Ratajski áfram eftir ótrúlegan endi og magnaður sigur Van Gerwen Anton Ingi Leifsson skrifar 29. desember 2020 22:45 Michael van Gerwen var stálheppinn í kvöld. Kieran Cleeves/Getty Dave Chisnall er kominn áfram í sextán manna úrslitin og þeir Krzysztof Ratajski og Michael van Gerwen í átta manna úrslitin eftir þrjár viðureignir á heimsmeistaramótinu í pílukasti í kvöld. Fyrsti leikur kvöldsins var á milli Dave Chisnall og Danny Noppert. Hollendingurinn Noppert vann fyrstu tvö settin 3-0 en þá vaknaði Englendingurinn til lífsins. Hann vann þriðja leikinn 3-0, fjórða og fimmta leikinn 3-1 og tryggði sér svo sigurinn í sjötta setti er hann rúllaði yfir Noppert, 3-0. Annar leikur kvöldsins; leikur Gabriel Clemens og Krzysztof Ratajski var algjörlega magnaður. Leikurinn fór í oddalegg þar sem þeir klúðruðu á hverju útskotinu á fætur öðru. Lyginni líkast. Spennan var rafmögnuð en hinn pólski Krzysztof Ratajski vann bug á spennunni og skaut sér áfram í átta manna úrslitin er enn ein tilraun hans fór loksins í réttan reit. Krzysztof Ratajski reaches the Quarter-Finals of the World Darts Championship after pinning D1 with his TENTH match dart after surviving seven match darts in a deciding leg! Now that, was dramatic. pic.twitter.com/0cCs5MV0nH— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2020 Þriðji og síðasti leikur kvöldsins var á milli Michael van Gerwen og Joe Cullen. Van Gerwen fór algjörlega á kostum í 16 manna úrslitunum í fyrrakvöld en hann lenti í vandræðum með Cullen í kvöld. Hann lenti 2-1 undir og ekki skánaði það fyrir van Gerwen í fjórða leiknum sem hann tapaði eftir að hafa klúðrað útskoti sjálfur. Staðan orðin 3-1 fyrir Cullen en eftir stutta pásu kom þá Hollendingurinn fljúgandi öflugur til baka. Hann vann næstu tvö sett og tryggði sér oddaleik í rosalegri rimmu. Joe Cullen hitti 180 eins og enginn væri morgundagurinn en í oddaleiknum var hinn magnaði Hollendingur betri og vann 4-3 í leikjum. !JOE CULLEN MISSES A DART FOR A 164 FINISH AND THE MATCH!!!WE'RE GOING ALL THE WAY TO A DECIDING LEG!Cullen is a hold of throw away from the biggest victory of his life! pic.twitter.com/RplyxOm4vL— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2020 Gerwen er því kominn áfram í átta liða úrslitin en mátti hafa mikið fyrir því. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Sjá meira
Fyrsti leikur kvöldsins var á milli Dave Chisnall og Danny Noppert. Hollendingurinn Noppert vann fyrstu tvö settin 3-0 en þá vaknaði Englendingurinn til lífsins. Hann vann þriðja leikinn 3-0, fjórða og fimmta leikinn 3-1 og tryggði sér svo sigurinn í sjötta setti er hann rúllaði yfir Noppert, 3-0. Annar leikur kvöldsins; leikur Gabriel Clemens og Krzysztof Ratajski var algjörlega magnaður. Leikurinn fór í oddalegg þar sem þeir klúðruðu á hverju útskotinu á fætur öðru. Lyginni líkast. Spennan var rafmögnuð en hinn pólski Krzysztof Ratajski vann bug á spennunni og skaut sér áfram í átta manna úrslitin er enn ein tilraun hans fór loksins í réttan reit. Krzysztof Ratajski reaches the Quarter-Finals of the World Darts Championship after pinning D1 with his TENTH match dart after surviving seven match darts in a deciding leg! Now that, was dramatic. pic.twitter.com/0cCs5MV0nH— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2020 Þriðji og síðasti leikur kvöldsins var á milli Michael van Gerwen og Joe Cullen. Van Gerwen fór algjörlega á kostum í 16 manna úrslitunum í fyrrakvöld en hann lenti í vandræðum með Cullen í kvöld. Hann lenti 2-1 undir og ekki skánaði það fyrir van Gerwen í fjórða leiknum sem hann tapaði eftir að hafa klúðrað útskoti sjálfur. Staðan orðin 3-1 fyrir Cullen en eftir stutta pásu kom þá Hollendingurinn fljúgandi öflugur til baka. Hann vann næstu tvö sett og tryggði sér oddaleik í rosalegri rimmu. Joe Cullen hitti 180 eins og enginn væri morgundagurinn en í oddaleiknum var hinn magnaði Hollendingur betri og vann 4-3 í leikjum. !JOE CULLEN MISSES A DART FOR A 164 FINISH AND THE MATCH!!!WE'RE GOING ALL THE WAY TO A DECIDING LEG!Cullen is a hold of throw away from the biggest victory of his life! pic.twitter.com/RplyxOm4vL— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2020 Gerwen er því kominn áfram í átta liða úrslitin en mátti hafa mikið fyrir því. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Sjá meira