Sex á gjörgæslu og í öndunarvél Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. mars 2020 12:04 Þrír voru í öndunarvél á Landspítalanum í gær. Fjöldi þeirra hefur tvöfaldast á einum sólarhring. Vísir/Vilhelm Sex eru á gjörgæslu smitaðir af kórónuveirunni og eru þeir allir í öndunarvél. Síðan í gær hefur fjölgað þar um þrjá. Landspítalinn vinnur að því að flytja þá sem ekki eru smitaðir frá spítalanum í Fossvogi og í önnur úrræði til þess að skapa þar frekara rými. Aðstæður á Landspítalanum eru teknar að þyngjast verulega vegna kórónuveirufaraldursins. Staðfest smit eru rúmlega áttahundruð og af þeim eru sjöhundruð og tuttugu í sóttkví. Uppfærðar tölur verða gefnar upp á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis klukkan tvö í dag. Róðurinn að þyngjast Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala segir róðurinn vera að þyngjast, en innlögnum á spítalann hefur fjölgað frá því í gær og fleiri eru á gjörgæslu. Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans.Vísir/Vilhelm „Við erum með átján inni sem eru með COVID-veiki og þar af eru sex á gjörgæslu og þeir allir í öndunarvél. Þetta er að þyngjast eins og spáð hafði verið,“ segir Páll. „Það liggur í hlutarins eðli að þegar fólk er í öndunarvél þá er það mjög veikt og í þessari veiki þá vitum við að þá er það almennt um útbreidda lungnabólgur að ræða,“ Þannig hefur fjölgað um þrjá á gjörgæslu frá því í gær. Páll segir Landspítalann vinna að því hörðum höndum að flytja minna veikt fólk frá Fossvogi og í önnur úrræði til þess að skapa frekara rými í Fossvogi fyrir þá sem veikjast af kórónuveirunni. Sjúklingar fluttir á Reykjalund „Við erum þegar farin að flytja sjúklinga á Reykjalund sem við gerðum samstarfssamning við í gær. Það eru þá aðrir sjúklingar, ekki COVID-veikir en býsna veikir samt sem fara á Reykjalund. Það rýmir töluvert á spítalanum. Við erum með fleiri slík áform í gangi ef þarf,“ segir Páll. Sjúklingar sem glíma við aðra erfiðleika en kórónuveiruna eru sumir hverjir komnir eða á leið á Reykjalund.Vísir/Egill Páll segir að öll gjörgæslurými í Fossvogi séu orðin full og unnið sé að því að hún sé stækkuð. hann gerir ráð fyrir að enn fleiri, sem ekki séu smitaðir af kórónuveirunni, verði fluttir annað. „Við gerum það bara eins og þarf. það er einfaldlega þannig að við forgangsröðum þannig að veikasta fólkið það gengur fyrir,“ segir Páll. Gert er ráð fyrir því að álagið á Landspítalanum geti aukist enn frekar um og eftir helgi. „Það má búast við því að þetta haldi áfram að þyngjast alveg fram í miðjan apríl. Það er samkvæmt spálíkani sem okkur sýnist vera rætast ágætlega. Ég held að aðal varnarlínan sé hjá almenningi. Að huga að smitgát. Að huga að sóttkví. Að passa sig og virða reglur sóttvarnalæknis. Það er þarf sem okkur tekst að draga úr álaginu,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Sex eru á gjörgæslu smitaðir af kórónuveirunni og eru þeir allir í öndunarvél. Síðan í gær hefur fjölgað þar um þrjá. Landspítalinn vinnur að því að flytja þá sem ekki eru smitaðir frá spítalanum í Fossvogi og í önnur úrræði til þess að skapa þar frekara rými. Aðstæður á Landspítalanum eru teknar að þyngjast verulega vegna kórónuveirufaraldursins. Staðfest smit eru rúmlega áttahundruð og af þeim eru sjöhundruð og tuttugu í sóttkví. Uppfærðar tölur verða gefnar upp á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis klukkan tvö í dag. Róðurinn að þyngjast Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala segir róðurinn vera að þyngjast, en innlögnum á spítalann hefur fjölgað frá því í gær og fleiri eru á gjörgæslu. Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans.Vísir/Vilhelm „Við erum með átján inni sem eru með COVID-veiki og þar af eru sex á gjörgæslu og þeir allir í öndunarvél. Þetta er að þyngjast eins og spáð hafði verið,“ segir Páll. „Það liggur í hlutarins eðli að þegar fólk er í öndunarvél þá er það mjög veikt og í þessari veiki þá vitum við að þá er það almennt um útbreidda lungnabólgur að ræða,“ Þannig hefur fjölgað um þrjá á gjörgæslu frá því í gær. Páll segir Landspítalann vinna að því hörðum höndum að flytja minna veikt fólk frá Fossvogi og í önnur úrræði til þess að skapa frekara rými í Fossvogi fyrir þá sem veikjast af kórónuveirunni. Sjúklingar fluttir á Reykjalund „Við erum þegar farin að flytja sjúklinga á Reykjalund sem við gerðum samstarfssamning við í gær. Það eru þá aðrir sjúklingar, ekki COVID-veikir en býsna veikir samt sem fara á Reykjalund. Það rýmir töluvert á spítalanum. Við erum með fleiri slík áform í gangi ef þarf,“ segir Páll. Sjúklingar sem glíma við aðra erfiðleika en kórónuveiruna eru sumir hverjir komnir eða á leið á Reykjalund.Vísir/Egill Páll segir að öll gjörgæslurými í Fossvogi séu orðin full og unnið sé að því að hún sé stækkuð. hann gerir ráð fyrir að enn fleiri, sem ekki séu smitaðir af kórónuveirunni, verði fluttir annað. „Við gerum það bara eins og þarf. það er einfaldlega þannig að við forgangsröðum þannig að veikasta fólkið það gengur fyrir,“ segir Páll. Gert er ráð fyrir því að álagið á Landspítalanum geti aukist enn frekar um og eftir helgi. „Það má búast við því að þetta haldi áfram að þyngjast alveg fram í miðjan apríl. Það er samkvæmt spálíkani sem okkur sýnist vera rætast ágætlega. Ég held að aðal varnarlínan sé hjá almenningi. Að huga að smitgát. Að huga að sóttkví. Að passa sig og virða reglur sóttvarnalæknis. Það er þarf sem okkur tekst að draga úr álaginu,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent