Notum menntamilljarðana núna Jón Jósafat Björnsson skrifar 20. mars 2020 17:00 Það er slaki í viðskiptalífinu og sannarlega blikur á lofti. Við erum í besta falli í miðri ánni og sjáum ekki til lands. „Það hvessir, það rignir, en það að styttir alltaf upp og lygnir,“ söng meistarinn Raggi Bjarna. Við skulum trúa því og hefjast strax handa við að undirbúa uppbygginguna. Milljarðar í starfsmenntasjóðum Í dag horfir fólk og fyrirtæki til ríkissjóðs og hvaða stuðnings sé að vænta. En það eru fleiri sjóðir sem eru sterkir og hafa hlutverki að gegna. Með kjarasamningum árið 2000 var stigið heillaskref í þágu starfsmenntunar með stofnun starfsmenntasjóða. Í 20 ár hefur atvinnulífið og hið opinbera lagt fjármagn í þessa sjóði sem hafa það hlutverk að auka færni starfsmanna og auka þannig framleiðni fyrirtækja og stofnana. Margir þessara sjóða eru sterkir og kerfið í heild telur milljarða. Í starfi mínu sem ráðgjafi hjá Dale Carnegie hef ég tekið eftir tvennu. Í fyrsta lagi er stór hluti fólks sem gerir sér ekki grein fyrir réttindum sínum og það sama á við um fyrirtæki sem einnig geta sótt í sjóðina. Í öðru lagi eru það svo reglur sjóðanna um úthlutanir sem oft eru flóknar við fyrstu sýn. Þetta tvennt gerir það að verkum að stundum meira rennur inn í sjóðina en út úr þeim. Kampavínsvísitalan og endurmenntun Á árunum eftir hrun 2009 til 2013 tvöfaldaðist velta Dale Carnegie en sala á kampavíni drógst saman um 70% frá árinu 2007 til 2010. Á kaffistofunni okkar hefur til gamans verið sett fram hagfræðikenningin um víxlverkun kampavíns og endurmenntunar. Áföll fá okkur til að staldra við, horfa inn á við og endurmeta gildi okkar. Við spyrjum okkur hvort við séum á réttri leið og hvert við viljum stefna. Undanfarna daga hafa hundruð Íslendinga sótt sér efni á heimasíðu okkar og mörg ár eru síðan að við höfum skynjað annan eins áhuga. Hefjumst handa Einhversstaðar stendur að nóttin sé alltaf dimmust rétt fyrir dögun. Fyrr en varir mun sólin rísa og þá skiptir öllu að hafa áætlun og vera í þjálfun. Ég skora á stjórnendur starfsmenntasjóðanna að útvíkka úthlutunarreglur og byggja þannig upp fólk og fyrirtæki. Viðskiptalífið þarf á margskonar aðgerðum að halda, líka í menntamálum. Ég skora líka á allt launafólk að hafa samband við sinn starfsmenntasjóð eða stéttarfélag og skoða sína inneign. Stjórnendur fyrirtækja ættu einnig að kanna hvaða möguleikar bjóðast sínum fyrirtækjum og hefjast handa við að smíða þjálfunaráætlanir. ,,Gerum það sem við getum, með það sem við höfum, þar sem við erum.“ Þessi orð Theodore Roosevelt Bandaríkjaforseta eiga vel við. Hefjum undirbúninginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Jósafat Björnsson Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Það er slaki í viðskiptalífinu og sannarlega blikur á lofti. Við erum í besta falli í miðri ánni og sjáum ekki til lands. „Það hvessir, það rignir, en það að styttir alltaf upp og lygnir,“ söng meistarinn Raggi Bjarna. Við skulum trúa því og hefjast strax handa við að undirbúa uppbygginguna. Milljarðar í starfsmenntasjóðum Í dag horfir fólk og fyrirtæki til ríkissjóðs og hvaða stuðnings sé að vænta. En það eru fleiri sjóðir sem eru sterkir og hafa hlutverki að gegna. Með kjarasamningum árið 2000 var stigið heillaskref í þágu starfsmenntunar með stofnun starfsmenntasjóða. Í 20 ár hefur atvinnulífið og hið opinbera lagt fjármagn í þessa sjóði sem hafa það hlutverk að auka færni starfsmanna og auka þannig framleiðni fyrirtækja og stofnana. Margir þessara sjóða eru sterkir og kerfið í heild telur milljarða. Í starfi mínu sem ráðgjafi hjá Dale Carnegie hef ég tekið eftir tvennu. Í fyrsta lagi er stór hluti fólks sem gerir sér ekki grein fyrir réttindum sínum og það sama á við um fyrirtæki sem einnig geta sótt í sjóðina. Í öðru lagi eru það svo reglur sjóðanna um úthlutanir sem oft eru flóknar við fyrstu sýn. Þetta tvennt gerir það að verkum að stundum meira rennur inn í sjóðina en út úr þeim. Kampavínsvísitalan og endurmenntun Á árunum eftir hrun 2009 til 2013 tvöfaldaðist velta Dale Carnegie en sala á kampavíni drógst saman um 70% frá árinu 2007 til 2010. Á kaffistofunni okkar hefur til gamans verið sett fram hagfræðikenningin um víxlverkun kampavíns og endurmenntunar. Áföll fá okkur til að staldra við, horfa inn á við og endurmeta gildi okkar. Við spyrjum okkur hvort við séum á réttri leið og hvert við viljum stefna. Undanfarna daga hafa hundruð Íslendinga sótt sér efni á heimasíðu okkar og mörg ár eru síðan að við höfum skynjað annan eins áhuga. Hefjumst handa Einhversstaðar stendur að nóttin sé alltaf dimmust rétt fyrir dögun. Fyrr en varir mun sólin rísa og þá skiptir öllu að hafa áætlun og vera í þjálfun. Ég skora á stjórnendur starfsmenntasjóðanna að útvíkka úthlutunarreglur og byggja þannig upp fólk og fyrirtæki. Viðskiptalífið þarf á margskonar aðgerðum að halda, líka í menntamálum. Ég skora líka á allt launafólk að hafa samband við sinn starfsmenntasjóð eða stéttarfélag og skoða sína inneign. Stjórnendur fyrirtækja ættu einnig að kanna hvaða möguleikar bjóðast sínum fyrirtækjum og hefjast handa við að smíða þjálfunaráætlanir. ,,Gerum það sem við getum, með það sem við höfum, þar sem við erum.“ Þessi orð Theodore Roosevelt Bandaríkjaforseta eiga vel við. Hefjum undirbúninginn.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun