Salmond sýknaður af ákæru um kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2020 10:44 Alex Salmond yfirgefur dómshús í Edinborg við upphaf réttarhaldanna yfir honum fyrr í þessum mánuði. Hann hefur meðal annars stýrst sjónvarpsþætti á rússnesku ríkissjónvarpsstöðinni RT undanfarin ár. Vísir/EPA Kviðdómur sýknaði Alex Salmond, fyrrverandi oddvita skosku heimastjórnarinnar, af ákæru um að hann hefði ráðist kynferðislega á níu konur á meðan hann gegndi embætti í gær. Hann hefur alla tíð neitað sök og fullyrðir að logið hafi verið upp á hann í pólitískum tilgangi. Salmond var sýknaður af tólf ákæruliðum en sök hans var ekki talin sönnuð í þeim þrettánda. Saksóknarar höfðu áður fellt niður ákæru fyrir kynferðisofbeldi gegn tíundu konunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þingkona Skoska þjóðarflokksins (SNP), starfsmaður flokksins og nokkrir núverandi og fyrrverandi opinberir starfsmenn og embættismenn voru á meðal þeirra kvenna sem báru Salmond sökum. Hann var meðal annars ákærður fyrir tilraun til nauðgunar. Sum brotin áttu sér stað í Bláa húsinu, forsætisráðherrabústaðnum í Edinborg. Sjá einnig: Salmond ákærður í kjölfar ásakana um kynferðisbrot Salmond bar því við fyrir dómi að þær hefðu logið upp á hann eða ýkt atvik. Verjendur hans héldu því fram fyrir dómi að háttsettur embættismaður, sem sakaði Salmond um kynferðisbrot, hefði verið í sambandi við nokkrar af hinum konunum áður en Salmond var ákærður. Eftir að dómurinn lá fyrir í gær sagði Salmond að hann hefði viljað leggja ákveðin sönnunargöng fram en að það hafi ekki verið hægt „af ýmsum ástæðum“. „Á einhverjum tímapunkti munu þær staðreyndir og sannanir líta dagsins ljós,“ boðaði Salmond. Nicola Sturgeon, núverandi oddviti heimastjórnarinnar sem tók við af Salmond árið 2014, sagði að virða yrði niðurstöðu kviðdómsins. Hún taki fagnandi rannsókn skoska þingsins á hvernig ríkisstjórn hennar brást við ásökunum á hendur Salmond. Heimastjórnin gekkst við því í janúar að hún hefði brotið lög við rannsókn á ásökunum með því að skipa rannsakanda sem hafði komið að málinu á fyrri stigum. Skotland Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Kviðdómur sýknaði Alex Salmond, fyrrverandi oddvita skosku heimastjórnarinnar, af ákæru um að hann hefði ráðist kynferðislega á níu konur á meðan hann gegndi embætti í gær. Hann hefur alla tíð neitað sök og fullyrðir að logið hafi verið upp á hann í pólitískum tilgangi. Salmond var sýknaður af tólf ákæruliðum en sök hans var ekki talin sönnuð í þeim þrettánda. Saksóknarar höfðu áður fellt niður ákæru fyrir kynferðisofbeldi gegn tíundu konunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þingkona Skoska þjóðarflokksins (SNP), starfsmaður flokksins og nokkrir núverandi og fyrrverandi opinberir starfsmenn og embættismenn voru á meðal þeirra kvenna sem báru Salmond sökum. Hann var meðal annars ákærður fyrir tilraun til nauðgunar. Sum brotin áttu sér stað í Bláa húsinu, forsætisráðherrabústaðnum í Edinborg. Sjá einnig: Salmond ákærður í kjölfar ásakana um kynferðisbrot Salmond bar því við fyrir dómi að þær hefðu logið upp á hann eða ýkt atvik. Verjendur hans héldu því fram fyrir dómi að háttsettur embættismaður, sem sakaði Salmond um kynferðisbrot, hefði verið í sambandi við nokkrar af hinum konunum áður en Salmond var ákærður. Eftir að dómurinn lá fyrir í gær sagði Salmond að hann hefði viljað leggja ákveðin sönnunargöng fram en að það hafi ekki verið hægt „af ýmsum ástæðum“. „Á einhverjum tímapunkti munu þær staðreyndir og sannanir líta dagsins ljós,“ boðaði Salmond. Nicola Sturgeon, núverandi oddviti heimastjórnarinnar sem tók við af Salmond árið 2014, sagði að virða yrði niðurstöðu kviðdómsins. Hún taki fagnandi rannsókn skoska þingsins á hvernig ríkisstjórn hennar brást við ásökunum á hendur Salmond. Heimastjórnin gekkst við því í janúar að hún hefði brotið lög við rannsókn á ásökunum með því að skipa rannsakanda sem hafði komið að málinu á fyrri stigum.
Skotland Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira