Ríkið sýknað af 1,3 milljarða bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar Eiður Þór Árnason skrifar 26. mars 2020 15:03 Guðjón Skarphéðinsson var sýknaður árið 2018. Vísir Ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af öllum kröfum Guðjóns Skarphéðinssonar. Guðjón krafðist þess að íslenska ríkið yrði dæmt til að greiða sér rétt rúman 1,3 milljarða króna í bætur, meðal annars fyrir ólöglega frelsissviptingu í tæp fimm ár og þar af 412 daga í einangrun. Sjá einnig: Ríkið segir Guðjón sjálfan hafa átt sök á því að vera ranglega dæmdur Guðjón var árið 1980 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa átt hlut í dauða Geirfinns Einarssonar sex árum áður. Hann var síðan sýknaður í Hæstarétti árið 2018 ásamt fjórum öðrum sakborningum. Réttur Guðjóns til bóta fyrndur Sú háttsemi sem Guðjón taldi bótaskylda á borð við ólöglega handtöku, ólöglegt gæsluvarðhalds og ranga dóma átti sér stað á tímabilinu 1976 til 1985. Meðal deiluefna var hvort fyrningarfresturinn hafi byrjað að líða þegar hin ætluðu brot áttu sér stað eða við sýknun Hæstaréttar árið 2018. Dómurinn fellst á rök ríkislögmanns og sagði bótaréttinn vera fyrndann. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar.Vísir/vilhelm Framlögð gögn ekki tekin gild Í málatilbúnaði sínum vísaði Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns, í úrskurð endurupptökunefndar og skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins um Guðmundar- og Geirfinnsmál. Var þetta gert til þess að reyna að færa sönnur fyrir því að Guðjón ætti rétt á bótum vegna brotlegrar háttsemi. Niðurstaða dómsins var að ekki væri hægt að líta á það sem gild sönnunargögn sem hann gæti byggt niðurstöðu sína á. Eigin sök svipti hann rétti til skaðabóta Í málsvörn Andra Árnasonar, setts ríkislögmanns, er meðal annars byggt á ákvæði laga um eigin sök og afleiðingu eigin sakar á bótarétt. Dómurinn fellst á þau rök. Í dómsniðurstöðunni segir að í sakfellingardómi Hæstaréttar árið 1980 „er játning stefnanda [Guðjóns] lögð til grundvallar mati á sekt hans. Stefnandi hafði ekki fallið frá framburði sínum heldur „haldið fast við“ hann eins og segir í dómi Hæstaréttar. Með játningunni viðurkennir stefnandi að eiga sök á dauða Geirfinns. Eigin sök stefnanda sviptir hann því að geta átt rétt til skaðabóta[...]“ Þar segir enn fremur: „Með vísan til framburða þeirra sem stefnandi gaf fyrir dómi hefur hann sjálfur valdið þeim aðgerðum sem hann reisir kröfur sínar á. Því hefur stefnandi fyrirgert rétti sínum til bóta vegna handtöku, gæsluvarðhalds, ætlaðs rangs dóms, afplánunar dómsins og skilorðsins/reynslulausnarinnar.“ Öðrum kröfum hafnað Þá var kröfum Guðjóns um bætur fyrir „ætlaðar ólöglegar rannsóknaraðgerðir, svo sem ætlaða ólöglega handtöku, ætlaða ólöglega leit, ætlaða ólöglega haldlagningu á munum, ætlaða ólöglega símahlustun og ætlaða ólöglega læknisskoðun, einnig hafnað.“ Kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu að „Það verður ekki ráðið að stefnandi hafi verið beittur ólögmætri þvingun eða einhvers konar harðræði svo sem stefnandi byggir nú á.“ Fram kom í stefnu Guðjóns að bótakrafan væri líka byggð á því „að háttsemi hinna opinberu starfsmanna sem að rannsókn málsins komu á öllum stigum hafi verið refsiverð. Sakfelling stefnanda hafi þar með verið fengin fyrir óráðvandlegt athæfi [...]“ Andri Árnason, settur ríkislögmaður.Vísir/vilhelm Segir ekki tilefni til að ætla refsiverða háttsemi Dómurinn hafnar þessu með öllu og vísar til úrskurðar endurupptökunefndar þar sem nefndin komst að þeirri niðurstöðu „að gögn málsins gefi ekki tilefni til að ætla að lögregla, ákærandi, dómari eða aðrir hafi haft í frammi refsiverða háttsemi í því skyni að fá fram þau málalok sem málið fékk.“ Dómurinn fer jafnframt hörðum orðum um þessar ásakanir: „Þessi málsástæða stefnanda er með öllu haldlaus og telur dómurinn þennan málflutning lögmanns stefnanda aðfinnsluverðan, þar sem vegið er að æru opinberra starfsmanna, lifandi sem látinna, og þeir sakaðir um refsiverða háttsemi í störfum sínum.“ Eins og fyrr segir var niðurstaða málsins að ríkið yrði sýknað af öllum kröfum Guðjóns. Fréttin hefur verið uppfærð. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Reykjavík Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af öllum kröfum Guðjóns Skarphéðinssonar. Guðjón krafðist þess að íslenska ríkið yrði dæmt til að greiða sér rétt rúman 1,3 milljarða króna í bætur, meðal annars fyrir ólöglega frelsissviptingu í tæp fimm ár og þar af 412 daga í einangrun. Sjá einnig: Ríkið segir Guðjón sjálfan hafa átt sök á því að vera ranglega dæmdur Guðjón var árið 1980 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa átt hlut í dauða Geirfinns Einarssonar sex árum áður. Hann var síðan sýknaður í Hæstarétti árið 2018 ásamt fjórum öðrum sakborningum. Réttur Guðjóns til bóta fyrndur Sú háttsemi sem Guðjón taldi bótaskylda á borð við ólöglega handtöku, ólöglegt gæsluvarðhalds og ranga dóma átti sér stað á tímabilinu 1976 til 1985. Meðal deiluefna var hvort fyrningarfresturinn hafi byrjað að líða þegar hin ætluðu brot áttu sér stað eða við sýknun Hæstaréttar árið 2018. Dómurinn fellst á rök ríkislögmanns og sagði bótaréttinn vera fyrndann. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar.Vísir/vilhelm Framlögð gögn ekki tekin gild Í málatilbúnaði sínum vísaði Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns, í úrskurð endurupptökunefndar og skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins um Guðmundar- og Geirfinnsmál. Var þetta gert til þess að reyna að færa sönnur fyrir því að Guðjón ætti rétt á bótum vegna brotlegrar háttsemi. Niðurstaða dómsins var að ekki væri hægt að líta á það sem gild sönnunargögn sem hann gæti byggt niðurstöðu sína á. Eigin sök svipti hann rétti til skaðabóta Í málsvörn Andra Árnasonar, setts ríkislögmanns, er meðal annars byggt á ákvæði laga um eigin sök og afleiðingu eigin sakar á bótarétt. Dómurinn fellst á þau rök. Í dómsniðurstöðunni segir að í sakfellingardómi Hæstaréttar árið 1980 „er játning stefnanda [Guðjóns] lögð til grundvallar mati á sekt hans. Stefnandi hafði ekki fallið frá framburði sínum heldur „haldið fast við“ hann eins og segir í dómi Hæstaréttar. Með játningunni viðurkennir stefnandi að eiga sök á dauða Geirfinns. Eigin sök stefnanda sviptir hann því að geta átt rétt til skaðabóta[...]“ Þar segir enn fremur: „Með vísan til framburða þeirra sem stefnandi gaf fyrir dómi hefur hann sjálfur valdið þeim aðgerðum sem hann reisir kröfur sínar á. Því hefur stefnandi fyrirgert rétti sínum til bóta vegna handtöku, gæsluvarðhalds, ætlaðs rangs dóms, afplánunar dómsins og skilorðsins/reynslulausnarinnar.“ Öðrum kröfum hafnað Þá var kröfum Guðjóns um bætur fyrir „ætlaðar ólöglegar rannsóknaraðgerðir, svo sem ætlaða ólöglega handtöku, ætlaða ólöglega leit, ætlaða ólöglega haldlagningu á munum, ætlaða ólöglega símahlustun og ætlaða ólöglega læknisskoðun, einnig hafnað.“ Kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu að „Það verður ekki ráðið að stefnandi hafi verið beittur ólögmætri þvingun eða einhvers konar harðræði svo sem stefnandi byggir nú á.“ Fram kom í stefnu Guðjóns að bótakrafan væri líka byggð á því „að háttsemi hinna opinberu starfsmanna sem að rannsókn málsins komu á öllum stigum hafi verið refsiverð. Sakfelling stefnanda hafi þar með verið fengin fyrir óráðvandlegt athæfi [...]“ Andri Árnason, settur ríkislögmaður.Vísir/vilhelm Segir ekki tilefni til að ætla refsiverða háttsemi Dómurinn hafnar þessu með öllu og vísar til úrskurðar endurupptökunefndar þar sem nefndin komst að þeirri niðurstöðu „að gögn málsins gefi ekki tilefni til að ætla að lögregla, ákærandi, dómari eða aðrir hafi haft í frammi refsiverða háttsemi í því skyni að fá fram þau málalok sem málið fékk.“ Dómurinn fer jafnframt hörðum orðum um þessar ásakanir: „Þessi málsástæða stefnanda er með öllu haldlaus og telur dómurinn þennan málflutning lögmanns stefnanda aðfinnsluverðan, þar sem vegið er að æru opinberra starfsmanna, lifandi sem látinna, og þeir sakaðir um refsiverða háttsemi í störfum sínum.“ Eins og fyrr segir var niðurstaða málsins að ríkið yrði sýknað af öllum kröfum Guðjóns. Fréttin hefur verið uppfærð.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Reykjavík Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira