Brjálaður út í silakeppinn Suljovic og hótaði að hætta í pílukasti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2020 12:00 Gary Anderson bíður eftir að Mensur Suljovic ljúki sér af. getty/Luke Walker Gary Anderson var mjög pirraður eftir leik sinn gegn Mensur Suljovic á heimsmeistaramótinu í pílukasti í gær og hótaði að hætta að spila. Anderson hafði betur gegn Suljovic, 4-3, í 32-manna úrslitum HM í gær. Þrátt fyrir sigurinn var Anderson foxillur eftir leikinn. Suljovic tók sér góðan tíma í allar sínar aðgerðir og hæg spilamennska hans fór mjög í taugarnar á Anderson. Hann var einnig pirraður yfir því að Suljovic skildi nota sitt borð á sviðinu í Alexandra höllinni. „Það sem fólk horfði á var algjör skelfing, algjört grín,“ sagði Anderson. „Okkur var sagt hvaða borð við værum með. Ég var á vitlausu borði allan leikinn og hefði haldið að Sky hefði kveikt á því hvar ég ætti að vera og þetta hefði verið gert á réttan hátt.“ Leikur þeirra Andersons og Suljovic tók óhemju langan tíma og sá fyrrnefndi sagði að hann hefði eflaust skipt um stöð ef hann hefði verið á horfa á leikinn í sjónvarpinu. „Horfðirðu á þriðja settið? Var hann hægur? Nei, hann var ekki hægur,“ sagði Anderson kaldhæðinn. „Ef þetta er pílukast og hvernig það er spilað núna, góða skemmtun, ég hypja mig í burt eða fer í golf. Ég píni mig ekki aftur í gegnum þetta. Ég vil bara spila pílukast. Naustu þess að horfa á þetta? Aldrei. Ég er viss um að níutíu prósent þeirra sem voru að horfa skiptu um stöð og fóru að horfa á Coronation Street eða eitthvað. Ég hefði gert það. Ef þú tapaðir fyrir betri keppanda, tekurðu í spaðann á honum og heldur áfram. En þetta var algjör vitleysa.“ Anderson verður vonandi runnin reiðin þegar hann mætir annað hvort Jason Lowe eða Devon Petersen í sextán manna úrslitum á morgun. Anderson hefur tvisvar sinnum orðið heimsmeistari í pílukasti (2015 og 2016). Á síðasta heimsmeistaramóti tapaði Anderson í sextán manna úrslitum fyrir Nathan Aspinall, 4-2. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Sjá meira
Anderson hafði betur gegn Suljovic, 4-3, í 32-manna úrslitum HM í gær. Þrátt fyrir sigurinn var Anderson foxillur eftir leikinn. Suljovic tók sér góðan tíma í allar sínar aðgerðir og hæg spilamennska hans fór mjög í taugarnar á Anderson. Hann var einnig pirraður yfir því að Suljovic skildi nota sitt borð á sviðinu í Alexandra höllinni. „Það sem fólk horfði á var algjör skelfing, algjört grín,“ sagði Anderson. „Okkur var sagt hvaða borð við værum með. Ég var á vitlausu borði allan leikinn og hefði haldið að Sky hefði kveikt á því hvar ég ætti að vera og þetta hefði verið gert á réttan hátt.“ Leikur þeirra Andersons og Suljovic tók óhemju langan tíma og sá fyrrnefndi sagði að hann hefði eflaust skipt um stöð ef hann hefði verið á horfa á leikinn í sjónvarpinu. „Horfðirðu á þriðja settið? Var hann hægur? Nei, hann var ekki hægur,“ sagði Anderson kaldhæðinn. „Ef þetta er pílukast og hvernig það er spilað núna, góða skemmtun, ég hypja mig í burt eða fer í golf. Ég píni mig ekki aftur í gegnum þetta. Ég vil bara spila pílukast. Naustu þess að horfa á þetta? Aldrei. Ég er viss um að níutíu prósent þeirra sem voru að horfa skiptu um stöð og fóru að horfa á Coronation Street eða eitthvað. Ég hefði gert það. Ef þú tapaðir fyrir betri keppanda, tekurðu í spaðann á honum og heldur áfram. En þetta var algjör vitleysa.“ Anderson verður vonandi runnin reiðin þegar hann mætir annað hvort Jason Lowe eða Devon Petersen í sextán manna úrslitum á morgun. Anderson hefur tvisvar sinnum orðið heimsmeistari í pílukasti (2015 og 2016). Á síðasta heimsmeistaramóti tapaði Anderson í sextán manna úrslitum fyrir Nathan Aspinall, 4-2. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Sjá meira