Gæti skipt heilmiklu að Íslendingar versli meira innanlands Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2020 11:51 Fáir Íslendingar og enn færri ferðamenn sóttu miðborg Reykjavíkur heim á föstudagskvöld. vísir/vilhelm Ef Íslendingar sem til þessa hafa varið fjármunum sínum erlendis versla meira á Íslandi í staðinn gæti það haft „heilmikið“ að segja fyrir hagkerfið, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Veiking krónunnar hefði þannig orðið meiri en nú er raunin ef ekki hefði verið fyrir minni verslun Íslendinga í útlöndum. Opinber gengisvísitala Seðlabankans er nú tæplega 208 og hefur gengi krónunnar fallið um næstum 14 prósent það sem af er ári; bandaríkjadalurinn kostar um 145 krónur, sterlingspundið um 180 og evra fæst nú fyrir 158 krónur. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að krónan hafi fetað svipaða slóð og aðrir minni gjaldmiðlar. Íslendingar séu þannig ekki eina þjóðin sem hefur horft upp á myntina sína gefa umtalsvert eftir gagnvart stóru myntunum. Það megi að hluta skýra vegna ótta fjárfesta sem leiti „heim“ í stærri myntir þegar syrtir í álinn. Þá hafi eftirspurnin eftir íslenskum krónum minnkað umtalsvert eftir því sem færri ferðamenn leita hingað til landsins. Ferðamennskan hafi skapað um 470 milljarða gjaldeyristekjur í fyrra sem hafi nú nánast þurrkast upp vegna kórónuveirufaraldursins og meðfylgjandi ferðatakmarkana. Á móti hafi Íslendingar varið um 220 til 240 milljörðum króna í útlöndum á síðasta ári. Mismunurinn á ferðamannatekjunum og því sem Íslendingar eyddu sjálfur erlendis sé því rúmlega 200 milljarðar króna, sem notað var til þess að greiða fyrir innflutning á ýmis konar vöru og þjónustu og styrkja krónuna - og það munar því um minna þegar ferðamannaaurinn er horfinn að sögn Jóns Bjarka. Spurður að því hvort að það hefði eitthvað að segja fyrir hjól atvinnulífsins ef að Íslendingar, sem hafa varið peningum sínum í útlöndum, fari nú að eyða þeim frekar innanlands segir Jón Bjarki að það gæti haft sín áhrif. „Ég held að það sé að hjálpa heilmikið.“ Þrátt fyrir að þjóðarbúið sé ekki að fá fyrrnefnda 470 milljarða úr ferðamennskunni, sem Jón Bjarki segir að sé „ekkert smáræði,“ þá sparist eitthvað á þriðja hundrað milljarða af engum utanlandsferðum landsmanna. Ofan á það séu Íslendingar að beina meiri eftirspurn inn í landið, draga úr innkaupum frá útlöndum og því væri krónan að veikjast töluvert meira ef þessi þróun hefði ekki átt sér stað. Hallinn á þessu þurfi því ekkert að vera svo svakalegur að mati Jóns Bjarka, veikingu krónunnar megi því frekar rekja fyrrnefnds útflæðis vegna fjárfestinga. Viðtal Jón Bjarka við Bítið í morgum má heyra í heild hér að ofan. Íslenska krónan Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Ef Íslendingar sem til þessa hafa varið fjármunum sínum erlendis versla meira á Íslandi í staðinn gæti það haft „heilmikið“ að segja fyrir hagkerfið, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Veiking krónunnar hefði þannig orðið meiri en nú er raunin ef ekki hefði verið fyrir minni verslun Íslendinga í útlöndum. Opinber gengisvísitala Seðlabankans er nú tæplega 208 og hefur gengi krónunnar fallið um næstum 14 prósent það sem af er ári; bandaríkjadalurinn kostar um 145 krónur, sterlingspundið um 180 og evra fæst nú fyrir 158 krónur. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að krónan hafi fetað svipaða slóð og aðrir minni gjaldmiðlar. Íslendingar séu þannig ekki eina þjóðin sem hefur horft upp á myntina sína gefa umtalsvert eftir gagnvart stóru myntunum. Það megi að hluta skýra vegna ótta fjárfesta sem leiti „heim“ í stærri myntir þegar syrtir í álinn. Þá hafi eftirspurnin eftir íslenskum krónum minnkað umtalsvert eftir því sem færri ferðamenn leita hingað til landsins. Ferðamennskan hafi skapað um 470 milljarða gjaldeyristekjur í fyrra sem hafi nú nánast þurrkast upp vegna kórónuveirufaraldursins og meðfylgjandi ferðatakmarkana. Á móti hafi Íslendingar varið um 220 til 240 milljörðum króna í útlöndum á síðasta ári. Mismunurinn á ferðamannatekjunum og því sem Íslendingar eyddu sjálfur erlendis sé því rúmlega 200 milljarðar króna, sem notað var til þess að greiða fyrir innflutning á ýmis konar vöru og þjónustu og styrkja krónuna - og það munar því um minna þegar ferðamannaaurinn er horfinn að sögn Jóns Bjarka. Spurður að því hvort að það hefði eitthvað að segja fyrir hjól atvinnulífsins ef að Íslendingar, sem hafa varið peningum sínum í útlöndum, fari nú að eyða þeim frekar innanlands segir Jón Bjarki að það gæti haft sín áhrif. „Ég held að það sé að hjálpa heilmikið.“ Þrátt fyrir að þjóðarbúið sé ekki að fá fyrrnefnda 470 milljarða úr ferðamennskunni, sem Jón Bjarki segir að sé „ekkert smáræði,“ þá sparist eitthvað á þriðja hundrað milljarða af engum utanlandsferðum landsmanna. Ofan á það séu Íslendingar að beina meiri eftirspurn inn í landið, draga úr innkaupum frá útlöndum og því væri krónan að veikjast töluvert meira ef þessi þróun hefði ekki átt sér stað. Hallinn á þessu þurfi því ekkert að vera svo svakalegur að mati Jóns Bjarka, veikingu krónunnar megi því frekar rekja fyrrnefnds útflæðis vegna fjárfestinga. Viðtal Jón Bjarka við Bítið í morgum má heyra í heild hér að ofan.
Íslenska krónan Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira