Fjöldauppsagnir hjá Icelandair eftir helgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2020 15:00 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Koma mun til fjöldauppsagna hjá Icelandair strax eftir helgi. „Við verðum því miður að grípa til mjög erfiðra og mikilla aðgerða til að minnka útflæði fjármagns.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, en hann fjallaði um stöðu félagsins í Sprengisandi á Byljunni í morgun. „Næstu mánuðir verða mjög erfiðir og við getum ekki búið til neinar áætlanir fyrir næstu sex til tólf mánuði en lykilatriðið er að minnka útflæðið og vera tilbúnir að fara af stað, því þetta mun fara af stað aftur og tækifærin verða mikil fyrir Ísland, að mínu mati.“ Icelandair hefur verið með þá stefnu að eiga þriggja mánaða lausafé fyrir kostnað næstu þriggja mánaða án tekna á reiðum höndum. Félagið kom inn í þessa stöðu aðeins sterkara en það, hafa skorið niður, bæði minnkað útflæði og endurskoðað efnahagsreikninga. Nú um mánaðamótin verða liðnir þrír mánuðir frá því að Icelandair byrjaði að finna fyrir miklu tekjutapi vegna skerts flugs. Nú eru sex brottfarir á vegum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli á viku, þær áttu að vera 216. „Hjá okkur, eins og öðrum, er þetta algjör tekjubrestur og við komumst ekkert í gegn um þetta sumar án þess að fá inn nýtt fé, það liggur algjörlega fyrir.“ Hann telur mikil tækifæri í félaginu, það sótti nýtt eiginfé 2010-2011 í tengslum við endurskipulagningu þá sem nam 70 milljónum Bandaríkjadala og síðan þá hefur félagið skilað hagnaði öll ár nema 2018. Félagið búi vel að því að vera staðsett hér á Íslandi og mörg tækifæri séu í kortunum þegar óvissuástandinu lýkur. Óvissan sé þó mikil og tryggja þarf að allir innviðir haldi sér hjá félaginu á meðan starfsemin er svona lítil. Gæti tekið mörg ár að ná upp sama ferðamannafjölda Bogi segir mikilvægt að hagkerfið verði tilbúið að stökkva af stað um leið og færi gefst og þar gegni Icelandair gríðarlega mikilvægu hlutverki. „Ef við verðum ekki til þegar ferðamenn vilja fara að ferðast þá tekur þetta miklu lengri tíma fyrir ferðaþjónustuna að ná sér á strik og skapa tekjur fyrir kerfið.“ Hann segir ljóst að viðsnúningurinn muni taka langan tíma. Það sé ljóst að það muni taka nokkur ár að ná sama fjölda ferðamanna og var 2019. „Markaðirnir munu taka misjafnlega við sér, misjafnlega hratt og við erum með tengingar við svo marga staði bæði í Evrópu og Norður-Ameríku og getum þá stokkið inn á þá staði sem eru að taka við sér. Félagið hefur verið í miklum samskiptum við stjórnvöld frá því að þetta ástand hófst. Vinnuhópur hefur tekið til starfa hjá Icelandair sem er í nánu samstarfi við stjórnvöld við endurskipulagningu efnahagsreiknings félagsins. „Við stefnum á að gefa út nýtt hlutafé, við teljum að það sé nauðsynlegt að styrkja efnahagsreikninginn með eigiðfé. Félagið vantar ekki skuldir og til að félagið verði tilbúið í þessa viðspyrnu er ekki gott að koma í gegn um þetta ástand í öndunarvélum, við verðum að vera í sterkri stöðu.“ „Uppleggið sem við erum að vinna með, en það eru hvergi vilyrði eða loforð eða skilyrði neins staðar eru að það komi fjárfestar að félaginu og hugsanlega í framhaldinu komi ríkið með einhverjar lánalínur.“ Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Sprengisandur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Skrýtið ef ekki eigi að verja störf í flugi Formaður félags atvinnuflugmanna segir það skrýtið ef ríkisstjórnin ætlar ekki að verja störf í flugi. Stærsti niðurskurður Icelandair blasir við. Ferðamálaráðherra segir fyrirtækið með ærið verkefni í höndunum. 25. apríl 2020 18:48 Segja inneignarnótu ferðaskrifstofu ótraustvekjandi og ábyrgðinni varpað á viðskiptavini Áhrif ferðabanns, ferðatakmarkanna og efnahagsástands hafa einnig neikvæð áhrif á rekstur ferðaskrifstofa. Mælst er til þess að fólk fái inneignarnótur í stað endurgreiðslu. Hjón sem áttu draumaferð pantaða um páskana segja galið að leggja ábyrðina á herðar viðskiptavinarins. 24. apríl 2020 18:35 Icelandair flýgur tugi ferða með lækningavörur frá Kína til Evrópu Þremur Boeing 767 breiðþotum Icelandair verður breytt tímabundið til að sinna hið minnsta 45 fraktflugferðum frá Sjanghæ í Kína til Munchen í Þýskalandi. 24. apríl 2020 13:27 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Fleiri fréttir Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Sjá meira
Koma mun til fjöldauppsagna hjá Icelandair strax eftir helgi. „Við verðum því miður að grípa til mjög erfiðra og mikilla aðgerða til að minnka útflæði fjármagns.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, en hann fjallaði um stöðu félagsins í Sprengisandi á Byljunni í morgun. „Næstu mánuðir verða mjög erfiðir og við getum ekki búið til neinar áætlanir fyrir næstu sex til tólf mánuði en lykilatriðið er að minnka útflæðið og vera tilbúnir að fara af stað, því þetta mun fara af stað aftur og tækifærin verða mikil fyrir Ísland, að mínu mati.“ Icelandair hefur verið með þá stefnu að eiga þriggja mánaða lausafé fyrir kostnað næstu þriggja mánaða án tekna á reiðum höndum. Félagið kom inn í þessa stöðu aðeins sterkara en það, hafa skorið niður, bæði minnkað útflæði og endurskoðað efnahagsreikninga. Nú um mánaðamótin verða liðnir þrír mánuðir frá því að Icelandair byrjaði að finna fyrir miklu tekjutapi vegna skerts flugs. Nú eru sex brottfarir á vegum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli á viku, þær áttu að vera 216. „Hjá okkur, eins og öðrum, er þetta algjör tekjubrestur og við komumst ekkert í gegn um þetta sumar án þess að fá inn nýtt fé, það liggur algjörlega fyrir.“ Hann telur mikil tækifæri í félaginu, það sótti nýtt eiginfé 2010-2011 í tengslum við endurskipulagningu þá sem nam 70 milljónum Bandaríkjadala og síðan þá hefur félagið skilað hagnaði öll ár nema 2018. Félagið búi vel að því að vera staðsett hér á Íslandi og mörg tækifæri séu í kortunum þegar óvissuástandinu lýkur. Óvissan sé þó mikil og tryggja þarf að allir innviðir haldi sér hjá félaginu á meðan starfsemin er svona lítil. Gæti tekið mörg ár að ná upp sama ferðamannafjölda Bogi segir mikilvægt að hagkerfið verði tilbúið að stökkva af stað um leið og færi gefst og þar gegni Icelandair gríðarlega mikilvægu hlutverki. „Ef við verðum ekki til þegar ferðamenn vilja fara að ferðast þá tekur þetta miklu lengri tíma fyrir ferðaþjónustuna að ná sér á strik og skapa tekjur fyrir kerfið.“ Hann segir ljóst að viðsnúningurinn muni taka langan tíma. Það sé ljóst að það muni taka nokkur ár að ná sama fjölda ferðamanna og var 2019. „Markaðirnir munu taka misjafnlega við sér, misjafnlega hratt og við erum með tengingar við svo marga staði bæði í Evrópu og Norður-Ameríku og getum þá stokkið inn á þá staði sem eru að taka við sér. Félagið hefur verið í miklum samskiptum við stjórnvöld frá því að þetta ástand hófst. Vinnuhópur hefur tekið til starfa hjá Icelandair sem er í nánu samstarfi við stjórnvöld við endurskipulagningu efnahagsreiknings félagsins. „Við stefnum á að gefa út nýtt hlutafé, við teljum að það sé nauðsynlegt að styrkja efnahagsreikninginn með eigiðfé. Félagið vantar ekki skuldir og til að félagið verði tilbúið í þessa viðspyrnu er ekki gott að koma í gegn um þetta ástand í öndunarvélum, við verðum að vera í sterkri stöðu.“ „Uppleggið sem við erum að vinna með, en það eru hvergi vilyrði eða loforð eða skilyrði neins staðar eru að það komi fjárfestar að félaginu og hugsanlega í framhaldinu komi ríkið með einhverjar lánalínur.“
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Sprengisandur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Skrýtið ef ekki eigi að verja störf í flugi Formaður félags atvinnuflugmanna segir það skrýtið ef ríkisstjórnin ætlar ekki að verja störf í flugi. Stærsti niðurskurður Icelandair blasir við. Ferðamálaráðherra segir fyrirtækið með ærið verkefni í höndunum. 25. apríl 2020 18:48 Segja inneignarnótu ferðaskrifstofu ótraustvekjandi og ábyrgðinni varpað á viðskiptavini Áhrif ferðabanns, ferðatakmarkanna og efnahagsástands hafa einnig neikvæð áhrif á rekstur ferðaskrifstofa. Mælst er til þess að fólk fái inneignarnótur í stað endurgreiðslu. Hjón sem áttu draumaferð pantaða um páskana segja galið að leggja ábyrðina á herðar viðskiptavinarins. 24. apríl 2020 18:35 Icelandair flýgur tugi ferða með lækningavörur frá Kína til Evrópu Þremur Boeing 767 breiðþotum Icelandair verður breytt tímabundið til að sinna hið minnsta 45 fraktflugferðum frá Sjanghæ í Kína til Munchen í Þýskalandi. 24. apríl 2020 13:27 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Fleiri fréttir Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Sjá meira
Skrýtið ef ekki eigi að verja störf í flugi Formaður félags atvinnuflugmanna segir það skrýtið ef ríkisstjórnin ætlar ekki að verja störf í flugi. Stærsti niðurskurður Icelandair blasir við. Ferðamálaráðherra segir fyrirtækið með ærið verkefni í höndunum. 25. apríl 2020 18:48
Segja inneignarnótu ferðaskrifstofu ótraustvekjandi og ábyrgðinni varpað á viðskiptavini Áhrif ferðabanns, ferðatakmarkanna og efnahagsástands hafa einnig neikvæð áhrif á rekstur ferðaskrifstofa. Mælst er til þess að fólk fái inneignarnótur í stað endurgreiðslu. Hjón sem áttu draumaferð pantaða um páskana segja galið að leggja ábyrðina á herðar viðskiptavinarins. 24. apríl 2020 18:35
Icelandair flýgur tugi ferða með lækningavörur frá Kína til Evrópu Þremur Boeing 767 breiðþotum Icelandair verður breytt tímabundið til að sinna hið minnsta 45 fraktflugferðum frá Sjanghæ í Kína til Munchen í Þýskalandi. 24. apríl 2020 13:27
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent