Mættu of seint vegna tafa á brautinni en Sigurður sýndi enga miskunn Anton Ingi Leifsson skrifar 22. apríl 2020 14:00 Fannar Ólafsson fór um víðan völl í Sportinu í gær. vísir/s2s Fannar Ólafsson segir að aginn hjá Sigurði Ingimundarsyni hjá Keflavík hafi hjálpað sér mikið. Það var ekki sýnd nein miskunn þegar menn mættu of seint, sama hver ástæðan fyrir því hafi verið. Fannar gekk í raðir Keflavíkur árið 1997 en Sigurður Ingimundarson var þá þjálfari Keflavíkur. Aginn var þar mikill og menn máttu ekki mæta of seint. Fannar rifjaði upp skemmtilega sögu í Sportinu í kvöld sem var sýnt á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi. „Við lentum í því að það er slys á Reykjanesbrautinni og við erum stopp. Við hugsuðum bara að við megum ekki vera of seinir. Það var algjör dauðasynd að vera of seinir hjá Sigga. Það er slys á Reykjanesbrautinni og við fórum aftur í og klæddum okkur í fötin og allt. Við vissum hvað myndi gerast því það var mikill agi á því,“ sagði Fannar en þeir komu örlítið of seint inn í íþróttahúsið í Keflavík. Þá beið þeirra samtal við Sigurð. Klippa: Sportið í kvöld - Fannar um Sigurð Ingimundarson „Við komum inn hlaupandi og erum fjórar mínútur yfir. Ef þú komst of seint þurftirðu að hlaupa svokallaðan stiga. Fram og til baka á ákveðnum tíma og fyrir hverja mínútu sem þú varst of seinn þurftirðu að gera það. Við komum inn og ég hélt að við ættum séns og sögðum að það hafi verið slys á brautinni og við gátum ekkert að þessu gert. Löggan hafi lokað. Hann svaraði: Af hverju lögðuði ekki fimm mínútum fyrr af stað? Þetta er dagsatt.“ Hann segir að þeir félagar hafi breytt sínum vönum eftir þetta atvik. „Hvað gerðum við? Klukkutíma og tuttugu mínútum fyrir æfingu keyrðum við af stað eftir þetta og við vorum komnir 40 mínútum fyrir æfingu. Það var enn fimleikaæfing í gangi í salnum.“ Hugarfarið var svona hjá margföldum Íslandsmeisturum Keflavíkur og Fannar segir að það hafi hjálpað sér síðar meir á ferlinum að koma inn og sjá allan þennan aga. „Þetta var hugarfarið. Þú ert hérna þegar þú átt að vera hérna og þú ert bara hér, ekki einhvers staðar annars staðar. Ég lærði þetta og lærði það líka að ef þú ert hérna þá þarftu að taka ákvörðun um hverju þú ætlar að sleppa. Hérna ertu til þess að verða bestur. Þú ert hjá fimmföldum meisturum og til þess að það sé hægt þá er allt annað aukaatriði.“ Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Sjá meira
Fannar Ólafsson segir að aginn hjá Sigurði Ingimundarsyni hjá Keflavík hafi hjálpað sér mikið. Það var ekki sýnd nein miskunn þegar menn mættu of seint, sama hver ástæðan fyrir því hafi verið. Fannar gekk í raðir Keflavíkur árið 1997 en Sigurður Ingimundarson var þá þjálfari Keflavíkur. Aginn var þar mikill og menn máttu ekki mæta of seint. Fannar rifjaði upp skemmtilega sögu í Sportinu í kvöld sem var sýnt á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi. „Við lentum í því að það er slys á Reykjanesbrautinni og við erum stopp. Við hugsuðum bara að við megum ekki vera of seinir. Það var algjör dauðasynd að vera of seinir hjá Sigga. Það er slys á Reykjanesbrautinni og við fórum aftur í og klæddum okkur í fötin og allt. Við vissum hvað myndi gerast því það var mikill agi á því,“ sagði Fannar en þeir komu örlítið of seint inn í íþróttahúsið í Keflavík. Þá beið þeirra samtal við Sigurð. Klippa: Sportið í kvöld - Fannar um Sigurð Ingimundarson „Við komum inn hlaupandi og erum fjórar mínútur yfir. Ef þú komst of seint þurftirðu að hlaupa svokallaðan stiga. Fram og til baka á ákveðnum tíma og fyrir hverja mínútu sem þú varst of seinn þurftirðu að gera það. Við komum inn og ég hélt að við ættum séns og sögðum að það hafi verið slys á brautinni og við gátum ekkert að þessu gert. Löggan hafi lokað. Hann svaraði: Af hverju lögðuði ekki fimm mínútum fyrr af stað? Þetta er dagsatt.“ Hann segir að þeir félagar hafi breytt sínum vönum eftir þetta atvik. „Hvað gerðum við? Klukkutíma og tuttugu mínútum fyrir æfingu keyrðum við af stað eftir þetta og við vorum komnir 40 mínútum fyrir æfingu. Það var enn fimleikaæfing í gangi í salnum.“ Hugarfarið var svona hjá margföldum Íslandsmeisturum Keflavíkur og Fannar segir að það hafi hjálpað sér síðar meir á ferlinum að koma inn og sjá allan þennan aga. „Þetta var hugarfarið. Þú ert hérna þegar þú átt að vera hérna og þú ert bara hér, ekki einhvers staðar annars staðar. Ég lærði þetta og lærði það líka að ef þú ert hérna þá þarftu að taka ákvörðun um hverju þú ætlar að sleppa. Hérna ertu til þess að verða bestur. Þú ert hjá fimmföldum meisturum og til þess að það sé hægt þá er allt annað aukaatriði.“ Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Sjá meira