Fyrirtæki skella í lás: „Við lifum á skrítnum tímum“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. mars 2020 07:03 Æ fleiri fyrirtæki skella í lás um óákveðinn tíma. Vísir/Getty „Kæru viðskiptavinir, við lifum á skrítnum tímum…“ Svona hefst tilkynning Narfeyrarstofu, veitingastaðar í Stykkishólmi, sem tilkynnti lokun í gærkveldi. Tilkynningin er ekkert einsdæmi því á Facebook mátti strax sjá tilkynningar frá ýmsum fyrirtækjum um lokun strax í kjölfar fregna um hert samgöngubann. Þær tilkynningar voru ekki einungis frá fyrirtækjum sem tilmæli stjórnvalda ná til. Í gær tilkynnti Heilbrigðisráðuneytið, eftir tillögu sóttvarnalæknis, að samkomur skuli nú takmarkaðar við 20 manns í stað 100. Tekur hert samgöngubann gildi á miðnætti í kvöld. Þá þurfa fyrirtæki eins og hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og sambærileg starfsemi, sundlaugar, líkamsræktarstöðvar, skemmtistaðir, spilasalir, spilakassar og söfn að loka. Íþróttastarf fellur niður þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér, s.s. skíðalyftur. En fleiri fyrirtæki tilkynna lokanir og það á einnig við um fyrirtæki sem áður höfðu leitað lausna til að bregðast við samdrátt og samgöngubann. Sem dæmi má nefna tilkynntu veitingahúsin Narfeyrastofa og Sjávarpakkhúsið í Stykkishólmi fyrr í mánuðinum, að staðirnir myndu deila með sér opnunartíma þar sem hvor staður væri með opið í viku á víxl. Allt kom þó fyrir ekki. „Á þeim 19 árum sem við höfum verið að reka veitingahúsið Narfeyrarstofu í Stykkishólmi hefur aldrei verið uppi viðlík staða í rekstrarumhverfi í ferðaþjónustu,“ segir í tilkynningu frá eigendum Narfeyrarstofu í gærkveldi. Lokunin er um óákveðinn tíma. Fleiri fyrirtæki hafa lokað þar sem önnur úrræði hafa ekki dugað til. Kvikmyndahúsið á Selfossi tilkynnti um lokun um helgina en hafði áður tilkynnt ráðstafanir til að tryggja að tilmælum um fjarlægðarmörk og fleira væri fylgt eftir. „Vegna skertrar aðsóknar af völdum COVID19 mun Bíóhúsið loka frá og með 22. mars um óákveðinn tíma,“ sagði í tilkynningu um lokun kvikmyndahússins á Selfossi um helgina.“ Á laugardaginn boðaði ríkistjórnir aðgerðir til að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirunnar, meðal annars í formi lántökuleiða og greiðslufresta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Veitingastaðir Árborg Stykkishólmur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Fleiri fréttir Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
„Kæru viðskiptavinir, við lifum á skrítnum tímum…“ Svona hefst tilkynning Narfeyrarstofu, veitingastaðar í Stykkishólmi, sem tilkynnti lokun í gærkveldi. Tilkynningin er ekkert einsdæmi því á Facebook mátti strax sjá tilkynningar frá ýmsum fyrirtækjum um lokun strax í kjölfar fregna um hert samgöngubann. Þær tilkynningar voru ekki einungis frá fyrirtækjum sem tilmæli stjórnvalda ná til. Í gær tilkynnti Heilbrigðisráðuneytið, eftir tillögu sóttvarnalæknis, að samkomur skuli nú takmarkaðar við 20 manns í stað 100. Tekur hert samgöngubann gildi á miðnætti í kvöld. Þá þurfa fyrirtæki eins og hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og sambærileg starfsemi, sundlaugar, líkamsræktarstöðvar, skemmtistaðir, spilasalir, spilakassar og söfn að loka. Íþróttastarf fellur niður þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér, s.s. skíðalyftur. En fleiri fyrirtæki tilkynna lokanir og það á einnig við um fyrirtæki sem áður höfðu leitað lausna til að bregðast við samdrátt og samgöngubann. Sem dæmi má nefna tilkynntu veitingahúsin Narfeyrastofa og Sjávarpakkhúsið í Stykkishólmi fyrr í mánuðinum, að staðirnir myndu deila með sér opnunartíma þar sem hvor staður væri með opið í viku á víxl. Allt kom þó fyrir ekki. „Á þeim 19 árum sem við höfum verið að reka veitingahúsið Narfeyrarstofu í Stykkishólmi hefur aldrei verið uppi viðlík staða í rekstrarumhverfi í ferðaþjónustu,“ segir í tilkynningu frá eigendum Narfeyrarstofu í gærkveldi. Lokunin er um óákveðinn tíma. Fleiri fyrirtæki hafa lokað þar sem önnur úrræði hafa ekki dugað til. Kvikmyndahúsið á Selfossi tilkynnti um lokun um helgina en hafði áður tilkynnt ráðstafanir til að tryggja að tilmælum um fjarlægðarmörk og fleira væri fylgt eftir. „Vegna skertrar aðsóknar af völdum COVID19 mun Bíóhúsið loka frá og með 22. mars um óákveðinn tíma,“ sagði í tilkynningu um lokun kvikmyndahússins á Selfossi um helgina.“ Á laugardaginn boðaði ríkistjórnir aðgerðir til að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirunnar, meðal annars í formi lántökuleiða og greiðslufresta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Veitingastaðir Árborg Stykkishólmur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Fleiri fréttir Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira