Sara Björk íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Anton Ingi Leifsson skrifar 29. desember 2020 20:23 Sara kampakát með verðlaunagripinn í kvöld. Bragi Valgeirsson Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir er íþróttamaður ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í annað sinn sem Sara hlýtur nafnbótina og er hún fyrst kvenna til þess að hljóta nafnbótina í tvígang. Valið er venjulega kunngjört á árlegu hófi ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna í Hörpu en vegna samkomutakmarkanna var hófið sýnt á RÚV. Þetta var í 65. sinn sem Samtök íþróttafréttamanna kjósa íþróttamann ársins. Sara fékk fullt hús stiga. Hún fékk 600 stig en í öðru sætinu var körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson með 356 stig en í þriðja sætinu var landsliðsfyrirliðinn í handbolta, Aron Pálmarsson, með 266 stig. Þetta er tólfta sinn í 65 ára sögu kjörsins sem Íþróttamaður ársins er kosinn með fullu húsi. Tuttugu meðlimir kusu árið 2009 þegar síðast var um fullt hús að ræða en sem fyrr segir kusu 30 að þessu sinni og hefur íþróttamaður ársins því aldrei fengið fullt hús frá jafnmörgum meðlimum Samtaka íþróttafréttamanna og um er að ræða metfjölda stiga. Þá er þetta einnig stærsti sigur sögunnar, 244 stiga munur. Sara fór frá Wolfsburg til franska stórliðsins Lyon á árinu og átti þátt í að koma báðum liðum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hún vann tvöfalt með Wolfsburg og varð síðan fyrsta íslenska konan til að vinna Meistaradeild Evrópu. Sara skoraði þriðja mark Lyon í úrslitaleiknum gegn sínu gamla félagi, Wolfsburg. Sara varð einnig franskur bikarmeistari með Lyon og vann því fjóra stóra titla á árinu. Sara Björk er fyrirliði íslenska landsliðsins sem tryggði sér sæti á EM 2022 á árinu, en hún lék 10 landsleiki á árinu og skoraði í þeim tvö mörk. Sara Björk bætti landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur og er hún nú búin að leika 136 leiki fyrir Íslands hönd. Íþróttamaður ársins 2020 1. Sara Björk Gunnarsdóttir, fótbolti – 600 2. Martin Hermannsson, körfubolti – 356 3. Aron Pálmarsson, handbolti – 266 4. Anton Sveinn McKee, sund – 209 5. Bjarki Már Elísson, handbolti – 155 6. Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti – 126 7. Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir – 106 8. Ingibjörg Sigurðardóttir, fótbolti – 84 9. Gylfi Þór Sigurðsson, fótbolti – 74 10. Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti – 66 Íþróttamaður ársins Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Sjá meira
Valið er venjulega kunngjört á árlegu hófi ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna í Hörpu en vegna samkomutakmarkanna var hófið sýnt á RÚV. Þetta var í 65. sinn sem Samtök íþróttafréttamanna kjósa íþróttamann ársins. Sara fékk fullt hús stiga. Hún fékk 600 stig en í öðru sætinu var körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson með 356 stig en í þriðja sætinu var landsliðsfyrirliðinn í handbolta, Aron Pálmarsson, með 266 stig. Þetta er tólfta sinn í 65 ára sögu kjörsins sem Íþróttamaður ársins er kosinn með fullu húsi. Tuttugu meðlimir kusu árið 2009 þegar síðast var um fullt hús að ræða en sem fyrr segir kusu 30 að þessu sinni og hefur íþróttamaður ársins því aldrei fengið fullt hús frá jafnmörgum meðlimum Samtaka íþróttafréttamanna og um er að ræða metfjölda stiga. Þá er þetta einnig stærsti sigur sögunnar, 244 stiga munur. Sara fór frá Wolfsburg til franska stórliðsins Lyon á árinu og átti þátt í að koma báðum liðum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hún vann tvöfalt með Wolfsburg og varð síðan fyrsta íslenska konan til að vinna Meistaradeild Evrópu. Sara skoraði þriðja mark Lyon í úrslitaleiknum gegn sínu gamla félagi, Wolfsburg. Sara varð einnig franskur bikarmeistari með Lyon og vann því fjóra stóra titla á árinu. Sara Björk er fyrirliði íslenska landsliðsins sem tryggði sér sæti á EM 2022 á árinu, en hún lék 10 landsleiki á árinu og skoraði í þeim tvö mörk. Sara Björk bætti landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur og er hún nú búin að leika 136 leiki fyrir Íslands hönd. Íþróttamaður ársins 2020 1. Sara Björk Gunnarsdóttir, fótbolti – 600 2. Martin Hermannsson, körfubolti – 356 3. Aron Pálmarsson, handbolti – 266 4. Anton Sveinn McKee, sund – 209 5. Bjarki Már Elísson, handbolti – 155 6. Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti – 126 7. Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir – 106 8. Ingibjörg Sigurðardóttir, fótbolti – 84 9. Gylfi Þór Sigurðsson, fótbolti – 74 10. Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti – 66
Íþróttamaður ársins 2020 1. Sara Björk Gunnarsdóttir, fótbolti – 600 2. Martin Hermannsson, körfubolti – 356 3. Aron Pálmarsson, handbolti – 266 4. Anton Sveinn McKee, sund – 209 5. Bjarki Már Elísson, handbolti – 155 6. Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti – 126 7. Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir – 106 8. Ingibjörg Sigurðardóttir, fótbolti – 84 9. Gylfi Þór Sigurðsson, fótbolti – 74 10. Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti – 66
Íþróttamaður ársins Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Sjá meira