Tom Brady tilkynnti það með tveimur færslum á Instagram í dag að hann sé á förum frá New England Patriots, liðinu sem hann hefur spilað með allan sinn NFL-feril.
Tom Brady hefur ýjað að þessu eftir að NFL-tímabilinu lauk en það voru samt fáir sem sáu hann samt taka þetta risa skref á þessari stundu á hans ferli.
Tom Brady verður 43 ára gamall í ágúst og hann hefur spilað allan sinn feril með New England Patriots eða frá árinu 2000.
Breaking: Tom Brady announces that he will leave the Patriots and that his "football journey will take place elsewhere" pic.twitter.com/D0KuojDdlW
— Sports Illustrated (@SInow) March 17, 2020
Tom Brady kvaddi alla hjá New England Patriots með tveimur færslum á Instagram í dag og þakkaði fyrir tímann hjá félaginu.
Tom Brady varð sex sinnum NFL-meistari með New England Patriots en sá síðasti vannst í ársbyrjun 2019. Enginn NFL-leikmaður hefur unnið titilinn oftar.
Brady hefur verið orðaður við mörg félög í NFL-deildinni enda vilja margir fá þennan frábæra leikmann til síns. Mestar líkur í dag eru á því að hann semji við lið Tampa Bay Buccaneers sem frá Flórída skaganum.
Hér fyrir neðan má sjá færslurnar þar sem Tom Brady kveður New England Patriots.