Jürgen Klopp fór að gráta þegar hann heyrði sönginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2020 15:00 Fyrirliðinn Jordan Henderson með knattspyrnustjóranum Jürgen Klopp eftir sigur Liverpool í Meistaradeildinni í júní í fyrra. Getty/Robbie Jay Barratt Það eru margir að velta því fyrir sér hvort Liverpool, sem er með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, fái meistaratitilinn eða ekki. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp segir að það skipti litlu máli eins og staðan er í dag þar sem fólk berst fyrir lífi sínu út um allan heim. Tárin runnu hjá Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, þegar hann heyrði heilbrigðisstarfsfólk syngja „You’ll Never Walk Alone“ og hann segist vonast til þess að kórónuveirufaraldurinn búi til meiri samstöðu í heiminum. Í fyrsta viðtali sínu frá því að leikjum í ensku úrvalsdeildinni var frestað 13. mars síðastliðinn þá sagði þýski stjórinn að hans vandamál, eins og hvenær fótboltinn byrjar aftur eða hvort Liverpool vinni titilinn, séu vandræðaleg í samanburði við öll vandamál heimsins. Jürgen Klopp says he cried when NHS staff sang You'll Never Walk Alone @AHunterGuardian https://t.co/YUxjY8ql2Q— Guardian sport (@guardian_sport) March 27, 2020 Klopp lofaði heilbrigðis starfsmenn í fremstu víglínu sem setja sig sjálfa í hættu við að sinna þeim veiku. Margir þeirra hafa síðan sungið Liverpool sönginn á vaktinni og það hafði mikil áhrif á þýska stjórann. „Þetta var ótrúlegt. Ég fékk sent myndband í gær þar sem fólk var rétt fyrir utan gjörgæsluna á sjúkrahúsi og byrjaði að syngja „You’ll Never Walk Alone“ og ég fór strax að gráta. Þetta er svo ótrúlegt. Þetta sýnir líka allt. Þetta fólk er ekki aðeins að vinna heldur er það að gera það með uppbyggjandi hætti,“ sagði Jürgen Klopp. Jurgen Klopp got emotional over the real heroes pic.twitter.com/0sT3tc4c82— B/R Football (@brfootball) March 27, 2020 „Þau eru vön því að hjálpa öðru fólki. Við þurfum að venjast því þar sem við erum vanalega að hugsa um okkar eigin vandamál. Þetta er þeirra starf og þau sinna því á hverjum degi. Þau setja sjálfa sig í hættu, því þau eru að hjálpa þeim veiku. Ég gæti ekki borið meiri viðringu fyrir þeim eða metið starf þeirra meira,“ sagði Jürgen Klopp. Klopp segir að leikmenn sínir og starfsmenn Liverpool liðsins haldi uppi góðum anda á þessum erfiðu tímum. „Í framtíðinni, eftir 10, 20, 30 eða 40 ár, þá horfum við til baka og vonandi verður niðurstaða okkar þá að þetta hafi verið tími þar sem heimurinn sýndi mestan samhug, mestu ástina, mestu vináttuna því það væri frábært,“ sagði Klopp. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Það eru margir að velta því fyrir sér hvort Liverpool, sem er með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, fái meistaratitilinn eða ekki. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp segir að það skipti litlu máli eins og staðan er í dag þar sem fólk berst fyrir lífi sínu út um allan heim. Tárin runnu hjá Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, þegar hann heyrði heilbrigðisstarfsfólk syngja „You’ll Never Walk Alone“ og hann segist vonast til þess að kórónuveirufaraldurinn búi til meiri samstöðu í heiminum. Í fyrsta viðtali sínu frá því að leikjum í ensku úrvalsdeildinni var frestað 13. mars síðastliðinn þá sagði þýski stjórinn að hans vandamál, eins og hvenær fótboltinn byrjar aftur eða hvort Liverpool vinni titilinn, séu vandræðaleg í samanburði við öll vandamál heimsins. Jürgen Klopp says he cried when NHS staff sang You'll Never Walk Alone @AHunterGuardian https://t.co/YUxjY8ql2Q— Guardian sport (@guardian_sport) March 27, 2020 Klopp lofaði heilbrigðis starfsmenn í fremstu víglínu sem setja sig sjálfa í hættu við að sinna þeim veiku. Margir þeirra hafa síðan sungið Liverpool sönginn á vaktinni og það hafði mikil áhrif á þýska stjórann. „Þetta var ótrúlegt. Ég fékk sent myndband í gær þar sem fólk var rétt fyrir utan gjörgæsluna á sjúkrahúsi og byrjaði að syngja „You’ll Never Walk Alone“ og ég fór strax að gráta. Þetta er svo ótrúlegt. Þetta sýnir líka allt. Þetta fólk er ekki aðeins að vinna heldur er það að gera það með uppbyggjandi hætti,“ sagði Jürgen Klopp. Jurgen Klopp got emotional over the real heroes pic.twitter.com/0sT3tc4c82— B/R Football (@brfootball) March 27, 2020 „Þau eru vön því að hjálpa öðru fólki. Við þurfum að venjast því þar sem við erum vanalega að hugsa um okkar eigin vandamál. Þetta er þeirra starf og þau sinna því á hverjum degi. Þau setja sjálfa sig í hættu, því þau eru að hjálpa þeim veiku. Ég gæti ekki borið meiri viðringu fyrir þeim eða metið starf þeirra meira,“ sagði Jürgen Klopp. Klopp segir að leikmenn sínir og starfsmenn Liverpool liðsins haldi uppi góðum anda á þessum erfiðu tímum. „Í framtíðinni, eftir 10, 20, 30 eða 40 ár, þá horfum við til baka og vonandi verður niðurstaða okkar þá að þetta hafi verið tími þar sem heimurinn sýndi mestan samhug, mestu ástina, mestu vináttuna því það væri frábært,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira