til verðlaunanna. Einu verðlaunin sem hafa aldrei fallið í hlut konu á kjörinu eru aftur á móti verðlaunin fyrir þjálfara ársins. Þetta er í níunda skiptið sem Samtök íþróttafréttamanna velja þjálfara ársins og karlþjálfarar hafa unnið í öll skiptin síðan fyrsta kjörið fór fram árið 2012. Elísabet Gunnarsdóttir var eina konan sem hafði verið tilnefnd áður en hún endaði í þriðja sæti í kjörinu fyrir árið 2017. Nú er Elísabet hins vegar tilnefnd aftur og að þessu sinni gerir hún svo sannarlega alvöru tilkall til verðlaunanna. Elísabet Gunnarsdóttir hefur unnið markvisst af því að koma Kristianstad í hóp bestu liða Svíþjóðar og í ár kom hún liðinu í Meistaradeildina í fyrsta skiptið. Elísabet var valin þjálfari ársins í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð eftir að Kristianstad náði þessum besta árangri sínum frá upphafi. Elísabet fær vissulega harða samkeppni um verðlaunin frá karlþjálfurunum Arnari Þór Viðarssyni og Heimi Guðjónssyni en aldrei áður hefur íslenskur kvenþjálfari verið nær því að vera kosin þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna á Íslandi. Topp 10 í stafrófsröð Anton Sveinn McKee Aron Pálmarsson Bjarki Már Elísson Glódís Perla Viggósdóttir Guðni Valur Guðnason Gylfi Þór Sigurðsson Ingibjörg Sigurðardóttir Martin Hermannsson Sara Björk Gunnarsdóttir Tryggvi Snær Hlinason Þjálfarar: Arnar Þór Viðarsson Elísabet Gunnarsdóttir Heimir Guðjónsson Lið: Breiðablik Íslandsmeistarar kvenna í knattspyrnu Ísland U21 lið karla í knattspyrnu Ísland A-landslið kvenna í knattspyrnu
Topp 10 í stafrófsröð Anton Sveinn McKee Aron Pálmarsson Bjarki Már Elísson Glódís Perla Viggósdóttir Guðni Valur Guðnason Gylfi Þór Sigurðsson Ingibjörg Sigurðardóttir Martin Hermannsson Sara Björk Gunnarsdóttir Tryggvi Snær Hlinason Þjálfarar: Arnar Þór Viðarsson Elísabet Gunnarsdóttir Heimir Guðjónsson Lið: Breiðablik Íslandsmeistarar kvenna í knattspyrnu Ísland U21 lið karla í knattspyrnu Ísland A-landslið kvenna í knattspyrnu
Íþróttamaður ársins Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira