Að kaupa Kane gæti reynst Woodward ofviða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. mars 2020 11:30 Talið er að Manchester United vilji fá Harry Kane í sínar raðir. Richard Calver/SOPA/Getty Images Harry Kane hefur verið orðaður við Manchester United en nennir Ed Woodward, framkvæmdastjóri félagsins, að standa í þeim erfiðleikum sem fylgja því að reyna kaupa leikmann af Tottenham Hotspur? The Athletic greinir frá en í frétt þeirra kemur einnir fram að sumarið 2011 hafi Luka Modrić sýnt áhuga á að koma til félagsins. David Gill, þáverandi framkvæmdastjóri félagsins, hafi í samráði við Sir Alex Ferguson, þjálfara liðsins á þeim tíma, ákveðið að þó Modrić væri stórbrotinn leikmaður þá væri einfaldlega ekki þess virði að eyða öllu sumrínu í að reyna semja við Daniel Levy, formann Lundúnaliðsins. Gill hefur kallað sumarið 2008, þegar Man Utd nældi í hinn búlgarska Dimitar Berbatov, algjöra martröð þar sem Levy dró viðræðurnar allt fram á lokadag félagaskiptagluggans. Á endanum fór Modrić ekki fet fyrr en ári síðar þegar Real Madrid keypti hann á 33 milljónir punda. Sama ástæða ku vera á bak við ákvörðun Man United að eltast ekki við Christian Eriksen í janúar síðastliðnum. Even if Tottenham's star striker really is open to moving, #MUFC would be wary of negotiating with Daniel Levy. Why trying to sign Harry Kane is so complicated for Manchester United | @lauriewhitwell https://t.co/nm3LuvYVlj— The Athletic UK (@TheAthleticUK) March 19, 2020 Þrátt fyrir allt þetta þá herma heimildir The Athletic að Man Utd hafi sent fyrirspurn á Tottenham varðandi þann möguleika að fá Kane í sínar raðir. Louis van Gaal vildi fá enska framherjann árið 2015 og síðan hefur liðið fylgst vel með framgöngu Kane í ensku úrvalsdeildinni. Árangur Kane talar sínu máli. Hann hefur skorað 181 mark í 278 leikjum fyrir Tottenham ásamt því að hafa skorað 32 mörk í aðeins 45 leikjum fyrir enska landsliðið. Að því sögðu þá verður hægara sagt en gert fyrir Manchester United, eða önnur félög, að fjárfesta í þessum magnaða framherja. Talið er að Tottenham muni ekki selja fyrir minna en upphæð í kringum 150 milljónir punda. Launapakki Kane er um 200 þúsund pund á viku og því ljóst að þarna er um gríðarlega fjármuni að ræða. Þá þarf Tottenham þarf ekki að hafa áhyggjur af því að Kane fari frítt á næstunni en samningur hans við félagið gildir til ársins 2024. Hinn 26 ára gamli Kane verið að glíma við meiðsli aftan í læri síðan á nýársdag. Ekki í fyrsta skipti sem hann missir af leikjum vegna meiðsla en Kane hefur aðeins tvisvar náð meira 30 leikjum í úrvalsdeildinni á þeim sjö tímabilum sem hann hefur leikið í henni. Svo virðist sem Kane þurfi persónulega að gefa það út að hann vilji yfirgefa Tottenham svo félagið íhugi að selja hann. Svo virðist sem Man Utd haldi í vonina að það gerist í sumar og Kane ákveði í kjölfarið að hann vilji fara til rauða hluta Manchester-borgar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Sjá meira
Harry Kane hefur verið orðaður við Manchester United en nennir Ed Woodward, framkvæmdastjóri félagsins, að standa í þeim erfiðleikum sem fylgja því að reyna kaupa leikmann af Tottenham Hotspur? The Athletic greinir frá en í frétt þeirra kemur einnir fram að sumarið 2011 hafi Luka Modrić sýnt áhuga á að koma til félagsins. David Gill, þáverandi framkvæmdastjóri félagsins, hafi í samráði við Sir Alex Ferguson, þjálfara liðsins á þeim tíma, ákveðið að þó Modrić væri stórbrotinn leikmaður þá væri einfaldlega ekki þess virði að eyða öllu sumrínu í að reyna semja við Daniel Levy, formann Lundúnaliðsins. Gill hefur kallað sumarið 2008, þegar Man Utd nældi í hinn búlgarska Dimitar Berbatov, algjöra martröð þar sem Levy dró viðræðurnar allt fram á lokadag félagaskiptagluggans. Á endanum fór Modrić ekki fet fyrr en ári síðar þegar Real Madrid keypti hann á 33 milljónir punda. Sama ástæða ku vera á bak við ákvörðun Man United að eltast ekki við Christian Eriksen í janúar síðastliðnum. Even if Tottenham's star striker really is open to moving, #MUFC would be wary of negotiating with Daniel Levy. Why trying to sign Harry Kane is so complicated for Manchester United | @lauriewhitwell https://t.co/nm3LuvYVlj— The Athletic UK (@TheAthleticUK) March 19, 2020 Þrátt fyrir allt þetta þá herma heimildir The Athletic að Man Utd hafi sent fyrirspurn á Tottenham varðandi þann möguleika að fá Kane í sínar raðir. Louis van Gaal vildi fá enska framherjann árið 2015 og síðan hefur liðið fylgst vel með framgöngu Kane í ensku úrvalsdeildinni. Árangur Kane talar sínu máli. Hann hefur skorað 181 mark í 278 leikjum fyrir Tottenham ásamt því að hafa skorað 32 mörk í aðeins 45 leikjum fyrir enska landsliðið. Að því sögðu þá verður hægara sagt en gert fyrir Manchester United, eða önnur félög, að fjárfesta í þessum magnaða framherja. Talið er að Tottenham muni ekki selja fyrir minna en upphæð í kringum 150 milljónir punda. Launapakki Kane er um 200 þúsund pund á viku og því ljóst að þarna er um gríðarlega fjármuni að ræða. Þá þarf Tottenham þarf ekki að hafa áhyggjur af því að Kane fari frítt á næstunni en samningur hans við félagið gildir til ársins 2024. Hinn 26 ára gamli Kane verið að glíma við meiðsli aftan í læri síðan á nýársdag. Ekki í fyrsta skipti sem hann missir af leikjum vegna meiðsla en Kane hefur aðeins tvisvar náð meira 30 leikjum í úrvalsdeildinni á þeim sjö tímabilum sem hann hefur leikið í henni. Svo virðist sem Kane þurfi persónulega að gefa það út að hann vilji yfirgefa Tottenham svo félagið íhugi að selja hann. Svo virðist sem Man Utd haldi í vonina að það gerist í sumar og Kane ákveði í kjölfarið að hann vilji fara til rauða hluta Manchester-borgar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Sjá meira