Telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna sökudólginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. mars 2020 15:16 Alma Möller, landlæknir. Vísir/vilhelm Landlæknir telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna ástæðu þess að á þriðja hundrað starfsmenn Landspítala séu í sóttkví, sem er talsverður fjöldi. Hún kvað fjöldann áhyggjuefni en sagði að gengið hefði mjög vel að halda starfseminni gangandi. Þetta kom fram í máli landlæknis á upplýsingafundi vegna kórónuveiru nú síðdegis. Samkvæmt Covid-tölum Landspítalans fyrir daginn í dag eru alls 21 innlagðir sjúklingar á spítalanum í sóttkví. Ölmu Möller landlækni var ekki kunnugt um hvort einhver sjúklingur á spítalanum hefði smitast af veirunni þegar hún var spurð að því á upplýsingafundinum. Þá eru 25 starfsmenn Landspítala í einangrun og 224 starfsmenn í sóttkví. Alma sagði aðspurð að það væri áhyggjuefni hversu margir starfsmenn spítalans væru í sóttkví. „En Landspítala hefur gengið ótrúlega vel að takast á við það og tekist að halda mikilli starfsemi.“ Þá var Alma spurð hvort þennan mikla fjölda starfsmanna í sóttkví mætti rekja til starfsins inni á spítalanum eða utanlandsferða. „Ég held þetta sé skíðaáhugi starfsmanna,“ sagði Alma. Upplýsingafundinn í heild má sjá hér fyrir neðan. Í byrjun mars var þeim tilmælum beint til heilbrigðisstarfsfólks og annarra í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki til útlanda vegna veirunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fóru hjúkrunarfræðingar og læknar í skíðaferð til Austurríkis eftir að þessi tilmæli voru gefin út. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld óskað eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólks úr hópi lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í svokallaða bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Hundruð heilbrigðisstarfsmanna hafa þegar skráð sig í bakvarðasveitina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kynna fjölþættar aðgerðir stjórnvalda í Hörpu á morgun Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, boða til blaðamannafundar í Hörpu á morgun klukkan 13. 20. mars 2020 15:02 Fjórir úr sömu fjölskyldunni dánir og þrír veikir Fjórir meðlimir sömu fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum eru dánir vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. 20. mars 2020 14:35 Biðla til fólks að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji Töluvert hafi borið á undanþágubeiðnum en erfitt sé að verða við þeim ef aðgerðin eigi að hafa tilætluð áhrif. 20. mars 2020 14:22 Vísbendingar um „gott og verndandi ónæmissvar“ við kórónuveirunni Helsta óvissan nú snýr að því hversu lengi þetta ónæmi varir. 20. mars 2020 14:52 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Landlæknir telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna ástæðu þess að á þriðja hundrað starfsmenn Landspítala séu í sóttkví, sem er talsverður fjöldi. Hún kvað fjöldann áhyggjuefni en sagði að gengið hefði mjög vel að halda starfseminni gangandi. Þetta kom fram í máli landlæknis á upplýsingafundi vegna kórónuveiru nú síðdegis. Samkvæmt Covid-tölum Landspítalans fyrir daginn í dag eru alls 21 innlagðir sjúklingar á spítalanum í sóttkví. Ölmu Möller landlækni var ekki kunnugt um hvort einhver sjúklingur á spítalanum hefði smitast af veirunni þegar hún var spurð að því á upplýsingafundinum. Þá eru 25 starfsmenn Landspítala í einangrun og 224 starfsmenn í sóttkví. Alma sagði aðspurð að það væri áhyggjuefni hversu margir starfsmenn spítalans væru í sóttkví. „En Landspítala hefur gengið ótrúlega vel að takast á við það og tekist að halda mikilli starfsemi.“ Þá var Alma spurð hvort þennan mikla fjölda starfsmanna í sóttkví mætti rekja til starfsins inni á spítalanum eða utanlandsferða. „Ég held þetta sé skíðaáhugi starfsmanna,“ sagði Alma. Upplýsingafundinn í heild má sjá hér fyrir neðan. Í byrjun mars var þeim tilmælum beint til heilbrigðisstarfsfólks og annarra í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki til útlanda vegna veirunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fóru hjúkrunarfræðingar og læknar í skíðaferð til Austurríkis eftir að þessi tilmæli voru gefin út. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld óskað eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólks úr hópi lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í svokallaða bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Hundruð heilbrigðisstarfsmanna hafa þegar skráð sig í bakvarðasveitina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kynna fjölþættar aðgerðir stjórnvalda í Hörpu á morgun Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, boða til blaðamannafundar í Hörpu á morgun klukkan 13. 20. mars 2020 15:02 Fjórir úr sömu fjölskyldunni dánir og þrír veikir Fjórir meðlimir sömu fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum eru dánir vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. 20. mars 2020 14:35 Biðla til fólks að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji Töluvert hafi borið á undanþágubeiðnum en erfitt sé að verða við þeim ef aðgerðin eigi að hafa tilætluð áhrif. 20. mars 2020 14:22 Vísbendingar um „gott og verndandi ónæmissvar“ við kórónuveirunni Helsta óvissan nú snýr að því hversu lengi þetta ónæmi varir. 20. mars 2020 14:52 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Kynna fjölþættar aðgerðir stjórnvalda í Hörpu á morgun Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, boða til blaðamannafundar í Hörpu á morgun klukkan 13. 20. mars 2020 15:02
Fjórir úr sömu fjölskyldunni dánir og þrír veikir Fjórir meðlimir sömu fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum eru dánir vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. 20. mars 2020 14:35
Biðla til fólks að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji Töluvert hafi borið á undanþágubeiðnum en erfitt sé að verða við þeim ef aðgerðin eigi að hafa tilætluð áhrif. 20. mars 2020 14:22
Vísbendingar um „gott og verndandi ónæmissvar“ við kórónuveirunni Helsta óvissan nú snýr að því hversu lengi þetta ónæmi varir. 20. mars 2020 14:52