Fyrsti leikur kvöldsins var frábær. Dirk van Duijvenbode mætti þá meistaranum úr ensku úrvalsdeildinni, Glen Durrant, og Durrant vann fyrstu tvö settin áður en Dirk minnkaði muninn.
Durrant komst svo í 3-1 en þá setti Hollendingurinn í fimmta gír og vann þrjú næstu settin og henti Durrant úr keppni. Mikill fögnuður braust út hjá Hollendingnum sem trúði varla sínum eigin augum.
Gerwyn Price, sem margir telja einn þann líklegasta til þess að vinna mótið, rúllaði yfir Mervyn King. Þeir unnu sitt hvort settið í upphafi áður en Price hrökk í gang og henti Ísmaðurinn Kóngnum úr keppni en það er þeirra viðurnefni.
— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2020
Respect shown from Mervyn King as Gerwyn Price seals his spot in the Last 8 after closing out a dominant 4-1 victory!
Last up Dimitri Van den Bergh v Dave Chisnall pic.twitter.com/dssZfUQDGa
Menn biðu spenntir eftir síðasta leik kvöldsins þar sem þeir Dave Chisnall og Dimitri Van den Bergh mættust. Dave er í áttunda sæti heimslistans en Dimitri í því níunda.
Dave var frábær í útskotunum í fyrstu settunum og komst í 3-0 áður en Van den Bergh minnkaði muninn í 3-1.
Hann minnkaði svo muninn í 3-2 en Chisnall var sterkari í sjötta settinu og skaut sér áfram í átta manna úrslitin þar sem Michael van Gerwen bíður.
— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2020
Dave Chisnall wins an absolute thriller as he closes out a 4-2 victory over Dimitri Van den Bergh with a sensational 102 finish! pic.twitter.com/HNje1bYvZg

HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.