Kvennalið ÍR áfram starfrækt „ef plönin eru raunhæf“ Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2020 18:00 ÍR-ingar léku í Grill 66 deildinni í vetur þar til að hlé var gert í handboltanum vegna kórónuveirufaraldursins. Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, greindi frá því á Stöð 2 Sport í síðustu viku að ákveðið hefði verið að leggja niður kvennalið félagsins sem og svokölluð U-lið karla og kvenna hjá félaginu. Karlaliðið, sem leikur í efstu deild, verður áfram til en hefur horft á eftir öflugum leikmönnum eftir að ákveðið var að ráðast í mikinn niðurskurð í rekstri deildarinnar. Sigurður var í dag í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag þar sem hann var spurður út í þá miklu gagnrýni sem handknattleiksdeildin hefur fengið, meðal annars frá leikmönnum kvennaliðsins: „Við förum ekki varhluta af þessum umræðum og við erum að hlusta. Við höfum rætt við leikmenn í kvennaboltanum og aðstandendur, og það er mjög jákvætt hve ofboðslega mikil grasrót er að koma í gang. Við höfum talað um það ef að það sjást raunhæfir möguleikar á borðinu þá er ekkert því til fyrirstöðu að endurskoða ákvörðunina,“ sagði Sigurður. „Eins og við höfum sagt þá er þetta rekstrarleg niðurstaða og hún er ekki einföld. Stelpurnar eru búnar að leggja líf og sál í starfið undanfarin ár. Eins og við töluðum um um daginn þá er hluti af leikmannahópnum úr yngri flokkunum og 4. flokkurinn er gríðarlega efnilegur. Við höfum séð fyrir okkur að taka hlé á þessu liði og byggja upp, en miðað við viðbrögðin undanfarið þá er mikil stemning hérna í Breiðholtinu og við verðum bara að hlusta og skoða. Ef plönin eru raunhæf þá að sjálfsögðu endurskoðum við þetta,“ sagði Sigurður. Klippa: Sigurður Rúnars um Kvennalið ÍR Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Olís-deild kvenna Handbolti Reykjavík ÍR Tengdar fréttir ÍR selur Hafþór til Stjörnunnar Handboltamaðurinn Hafþór Vignisson gengur í raðir Stjörnunnar frá ÍR eftir tímabilið. 1. apríl 2020 15:36 Leikmenn ÍR ósáttir við að kvennaliðið hafi verið lagt niður: „Ógeðslega sárar og reiðar“ Leikmenn kvennaliðs ÍR eru ósáttir við vinnubrögð handknattleiksdeildar félagsins sem ákvað að leggja kvennaliðið niður. 31. mars 2020 15:57 Seinni bylgjan: „Finnst þetta algjörlega fáránleg ákvörðun og verið að gefa skít í kvennaboltann“ Einar Jónsson, þjálfari norska liðsins Bergøy, skilur ekkert í handknattleiksdeild ÍR að leggja niður meistaraflokk kvenna hjá félaginu og segir ákvörðunina asnalega. Hann segir að hún skjóti skökku við. 31. mars 2020 09:00 Berglind segir ÍR-ingum að skoða jafnréttisstefnu sína Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Stjörnunnar í fótbolta og uppalinn ÍR-ingur, harmar þá ákvörðun síns gamla félags að leggja niður kvennalið ÍR í handbolta. 30. mars 2020 20:00 Framkonur vilja hjálpa ÍR að halda úti kvennaliði Fram hefur boðist til að leika fjáröflunarleik við ÍR svo félagið geti haldið úti kvennaliði. 30. mars 2020 14:13 Nýr þjálfari ÍR: „Hef sagt að ÍR hefur aldrei átt pening en þetta er í fyrsta sinn sem þeir viðurkenna það“ Kristinn Björgúlfsson tekur við karlaliði ÍR í sumar í Olís-deild karla en þetta var tilkynnt á dögunum er ÍR ákvað að fara í ákveðnar breytingar. Skera varð niður og Kristinn fær það verðuga verkefni að byggja liðið upp. 28. mars 2020 08:00 ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. 25. mars 2020 19:30 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira
Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, greindi frá því á Stöð 2 Sport í síðustu viku að ákveðið hefði verið að leggja niður kvennalið félagsins sem og svokölluð U-lið karla og kvenna hjá félaginu. Karlaliðið, sem leikur í efstu deild, verður áfram til en hefur horft á eftir öflugum leikmönnum eftir að ákveðið var að ráðast í mikinn niðurskurð í rekstri deildarinnar. Sigurður var í dag í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag þar sem hann var spurður út í þá miklu gagnrýni sem handknattleiksdeildin hefur fengið, meðal annars frá leikmönnum kvennaliðsins: „Við förum ekki varhluta af þessum umræðum og við erum að hlusta. Við höfum rætt við leikmenn í kvennaboltanum og aðstandendur, og það er mjög jákvætt hve ofboðslega mikil grasrót er að koma í gang. Við höfum talað um það ef að það sjást raunhæfir möguleikar á borðinu þá er ekkert því til fyrirstöðu að endurskoða ákvörðunina,“ sagði Sigurður. „Eins og við höfum sagt þá er þetta rekstrarleg niðurstaða og hún er ekki einföld. Stelpurnar eru búnar að leggja líf og sál í starfið undanfarin ár. Eins og við töluðum um um daginn þá er hluti af leikmannahópnum úr yngri flokkunum og 4. flokkurinn er gríðarlega efnilegur. Við höfum séð fyrir okkur að taka hlé á þessu liði og byggja upp, en miðað við viðbrögðin undanfarið þá er mikil stemning hérna í Breiðholtinu og við verðum bara að hlusta og skoða. Ef plönin eru raunhæf þá að sjálfsögðu endurskoðum við þetta,“ sagði Sigurður. Klippa: Sigurður Rúnars um Kvennalið ÍR Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Olís-deild kvenna Handbolti Reykjavík ÍR Tengdar fréttir ÍR selur Hafþór til Stjörnunnar Handboltamaðurinn Hafþór Vignisson gengur í raðir Stjörnunnar frá ÍR eftir tímabilið. 1. apríl 2020 15:36 Leikmenn ÍR ósáttir við að kvennaliðið hafi verið lagt niður: „Ógeðslega sárar og reiðar“ Leikmenn kvennaliðs ÍR eru ósáttir við vinnubrögð handknattleiksdeildar félagsins sem ákvað að leggja kvennaliðið niður. 31. mars 2020 15:57 Seinni bylgjan: „Finnst þetta algjörlega fáránleg ákvörðun og verið að gefa skít í kvennaboltann“ Einar Jónsson, þjálfari norska liðsins Bergøy, skilur ekkert í handknattleiksdeild ÍR að leggja niður meistaraflokk kvenna hjá félaginu og segir ákvörðunina asnalega. Hann segir að hún skjóti skökku við. 31. mars 2020 09:00 Berglind segir ÍR-ingum að skoða jafnréttisstefnu sína Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Stjörnunnar í fótbolta og uppalinn ÍR-ingur, harmar þá ákvörðun síns gamla félags að leggja niður kvennalið ÍR í handbolta. 30. mars 2020 20:00 Framkonur vilja hjálpa ÍR að halda úti kvennaliði Fram hefur boðist til að leika fjáröflunarleik við ÍR svo félagið geti haldið úti kvennaliði. 30. mars 2020 14:13 Nýr þjálfari ÍR: „Hef sagt að ÍR hefur aldrei átt pening en þetta er í fyrsta sinn sem þeir viðurkenna það“ Kristinn Björgúlfsson tekur við karlaliði ÍR í sumar í Olís-deild karla en þetta var tilkynnt á dögunum er ÍR ákvað að fara í ákveðnar breytingar. Skera varð niður og Kristinn fær það verðuga verkefni að byggja liðið upp. 28. mars 2020 08:00 ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. 25. mars 2020 19:30 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira
ÍR selur Hafþór til Stjörnunnar Handboltamaðurinn Hafþór Vignisson gengur í raðir Stjörnunnar frá ÍR eftir tímabilið. 1. apríl 2020 15:36
Leikmenn ÍR ósáttir við að kvennaliðið hafi verið lagt niður: „Ógeðslega sárar og reiðar“ Leikmenn kvennaliðs ÍR eru ósáttir við vinnubrögð handknattleiksdeildar félagsins sem ákvað að leggja kvennaliðið niður. 31. mars 2020 15:57
Seinni bylgjan: „Finnst þetta algjörlega fáránleg ákvörðun og verið að gefa skít í kvennaboltann“ Einar Jónsson, þjálfari norska liðsins Bergøy, skilur ekkert í handknattleiksdeild ÍR að leggja niður meistaraflokk kvenna hjá félaginu og segir ákvörðunina asnalega. Hann segir að hún skjóti skökku við. 31. mars 2020 09:00
Berglind segir ÍR-ingum að skoða jafnréttisstefnu sína Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Stjörnunnar í fótbolta og uppalinn ÍR-ingur, harmar þá ákvörðun síns gamla félags að leggja niður kvennalið ÍR í handbolta. 30. mars 2020 20:00
Framkonur vilja hjálpa ÍR að halda úti kvennaliði Fram hefur boðist til að leika fjáröflunarleik við ÍR svo félagið geti haldið úti kvennaliði. 30. mars 2020 14:13
Nýr þjálfari ÍR: „Hef sagt að ÍR hefur aldrei átt pening en þetta er í fyrsta sinn sem þeir viðurkenna það“ Kristinn Björgúlfsson tekur við karlaliði ÍR í sumar í Olís-deild karla en þetta var tilkynnt á dögunum er ÍR ákvað að fara í ákveðnar breytingar. Skera varð niður og Kristinn fær það verðuga verkefni að byggja liðið upp. 28. mars 2020 08:00
ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. 25. mars 2020 19:30